Jeff Who?

Jeff Who?

Viðtal við töffarana í Jeff Who?

Jeff Who? spiluðu á Airwaves um helgina. Rjóminn náði tali af þeim á Kaffi Viktor í tilefni þess.
Hverjir eru Jeff Who?

Elli, Baddi, Tobbi, Ásgeir og Þorri

Hverjir eru áhrifavaldar ykkar?

ELO, ABBA (án gríns), Madness og Shrek. Þessi sena, módernískt rokk, í anda Killers og Franz Ferdinand.
Það eru fáir með tvo kórdrengi og einn rokksöngvara.

Nú, hver er í kór?

Tobbi er í Mótettukórnum og Schola Cantorum.
Elli: Og ég gæti auðveldlega verið í kór… Kórdrengir, varið ykkur!

Hvenær hófst samstarf ykkar?

Fyrir svona einu og hálfu ári. Í byrjun sumars.

Nú eruð þið flestir í öðrum hljómsveitum líka. Hvernig gengur það upp?

Það reddast allt. Þetta er bara vinna.
Erum allir í öðrum hljómsveitum nema Tobbi og Baddi.
Elli: Baddi hatar það þegar aðrar hljómsveitir spurja hann. „Do I wanna play with Pál, Pál McCartney?, No thank you.” (Við skellum öll upp úr)

Semjið þið lögin ykkar saman?

Basically. Mætum bara með bjór á hljómsveitaræfingu. Kemur fyrir að einhver komi með ákveðnar hugmyndir en aldrei heilt lag sem vinnst þannig.

En hvað með textana?

Baddi: Ég syng svo verð að taka þá alla á mig, Mjög djúpir og heimspekilegir. Ætla að semja texta með Nietzsche í næstu viku segir hann og brosir út í annað.
Elli: Nei, textarnir eru ekkert þvílíkt djúpir. Fjalla flestir um karl og konu, eitthvað svoleiðis. Þegar við búum til lögin þá syngur Baddi bara eitthvað.
Baddi: Þú ert með nokkur orð þegar ert að semja og spinnur svo í kringum það.
Elli: Því fallegur texti verður að víkja fyrir rytmanum.

Hvar var diskurinn tekinn upp?

Sundlauginni í eigu Sigurrósar og Leaves stúdíóinu.

Úúúú, þekkiði þá gaurana í Leaves?

Já.
Tobbi: Við þekkjum líka strákana í Sigurrós, segir hann brosandi
Elli hefur líka hitt Björk.
Baddi (glottir): Viltu kannski sjá símaskrána mína?(hlátur)

Hve langan tíma tók að vinna „Death Before Disco” ?

Elsta lagið er tveggja ára gamalt. En svo var viðlagið í „Bob Murray” samið í stúdíóinu. Þannig að það má segja að vinnslan á disknum spanni tveggja ára tímabil.
Elli: Við höfum bara samið 11 lög og droppuðum einu, fyrir utan eldgamla stöffið, „Pabbi minn var sokkur” (Jeff Who? meðlimir fá hláturskast (undirrituð er eitt stórt spurningamerki yfir þessari síðustu athugasemd en ákveður að fara ekki nánar út í þá sálma))

Einn ykkar var að taka við Málinu (Þorri). Hvernig blandast það saman við hljómsveitarstörfin?

Þorri: Gengur vel.
Elli (sposkur á svip): Frábært fyrsta tölublað. Ég frétti að Jeff Who? ættu að vera framan á næsta tölublaði.

Hvernig fíliði svo grúppíurnar?

Baddi: Ég varð bara var við þær núna fyrst á fimmtudaginn. Leit út eins og 14 ára frænka mín, svo nei, líst ekkert á grúppíurnar.
Elli: Grúppíur eru geðveikt 1976. Núna eiga allir að vera töffarar.
Baddi: Við erum massakúl…ertu ekki að skrifa þetta?

Hvenær á svo að sigra heiminn? Stefniði á erlendan markað?

Í kvöld já.
Ég meina ef einhver mundi segja, Viljiði koma? Þá auðvitað gerir maður það. Maður stefnir auðvitað þangað sem manni er boðið?
Elli: Ég meina ef Þýskaland hringir þá segjum við ekki Neeei, við erum eiginlega að fókúsera meira á Bretland núna.

Ef þið ættuð að nefna eitt lag sem breytti ykkur alveg, hvaða lag munduð þið nefna?

Baddi: Sem breytti lífi mínu, vá! Það eru mörg lög sem breyttu lífi mínu í takmarkaðan tíma.
Ásgeir: Hætti að hlusta á 2 Unlimited þegar ég heyrði Nirvana svo það var kannski ágæt breyting á lífi mínu.

Ok, uppháhaldslagið ykkar þá?

Elli (glottir): Fyrir utan lögin okkar þá? En hey, styðjum íslenskt!
Baddi: Allt með Reykjavík! í stúdentakjallaranum í febrúar.
Þorri: „Aftermath“ með Kimono.
Ásgeir: „Nick Cave“ með Jan Mayen.
Tobbi: Tónleikarnir í gær með Dr. Spock, „It´s Sexy”.
Elli: „Major Label” með Hairdoctor.

Hvað er það skemmtilegasta sem þið hafið séð á Airwaves hingað til?

Skátar, Reykjavík! og Dr. Spock!
Hefðum viljað sjá Architecture in Helsinki…

Eitthvað að lokum?

Elli: Styðjum íslenska tónlist. Kaupum íslenskt. Brennum erlent. Íslenskt, já takk. Fullt að gerast. Fullt af geðveikum íslenskum krökkum í dag.

Hinir meðlimirnir jánka þessu.

Baddi (stoltur á svip): Ég keypti t.d. Halta Hóru um daginn. Brenndi hana ekki.

Látum þetta formlega marka lokaorðin í viðtalinu þó spjallið hafi haldið áfram um Shrek, Strumpana, Ladda, skólaárin, Fishermansstaup og bleikan pakka handa Fjölni tattú. Þetta eru greinilega hressir og skemmtilegir strákar með hæfileika á tónlistarsviðinu. Fékk að sjá þá í Hafnarhúsinu síðar um kvöldið og varð ekki fyrir vonbrigðum. Flottir á sviði (komnir í töffaragallann (hlýraboli og rifnar gallabuxur)) og dilluðu þeir sér taktfast við þéttan hljóm sinn og sköpuðu frábæra stemmningu á meðal tónleikagesta.
Rjóminn óskar Jeff Who? góðs gengis í komandi framtíð og þakkar kærlega fyrir þetta líflega og skemmtilega viðtal.

Jeff Who? ætla að lokum að gefa lesendum Rjómans lagið:

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

2 responses to “Jeff Who?”

  1. Ásbjörn says:

    ein geggjaðasta íslenska plata hingað til

  2. solla says:

    þetta er mjög góður diskur gg að dansa við hann er hey eru þeir ekki komnir með einhverja heimasíðu ef svo er þá mundi ég setja hana þarna til hliðar
    flott viðtal

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.