My Summer as a Salvation Soldier – Anarchists Are Hopeless Romantics

My Summer as a Salvation Soldier - Anarchists Are Hopeless Romantics
Einkunn: 2.5
Utgafuar: 2005
Label: 12 Tónar

Þrátt fyrir að þessi plata hafi hlotið góða dóma nær hún ekki til mín.

Þórir er rúmlega tvítugur strákur frá Húsavík sem vakti meðal annars athygli með yfirbreiðslu af Outkast laginu „Hey Ya“; trúbador og nokkuð góður sem slíkur. Kallar sig My Summer As A Salvation Soldier og hefur áður gefið út plötuna I Believe in This.

Ekki fyrir mig
Þrátt fyrir að þessi plata hafi hlotið góða dóma verð ég að viðurkenna að hún nær ekki til mín. Eftir talsverða hlustun er ég enn ekki hrifinn.

Platan er frekar lágstemmd, söngur og textar Þóris í forgrunni og röddin passar vel við tónlistina. Söngurinn er ekki fullkominn en gengur oftast upp.

Fjölhæfur Þórir
Hljóðfæraleikurinn er yfirleitt nokkuð góður. Þórir er fjölhæfur tónlistarmaður og er skrifaður fyrir gítar, bassa, píanói, trommum, syntha, tölvum og að sjálfsögðu söng. Ólafur Arnalds leikur einnig undir á píanó og trommur.

Lagasmíðarnar eru þokkalegar, krækja þó ekki sérstaklega í mann. Textarnir fjalla að miklu leyti um (ástar)sambönd, og oft finnst manni að Þórir gæti verið að skrifa um sjálfan sig. Fólk í messi, rifrildi, blómagjafir, samningar um frið ásamt gítarspilun og símhringingum á nóttunni eru meðal yrkisefna. Reyndar gildir það einnig um textana að þeir virka ekkert sérstaklega sterkt á mann við lestur.

Take me to the river
where I can drown my sorrows
I can fill my lungs with water
and reminisce better days.

Mikil sorg hjá ungum manni.

Á persónulegu nótunum
Bæklingurinn er persónulegur, handteiknaðar myndir eftir Fannar Örn Karlsson og skrifaðir textar. Textarnir eru reyndar ekki í sömu röð og lögin á plötunni. Hef oftar tekið eftir þessu. Samsæri?

Hugsanlega er erfitt keppa við aðra trúbadora í græjunum hjá mér, Damien Rice, Bright Eyes og fleiri, þótt Þóri sé oftar líkt við aðra kappa.

Á enn engin uppáhaldslög á plötunni. Ætli ég myndi ekki að velja „2 Minutes to Midnight“ ef ég yrði. Þar er töff hljómagangur, hljómborðið og gítarinn í byrjun spila skemmtilega saman. Eftir langan inngangskafla róast lagið og söngurinn kemur inn. Ekki fann ég þó neina tilvitnun í Iron Maiden, sem eiga lag með sama nafni.

Önnur lög í skárri kantinum gætu verið „Where Do You Go When The…“, „Gimmie Gimmie Gimmie“ og „Placebos and Plastic Knives“. Þar er aðeins meira að gerast, fleira sem krækir í mann.

Ég segi ekki að þetta sé gölluð plata en gerir voða lítið fyrir mig. Þórir er ungur og áhugaverður, strax búinn að koma út tveimur plötum. Vonum að þær verði fleiri.

…kannski er það ég, ekki þú.

19 responses to “My Summer as a Salvation Soldier – Anarchists Are Hopeless Romantics”

 1. Maggigunn says:

  Þessi plata er frábær. Gef henni 4/5!

 2. ARK says:

  Einhvern veginn nær þessa plata aldrei neinu flugi. Það er leiðinlegt því fyrri platan var svo misjöfn, bæði mjög góð lög og léleg. Á þessari plötu er þetta allt of einhæft.

  Sammála þessum dómi. Líka áhugavert að vita hvað þeim finnst svona gott við þessa plötu – þeim sem finnst hún mjög góð.

  Þetta er bara ekki nógu fjölbreytt eða spennandi. Allt of einhæft og óáhugavert.

 3. Sveinn Fr. says:

  Dómur um dóm?

  Það er efni í sérstakan vef.

  Ætla ekki að munnhöggvast hér en svara skrýtnu commenti í þetta skiptið.

  1) Ég er ekki í keppni tónlistargagnrýnenda. Einfaldlega hlusta á tónlist og deili með öðrum hvernig mér finnst hún.

  2) Hvergi í skrifum þínum kemur fram hvernig þér finnst platan.

  3) Stíllinn á ættir sínar að rekja til fréttablaðs hér í bæ. Þar vann ég í talsverðan tíma og vandist á að skrifa á þessu formi. Millifyrirsagnir brjóta upp lesmálið og gefa lesanda færi á að “anda”. Ég mun benda þeim á að stíllinn sé grunnskólalegur.

