• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Hver drap The Zutons?

  • Birt: 22/10/2005
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Hver drap The Zutons?

Létt spjall við Boyan Chowdhury, gítarleikara The Zutons.

Létt spjall við gítarleikara The Zutons, eins stærsta nafn Airwaves í ár sem spila í Hafnarhúsinu í kvöld.
Zutons hafa aðeins gefið út eina plötu sem hefur fengið frábæra dóma og sveitin hefur svo fylgt henni eftir með því að spila hreinlega á eins mörgum stöðum og þau hafa mögulega getað.

Gítarleikari sveitarinnar Boyan segir að það hafi gengið svo vel að spila á tónleikum og að hann muni hreinlega ekki eftir lélegum tónleikum sem eitthvað hafi klikkað á. Að bandið sé alltaf að verða betra og betra, og hljóðið þéttara og þéttara sem sé eitthvað sem þau ætli að nýta sem best í upptökuverinu en tökur á næstu plötu sveitarinnar eru hafnar.

Þegar spurt er um áhrifavalda segir hann fyrst Beach Boys en allir meðlimir The Zutons eru forfallnir Beach Boys aðdáendur þó að það megi ekkert heyra í hljóði sveitarinnar sjálfrar. Sly and The Family Stone, Nirvana, Bo Diddley og Talking Heads koma svo upp sem sterkir áhrifavaldar en Boyan ítrekar að hljóð sveitarinnar sé þeirra eigin og þau vilja hafa sinn sérstaka hljóm sem að fólk muni alltaf muna eftir.

Þegar að talið berst að The Coral sem koma líka frá Liverpool að þá áréttar hann að hann sé þreyttur á því að böndunum sé líkt saman þó að hann skilji alveg að fólk skuli gera það. Böndin séu ólík en hafi svipaðann bakgrunn og að þeim sé báðum að ganga vel, sem betur fer bætir hann svo við.

Frægðin hefur farið vel með hljómsveitina. Auðvitað kemur þetta týpiska svar um að það sé svo gaman að ferðast og fara á staði sem hann hefði annars aldrei farið á en umfram allt segir Boyan að hann voni bara að hann geti þénað ágætlega og lifað af tónlistinni, hann hafi engan áhuga á að vera milljónamæringur. Númer eitt, tvö og þrjú sé að geta lifað á þessu og samið fleiri lög án þess að þurfa að hafa áhyggjur af öllu því sem fylgir hinu daglega amstri.

The Zutons lofa góðum tónleikum í kvöld, nýtt efni verður spilað í bland við eldra efni. Ég veit að það er á hreinu að ég verð eins fremst og hægt er, hoppandi og öskrandi við þemalag hljómsveitarinnar Zuton Fever, þetta er bara þannig band.

Leave a Reply