Annar í Airwaves – litið til baka

Annar í Airwaves - litið til baka

Apparat – ójá

Apparat berjast við Hermigervil um bestu tónleika hátíðarinnar.
Kvöldið hófst á Nasa með Bryndísi. Hún á, eins og alþjóð veit, ekki langt að sækja hæfileikana frá foreldrum sínum Jakob F og Röggu Gísla. Mikill talent og falleg stelpa.

Svo var skokkað á Skakkamannage. Mjög flott band og hugljúfir tónar. Eftir þau var kúvending yfir í óaldarlýðinn Reykjavík!. Þeir voru í tryllingsham og voru með rosalegt sjó. Tvö orð – strákakossar og háhestur.

Á Gauknum voru fleiri á sviðinu en í salnum, hip hop senan svona sterk. Nuff said.

Bob Volume voru á Nasa og óðu meðalsullið sem óðir væru.

En aftur að Hafnarhúsinu. Skátar voru tussusvalir og góðir í plastgöllunum sínum. Stemningin var að stigmagnast fyrir aðalnúmer kvöldsins – Apparat Organ Quartet. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð þá áður sem er skandall. Klárlega tónleikar kvöldsins. Apparat, með Jóhann Jóhannss og (Mú) – Sighvat í fararbroddi eru í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna. Hljóðveggurinn var svo þéttur að skera mátti loftið með sveðju. Áhorfendur stóðu agndofa og gátu sig var hreyft nema þegar Apparat báðu fólk náðarsamlegast að gera Apparat – merkið ∆ með tveimur höndum. Ummmmsvogott!

New Radio var mjög tilgerðarlegur kvartett með tveimur sellóum, bassa og trommur. Haldið ykkur heima.

Eftir það var tölt yfir á Þjóðleikhúskjallarann þar sem Pétur Ben var að klára sitt sett. Hann gaf ekki þumlung eftir og var goðsagnakennda útgáfan hans á Billie Jean eitt alflottasta lag kvöldsins. Eftir honum kom strax hinn eftirsótti latínski elskhugi José Gonzales sem er samt Svíi. Indigo hefði átt að vera þarna á milli en hann var víst kallaður út á sjó. Fyrst hélt ég að PR mógúllinn Eldar Ástþórsson væri sestur með gítarinn en fólk fullvissaði mig um að þetta væri téður José. Hann tók íðilfögur og róleg lög og var sem það svifi á fólk.

Þá var nú samt hressandi að dansa nóttina í burtu á Junior Senior. Hressir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.