  4) Ekki gera innsláttarvillur þegar þú hæðist að ritstíl fólks.

  5) Annars þakka ég Maggagunn fyrir commentið og tek ég undir með ARK, afar áhugavert að fá að vita meira hvað fólki finnst gott við plötuna.

 4. Þórunn says:

  Vá, þetta er örugglega fyrsti neikvæði dómurinn sem ég sé um þessa plötu! Magnað. Ég nefnilega gæti ekki verið sammála. Ég skil ekki hæpið í kringum þennan mann. Ég sá hann fyrst þegar hann hitaði upp fyrir Emilíönu Torrini í sumar, og ég var farin að engjast um í sætinu. Mér fannst hann nefnilega miklu frekar þreyta mann heldur en hita mann upp fyrir tónleikana. Og einmitt… hann er að mínu mati eiginlega bara léleg stæling á þeim afbragðs tónlistarmönnum Damien Rice og Bright Eyes. Hann er bara ekki að ná þessu… Flatt og leiðinlegt. Það sem böggaði mig þó mest var að hann virtist ekki treysta sér til að syngja nema á svona 4 nótum.

 5. Þórunn says:

  Ööö… já þetta átti víst að vera “Ég nefnilega gæti ekki verið MEIRA sammála” …

 6. Þórunn says:

  Og já eitt enn:

  Hvað er málið með nafnið? Í fyrsta lagi er það fáránlega óþjált og í öðru lagi gæti það ekki verið meira rembingslega artí!

  Æj já og líka plötukoverið…

 7. Gunnar says:

  Stæling á Damien Rice? Hahaha – þið eruð æði.

 8. Stígur says:

  Sko. Þessi dómur er ekkert sérstaklega neikvæður. 2.5 er alls ekkert slæm einkunn. Kannski ekki góð – en gefur bara í skyn að platan sé sæmileg. Hvorki né.

 9. Jón Sveinn says:

  Millifyrirsagninrnar eru ekki að gera það fyrir mig heldur. Held að þú sért að taka leiðbeiningar þessa ritmiðils sem þú nefnir of alvarlega. Fjórar línur geta varla talist kafli.

  Hvers vegna vantar svona oft frumlög í setningarnar?

  Þetta eru eins og punktar eða fyrsta uppkast að dómi, algjörlega óunnið.

  Hákoni er ég því sammála að öllu leyti nema því að Biggi í Maus sé góður plötudómari, því hann er vafalaust versti plötudómari sem ég hef lesið á prenti.

 10. Þórunn says:

  “Þrátt fyrir að þessi plata hafi hlotið góða dóma verð ég að viðurkenna að hún nær ekki til mín. Eftir talsverða hlustun er ég enn ekki hrifinn.”

  Ég myndi telja þessa umfjöllun frekar neikvæða… þótt hann sé ekki að rakka hann í spað.

 11. Kiddi says:

  mér hefði fundist að innihald gagnrýninnar væri mikilvægara heldur en hvernig hún er uppsett.

  Já, mér fannst fyrri plata Þóris lofa góðu en ég er ekki hrifinn af nafnbreytingunni. Sérlega óþjált og maður gleymir þessu um leið, og platan sjálf er flöt.

  Kannski er þetta svona “difficult second album” syndróm hjá drengnum. Bíð spenntur eftir næstu. Hann hefur hæfileika þessi, þrátt fyrir feilspor.

 12. Davíð R. Gunnarsson says:

  My Summer as a Salvation Soldier er án efa eitt asnalegasta og tilgerðarlegasta nafn á einstaklingspródjekti sem ég hef séð lengi.
  Varðandi Bigga í Maus þá skil ég ekki alveg afhverju svo mörgum gúrúunum finnst hann lélegur gagnrýnandi. Legg reyndar ekkert sérstakt mat á gæði platnanna, hef sjálfur ekki hlustað á mikið af þeim en ég get ekki verið sammála því að hann sé slæmur penni.

 13. toggipop says:

  það er kannski vegna þess að téður Biggi er ansi gjarn á að gefa í skyn hvað hann sé mikill grúskari og vitringur sjálfur og hvað allir aðrir, sem nenna ekki að hlusta á “framsækin” ryksuguhljóð í græjunum, séu plebbar. Gagnrýnin hans inniheldur ansi oft tilgangslausar setningar sem virðast frekar til þess fallnar að gera honum hátt undir höfði, en nokkurntímann að segja manni eitthvað um innihald plötunnar sem hann er að dæma. Ég persónulega hef oft fengið aumingjahroll við að lesa dómana hans og þá sérstaklega þegar hann reynir að koma því á framfæri hvað hann sé mikil tilfinningavera. Hef stundum velt því fyrir mér hvort hann sé að reyna að höstla með þessum dómum, einhverskonar einkamáladálkur í dulargervi. “Tilfinninganæmur og tilgerðarlegur tónlistargrúskari lýsir eftir indí stelpu sem hefur þolinmæði fyrir væli og snobbi…helst með hár undir höndunum”

 14. Ágúst says:

  Hvernig væri að leyfa gagnrýnendunum bara að hafa sýnar skoðanir í friði og leyfa honum að nota sinn stíl? Kom on.
  Ég get svo sem alveg verið sammála því að Bigga-stíllinn sé slæmur en ég finn samt enga þörf hjá mér til að segja honum það. Mér finnst það bara alveg eins og honum finnst það ekki.

