• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

Jeff Who? – Death Before Disco

 • Birt: 13/11/2005
 • Höfundur:
 • Skoðanir: 6

Jeff Who? - Death Before Disco
Einkunn: 3
Utgafuar: 2005
Label: Smekkleysa

Ég ætla að spila þig í tætlur!

Ég er ánægð með þróunina í íslenskri tónlistarflóru. Það er allt morandi í íslenskum hljómsveitum sem eru að gera góða hluti og sá maður þetta glöggt á nýafstaðinni Airwaveshátíð. Fullt af íslenskum hljómsveitum að spila og ég veit ekki með ykkur en þegar ég hef séð/heyrt hljómsveit spila live þá upplifi ég tónlist hennar á allt annan og betri máta sem er enda raunin með nýju Jeff Who? plötuna. Þeir eru feiknagóðir á tónleikum og ná upp svo góðri stemmningu að mér verður alltaf hugsað til þess þegar ég hlusta á þessa plötu (fer t.d. næstum því að klappa með taktinum við miðbik lagsins „The Golden Age”, átta mig svo á því að er ein fyrir framan tölvuna en ekki á tónleikum svo hætti skömmustulega við).

Death Before Disco er frumraun þeirra Jeff Who? liða. Hljómsveitarmeðlimir eru þó flestir í öðrum hljómsveitum líka. Það er víst í tísku í dag. Því fleiri hljómsveitum sem þú ert í, því svalari ertu. Þeir virðast þó hafa einhvern tíma fyrir þetta allt saman því Death Before Disco er hin fínasta plata.

Margir vilja meina að tónlistin sem þeir spila minni mikið á Franz Ferdinand. Staðreyndin er nú bara sú að þeir spila hresst rokk eins og margar hljómsveitir í dag. Ekkert endilega eins og bara Franz Ferdinand heldur allar þessar sveitir sem eru á þessari bylgjulengd. Mér finnst þeir þó koma sterkir inn með sinn eigin stíl. Öll hljóðfærin fá á einhverjum tímapunkti að láta ljós sitt skína og er ég persónulega hrifnust af bassalínunum. Þær fá að njóta sín mjög, t.d. í lögum eins og „The Golden Age” og „Bipolar Breakdown”. Síðan fæ ég alveg gæsahúð þegar Þorbjörn (hljómborðsleikari) og Elís (bassaleikari) byrja að radda eins og litlir strákar í kór, með þríundina á kristaltæru. Þetta er sérstaklega flott í laginu, „The Golden Age”. Ahhhh-in alveg rosaleg í miðkaflanum. Bjarni Lárus, aðalsöngvarinn, syngur af krafti og innlifun þótt enskan hans sé ekkert upp á marga fiska né textinn neitt innihaldsríkur. Skil ekki alltaf hvað hann er að segja. Kannski er hann líka bara að bulla stundum. Hvað veit ég?

Aðalgalli plötunnar liggur í því að hún virðist hafa verið unnin í flýti. Hljómurinn er örlítið hrár og hefði án efa verið hægt að vinna plötuna aðeins betur. Svo finnst mér líka leiðinlegt að textarnir séu ekkert spes. Mér finnst skemmtilegra að hafa fallega texta í lögum, ekki bara bull. Við fyrstu hlustun eru lögin líka voða lík en þegar maður gefur plötunni annað tækifæri fer manni að líka betur og betur við hana. Alveg hægt að dilla sér við þessa plötu.
Lögin sem standa upp úr eru að mínu mati „The Golden Age”, „Stop Wasting my Time”, titillagið „Death Before Disco” og „Barfly” . Takið sérstaklega eftir bassanum og röddununum í „The Golden Age”. Svo ég hamri á því – mjög flott. Lagið „Barfly” kemur manni í þvílíkt stuð og langar mann ekkert frekar í lok lags en syngja lalalala hástöfum með hljómsveitarmeðlimum.

Leiðinlegasta lagið, sem þeir hefðu alveg mátt sleppa, er lagið „Puppy Eyes/Success.” Tótallí boring lag fyrir utan raddanirnar í miðju laginu (og þá er ég að meina ú-in ekki lalala-in) – voða mikill diskóbragur á þessu lagi. Ekki alveg að fíla það.

Jæja, nóg um þessa plötu. Best að vinda sér að niðurlaginu. Þessa plötu ætla ég að setja oft í spilarann. Fíla hana skiljiði. Stútfull af skemmtilegum og grípandi lögum sem allir ættu að geta dillað sér við. Jeff Who? liðar eru kannski ekki beint að finna upp hjólið á ný en það geta víst ekki allir gert það.

6 Athugasemdir

 1. SunnaSweet · 15/11/2005

  Æði diskur!

 2. Krilli · 15/11/2005

  “ú-in ekki lalala-in”

  Góð umfjöllun og vel skrifuð! (Ég meina þetta í einlægni, ekki kaldhæðni.)

  Þú ert bersýnilega sjálf að skrifa, fattarðumig? Ekki með “ég-er-plötudómari, hum hum” hattinn á.

 3. Helga · 18/11/2005

  Sammála, mjög góð umfjöllun. Kannski af því að ég er frekar sammála henni líka…

 4. Halli · 29/11/2005

  Já Krilli, það er rétt hjá þér.
  Takk Sara.

 5. Katrín · 01/03/2006

  Uppgötvaði þá fyrst á tónleikum á Gauknum og hef eeelskað þá síðan. Þá hafði ég heyrt Stop Waisting my time í útvarpinu nokkrum sinnum áður og elskað það í tætlur en vissi ekkert hverjir þeir voru né neitt um þá. En á þessum tónleikum þá tóku þeir einmitt þetta lag og ég man ekki eftir að hafa fengið jafn mikinn tónlistar”fiðring” á svona giggi áður!

 6. asgeir · 13/07/2006

  sammála með þarna Succsess lagið, en mér finnst að Bob Murray eigi líka heima með Barfly,Bipolar breakdown og Death before disco……….flottur dómur samt:)

Leave a Reply