• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

The Boy Least Likely To – The Best Party Ever

 • Birt: 21/12/2005
 • Höfundur:
 • Skoðanir: 5

The Boy Least Likely To - The Best Party Ever
Einkunn: 3
Utgafuar: 2005
Label: Too Young To Die

Er The Boy Least Least Likely To eins og jóga?

„Þessi er nú frekar Barða í Hvellgenginu – legur“ er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hlusta á The Boy Least Likely To – þvílík gríðarleg heppni þar á ferðinni. Gott ef hann heitir ekkki bara Ólafur í raunveruleikanum. En já, hann er svona einyrki og hlýtur sá litli og hressi garður sem hann yrkir að vera vel snyrtur því þetta er gott stöff. Barnsleg einlægni og einskær gleði lita allt eins og risastór rauður crayon waxlitur. Hann hefur einnig þessa aðeins fjarrænu týpu af röddu eins og Barði.

Sumir fítusar í lögum The Boy Least Likely To eru einfaldir og hressir, t.d. er mikið af sílafón í gegnum alla plötuna, meðal annnars á „Be Gentle With Me,” „Fur Soft As Fur” og „Warm Panda Cola” – rokk klapp klapp í „This Town Is Full Of Monsters” og í „Warm Panda Kola” og svona rigg rigg hljóðfæri. Eina sem vantar er dúú – úúú hljóðfæri sem er með handfangi neðst (man ekkert hvað það heitir, vonandi hafið þið hugmynd hvað ég er að bulla).

Textarnir eru líka einfeldningslegir og fjalla m.a. um hvernig hann velur mat til að borða, hvað hann sér þegar hnn lokar augunum og hvað hann sé feginn að hann stofnaði hljómsveit. Stundum fer ég að halda að Boy Least Likely To hafi jafnvel notað aðeins of mikið af skrítna tóbakinu við gerð plötunnar því ruglið sem vellur upp úr honum stundum (og það yfirleitt síendurtekið) er í hæsta máta fjarstæðukennt.

Eins og áður hefur verið sagt þá er þetta beisikk stöff, en þetta gengur samt upp því að strákurinn gerir þetta allt svo einlægt að það er ómögulegt að hrífast ekki með. Þetta er jafnvel svona Júlli – af hverju ekki – eða Einar áttavillti (og hans upptökuteymi) plata, nema þessi bara gekk upp. Allur bragur á plötunni er mjög lo-fi og einyrkjalegur. Þessi plata sýnir að tónlist þarf ekki að vera flókin né erfið til að ganga upp – hvorki lög né textar.

Stundum fer Boy Least Likely To yfir strikið í leit sinni að einfaldleikanum; eins og í laginu „Monsters“ og „I’m Glad I Hitched My Wagon to Your Apple Star“ en undir lokin er ég við það að verða tjúllaður á sömu textalínunni aftur og aftur. Svo passar t.d. lagið „The Battle of the Boy Least Likely To“ ekki alveg því það er of alvörukennt og er manni þá kippt út úr þessari súkkulaðirúsínuveröld og aftur í gráan hafragrautsheiminn. Svona gerir maður ekki – það má ekki byggja svona vel upp til að kippa svo undir manni stoðunum.

Best Party Ever er því skemmtileg og nauðsynleg tilbreyting frá útflúri og tilgerð sem virðist vera í tísku í dag (Illinois hans Sufjan Stevens flýgur í hugann). Af og til þarf að hreinsa hugann og núllstilla með hressri og einfaldri músík – svona eins og jóga fyrir sálina.

5 Athugasemdir

 1. Sævar · 21/12/2005

  Frábær síða, æðislegt framtak. En ég er að spá í hversu oft þið rúllið plötunum og á hve löngum tíma til að þið teljið ykkur vera dómbær á viðkomandi plötu?

 2. Stígur · 21/12/2005

  Það er nú ekkert einhlítt. Maður rennir þeim auðvitað a.m.k. þrisvar-fjórum sinnum í gegn en sumar þurfa mikið meiri yfirlegu. Ég mundi segja að maður sé dómbær bara um leið og maður er tilbúinn til að mynda sér skoðun. Ef það gerist eftir eina hlustun þá er ekkert að því, en það gerist nú eiginlega aldrei.

 3. Davíð · 21/12/2005

  Persónulega þarf að hafa verið með plötuna í viku sirka (hversu mikil hlustun sem það svo verður) til að verða dómbær.

 4. Arnar · 21/12/2005

  Yndisleg cover á þessum disk.

 5. Benni · 23/12/2005

  Sufjan tilgerðarlegur hvað? Uss.

  Ég finn þig í fjöru félagi.

Leave a Reply