• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

Franz Ferdinand – You Could Have It So Much Better

 • Birt: 10/11/2005
 • Höfundur:
 • Skoðanir: 15

Franz Ferdinand - You Could Have It So Much Better
Einkunn: 3.5
Utgafuar: 2005
Label: Sony

Ef þú ert að fara að halda partý og vantar góða tónlist – ekki láta þennan disk framhjá þér fara.

„It’s shite being Scottish, we’re the lowest of the low!“ sagði einhver, en ég verð að segja að ég er honum ósammála, í það minnsta þegar kemur að því að búa til gott grúvrokk. Franz Ferdinand eru kóngarnir og prinsarnir eru Bloc Party en það er efni í annan pistil út af fyrir sig.

Út er komin önnur plata Franz Ferdinand og er hún eins og hin fyrri stútfull af skosku eðalgrúvrokki. Ólíkt fyrri plötu þeirra leynast hér tvær ballöður sem gefa plötunni meiri fjölbreytileika. Frá fyrstu tónum „The Fallen“, drífandi gítörunum og spikfeitri bassalínunni veistu að þú ert á leiðinni í gott partý. Þegar trommurnar koma svo inn langar mann helst til að dansa og syngja með Kapranos.

Já, þeir eru hressir Franzmenn. Partýstemmningin helst í gegnum diskinn, hver slagarinn á fætur öðrum en eins og áður segir eru tvær ballöður sem gefa diskinum fjölbreytileika, sem er gott, því hver vill fara í einsleitt partý?

„Eleanor Put Your Boots On“ er lag sem fjallar um kærustu Kapranos og söngkonu Fiery Furnaces sem spiluðu einmitt á Airwaves í ár. Mér var sagt að hún hefði ekki heyrt lagið áður en diskurinn kom út og að eftir að hann var kominn út var hún að bíða eftir því að hann gæfi henni eintak. Hún má eiga það að hún er þolinmóð. Um lagið er annarsvegar það að segja að þetta er hugljúf ballaða, jafnvel ástarsöngur, og sýnir að Franz menn geta fleira en bara samið grúvrokk. Laglínan er mjög dreymin, ef hægt er að orða það þannig, og mjög ólík því sem menn kannast við frá þeim. Þetta er án vafa eitt besta lag plötunnar og gaman er að sjá að þeir geta líka samið svona lög.

Franzmenn eru samt þekktari fyrir hressu lögin sín og hér er af nógu að taka og varla hægt að tala um að þeir slái feilnótu. Strax í næsta lagi á eftir „Eleanor Put Your Boots On“ sparka þeir partýinu aftur í gang með „Well That Was Easy“ sem hefur allt sem gott partýlag þarf að hafa; trommur sem fá þig til að dansa, laglínu sem fær þig til að syngja, hraðabreytingar og ég veit ekki hvað og hvað. Af öðrum hressum lögum sem vert er að minnast á er t.d. „I’m Your Villain“ sem hefur rosalega grípandi byrjun þar sem trommurnar og gítararnir eru í nettu samspili. Um miðbik lagsins kemur fáránlega töff kafli þar sem gítarnir dynja á manni með grípandi laglínu, mjög fönkaðri,og inn í þetta er skellt einu hetjusólói og þyrlutrommum. Gerist ekki betra.

Í lokalagi plötunnar, „Outsiders“, sem er góður endir á góðu partýi, ná þeir enn einu sinni að grípa mann frá byrjun með grúvrokki sínu. Samspil gítaranna, bassans og trommanna svínvirkar svo að það er varla fyndið. Hvernig geta menn samið svona? Ég næ því ekki. Alla vega, snúum okkur aftur að dómnum. Já, lokalagið, eins ólíkt og það er „Eleanor Put Your Boots On“, er líka í þessum flokki, eitt besta lag plötunnar, svona nett rússnesk tónlistaráhrif sem leyna sér ekki, hvernig þeir radda sönginn hans Kapranos og grípandi gítarriffið sem helst í gegnum lagið koma laginu í þennan flokk, eðalstöff.

Styrkur hljómsveitarinnar er án vafa þessi hæfileiki til að finna og útsetja laglínur sem grípa þig frá fyrstu hlustun og fá þig til að vilja dansa. Það sem gæti orðið veikleiki hljómsveitarinnar er að þeir séu bara „one trick pony“ þ.e. geta ekki mikið annað en þetta. Þá er hætta á því að næstu plötur sem fylgja á eftir verði full einsleitar. Samt miðað við mjúku hliðarnar sem þeir sýna á sér á disknum virðist sem þeir lumi á ýmsu í pokahorninu og það verður gaman að sjá hvernig stíll þeirra heldur áfram að þróast á næstu plötum.