  Og btw. þá er þessi plata hans Þóris stórlega ofmetin. Hefði mátt fá 1 mín vegna…

 15. Almar says:

  Jebús.

  Þórir er alls ekki líkur Damien Rice. Mér persónulega finnst þessi plata alveg yndisleg og þau lög sem standa uppúr eru Placebos and plastic knifes, Two lefts dont make a right og Stagedives and highfives. Þegar ég hlusta á þessa plötu drekk ég alveg í mig einlægnina frá Þóri. Það er eins og hann loki sig alveg allstaðar annarsstaðar en opni sig svo í tónlistinni. Það gefur lögunum persónuleika.

  Varðandi nafnið My Summer as a Salvation Soldier, þá verð ég að segja mínu persónulegu skoðun á því. Mér finnst það frábært. Það er frekar grípandi og flott ásýnis, það versta við það er að það svolítill tungubrjótur.

  Hápunkt vantar að vísu á plötuna, en það er bara því að uppröðunin á lögunum er ekki þannig uppstillt. Þrátt fyrir þetta hápunktsleysi virkar hún mjög heilsteypt á mig.

  ..og hvað er málið með uppstillinguna í þessari gagnrýni? G-L-A-T-A-Ð

 16. Addi says:

  Ég ætla nú ekki að taka þátt í því að gagnrýna dóminn hérna. En einhver spurði hvað það væri sem fólk fílaði svona mikið við Þóri. Ég skal svara fyrir mig:

  Þórir er einlægur, svo einlægur að manni finnst nánast óþægilegt að hlusta á lögin hans. Það er stundum eins og maður horfi inn í einkalíf hans. Það er það sem mér finnst svo sérstakt við tónlistina hans.

  Platan er vissulega lágstemmd og mér finnst það kostur. Allt andrúmsloftið yfir henni er frekar lágstemmt. Það er einfaldlega pælingin með plötunni, að ég held.

  Mér finnst alveg út í hött að segja að hann sé misheppnuð útgáfa af Bright Eyes og Damien Rice. Finnst það einfaldlega ekki meika sens.

  Mér finnst My summer as a salvation soldier mjög töff nafn. Hann tók það meðal annars upp, því hann spilar stundum með hljómsveit, og þá er kannski dáldið bjánalegt að kynna þrjá aðila sem Þóri. Auk þess held ég að hann hafi upphaflega kallað sig My summer… en gert fyrri plötuna undir nafninu Þórir. Já og eitt enn, þegar plötunni var dreift erlendis var oft talað um hann sem Hórir eða Pórir. My summer… hentar betur fyrir útlendinga.

  Ég viðurkenni fúslega að Þórir er annað hvort gaur sem þú nærð eða ekki. En nú hafiði heyrt mína skoðun á þessu.

 17. Andr'es says:

  Meikar nú alveg sens að segja að hann sæki eitthvað til Bright Eyes. Enda segir Þórir sjálfur um Bright Eyes “Þessi kappi breytti ótrúlega mikklu fyrir mig tónlistarlega séð. Í gegnum hann komst ég inní allskonar kántrí og þjóðlagatónlist og á þessvegna alltaf sérstakann sess í hjarta mínu. Svo semur hann líka bara flott lög og virkilega flotta texta.”

  Mér fannst fyrri platan misjafnari en náði hærra þar sem hún reis hæst.

 18. Almar says:

  Jahh, hann fílar Dropdead. Það er frekar taktlaust, hratt og hrátt.

  Samt heyrist það ekkert sérstaklega mikið í tónlistinni.

 19. Maggigunn says:

  Ég heyri nú greinilega smá Bright Eyes í tónlist Þóris (þó meira á nýju plötunni).

  Ég er sammála Adda varðandi einlægnina. Finnst þessi plata virkilega góð. Ég er einnig sammála því að þetta nafn sem Þóri valdi sér er ekki nógu skemmtilegt og svo að lokum er ég sammála því að Biggi í Maus er ekki góður plötugagnrýnandi.

  Ég man að einu sinni þá náði hann að troða á einhvern óskiljalegan og langsóttan hátt eitthvað tengt Maus inn í dóminn .

  Seinn að svara, ég veit.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.