15 Athugasemdir

 1. DaC · 11/11/2005

  Er ekki dáldið ósamræmi í stjörnugjöf og efni textans? Eina sem er nefnt neikvætt er þeir séu “one trick pony” (þrátt fyrir endurteknar yfirlýsingar um aukinn fjölbreytileika í upphafi).

  ES: Hef ekki hlustað á plötuna sjálfur.

 2. Gunnar · 11/11/2005

  Sammála, 3,5 er nú helvíti dapurt fyrir þessa plötu

 3. Ari · 11/11/2005

  ég held að Óttar hafi átt við að Bloc Party séu prinsar grúvrokksins, ekki að þeir séu æði og frá Skotlandi.

  Svo minni ég á að 3,5 er á milli 3,0 (fínasta plata) og 4,0 (virkilega góð plata) skv einkunnakerfi Rjómans. Þetta er ekki eins og í skólunum þar sem 2,5 (5,0) er nær fall og allt þar fyrir neðan er hreinn hryllingur.

 4. Stígur · 11/11/2005

  Ég hefði aldrei gefið þessari plötu meira en 3,5. Líklega ekki nema 3. Plata sem fær 3,5 er góð plata, mér finnst þessi ekki mikið meira en fín.

 5. DaC · 11/11/2005

  Eins og ég segi þá hef ég ekki hlustað á plötuna, og er ekkert að gagnrýna einkunina fyrir að vera of lága eða háa, ef hún stæði ein og sér. Mér þótti hún bara ekki vera í samræmi við mjög svo jákvæðan ritdóm.

 6. Atli Sig · 11/11/2005

  Mér finnst þessi einkunn í fullkomnu samræmi við dóminn. Dómurinn er sannarlega mjög jákvæður en samt ekki það jákvæður að gagnrýnandanum finnist hér vera á ferðinni ein af plötum ársins heldur bara hin fínasta partíplata. Persónulega finnst mér eiginlega bara asnalegt að vera of örlátur á einkunnir og það er mjög góð stefna hjá Rjómanum að til að plata fái 5 stjörnur þurfi hún að vera sannkallað tímamótaverk.

 7. DaC · 11/11/2005

  Kannski alveg rétt hjá þér. Ég miða alltaf við það að einkunn sé fullkomin, og svo séu dregnir frá henni gallar og mínusar. Ekki að allir byrji á 0 og vinni sig þaðan upp. En það er svo sem ekkert síðra kerfi.

 8. Gunnar · 11/11/2005

  Drengir, eftirtaldar plötur hafa fengið 4 í einkunn:

  The Go! Team – Thunder, Lightning, Strike

  Clap Your Hands Say Yeah – Clap Your Hands Say Yeah

  Jamie Cullum – Catching Tales (!!!)

  Og svo gefið þið Franz 3.5, þið eruð á villigötum.

 9. Maggigunn · 11/11/2005

  Gunnar. Mér finnst nú þessi Franz plata vera ekkert í samanburði við CYHSY og Go! Team plöturnar.

  3.5 er að mínu mati rétt einkunn fyrir þessa plötu en það er auðvitað persónubundið.

 10. Guðjón Þorsteinsson · 12/11/2005

  ég myndi aldrei setja þessa plötu í sama flokk og CYHSY og The Go! Team eins og Maggigunn bendir á. Þessi Franz plata er bara beint framhald af fyrri plötunni, er svo sammála þessum dómi því þetta er bara partýplata og alls ekkert tímamóta verk.

  Gunnar, jamie cullum dómurinn er líka skrifaður af stelpu 🙂

  Geta Rjómamenn og konur sagt mér eitt. Er hver dómur bara skoðun einstaklingsins se mað skrifar dóminn eða er þetta skoðun heildarinnar?

 11. Óttar · 12/11/2005

  Hver dómur er skoðun þess sem skrifar. Ef um Rjómaplötu er að ræða eins og DangerDoom plötuna þá er það heildin sem skrifar sem ákvarðar einkunnina þ.e. meðaltal þeirra sem skrifa.

 12. Ari · 12/11/2005

  Ef Guðjón eða fleiri hafa rökstudda gagnrýni á annan plötudóm, t.d. Jamie Cullum, þá er þeim velkomið að skrifa athugasemd við viðeigandi dóm.

 13. Andri · 13/11/2005

  En hvað finnst ykkur um plötuna og hljómsveitina? :o)

 14. Gunnar · 13/11/2005

  ég myndi gefa þessari plötu 3.6

 15. Arnar Þór · 14/11/2005

  Ég hefði nú alveg splæst 4 á þennan disk.

  Party all the way

Leave a Reply