Ég – Plata ársins

Ég - Plata ársins
Einkunn: 3
Utgafuar: 2005
Label: Skeytin Inn

Er Plata ársins plata ársins?

Ég hef fylgst með hljómsveitinni Ég síðan að platan þeirra Skemmtileg lög kom út árið 2002 og aldrei skilið afhverju hljómsveitin hefur ekki náð almannahylli, grípandi popp/rokk höfðar til okkar flestra.

Nokkur lög á fyrstu plötu sveitarinnar fengu mikla spilun á Rás 2 og lagið Geitungarnir mínir var þekkt hjá húsmæðrum út um allt land svo mikið var það spilað. Samt náði hljómsveitin aldrei því að verða almannaeign og aldrei voru strákarnir í bandinu kallaðir strákarnir okkar. Forsprakki sveitinnar, Róbert Örn Hjálmtýsson sér til þess með stór skemmtilegri framkomu sinni að augun í salnum eru á honum og var ég ekki viss hvernig hann myndi koma út á geisladisk.

Á tónleikum heyrir maður lítið hvað Róbert er að syngja sökum þess hve hann syngur hátt uppi og að lítil nett hljóðkerfi á Grand Rokk taka ekki tillit til þess en á plötunni fær Róbert að njóta sín og skemmtilegir textar hans koma í ljós. Í laginu „Eiður Smári Guðjohnsen“ getur maður ekki annað en brosað þegar að Róbert syngur mæðulega „viltu finna mig ég er týndur, ég hef ekki fengið boltann í fimm mínutur / ég var með hann áðan og sólaði fjóra“ því alltaf sér maður Eið Smára fyrir sér á vellinum að syngja þetta fyrir félaga sína í Chelsea.

Og fyrst að Eiður Smári er nefndur að þá er auðvitað skylda að segja frá því að hann er útgefandi plötunnar en Eiður og Róbert Örn eru æskuvinir. Þetta er fyrsta platan sem útgáfufyrirtæki Eiðs Smára gefur út.

Leynivopn hljómsveitarinnar er án efa Baldur Sívertsen Bjarnason, gítarleikari sem er án nokkurs vafa einhver mesta gítarhetja Íslands í dag. Þið vitið bara ekki af því ennþá, munið bara hvar þið lásuð það.

Þetta er skemmtileg plata en með nafngiftinni á plötunni var boginn kannski spenntur full hátt því Ég liðar spila svolítið lík lög í gegnum alla plötuna þannig að þetta verður allt að einu lagi. Eins og ég er mikið fyrir gítarhetjur að þá treysta lögin kannski full mikið á að Baldur hleypi þeim í hæstu hæðir með æstum sólóum sem svo koma kannski ekki eða falla í þá gryfju að vera of mikil og of löng, það er miður. Lögin Evrópukeppnin og Eiður Smári Guðjohnsen eru samt lög sem eiga heima í mikilli spilun á öllum útvarpsstöðum og ættu sem flestir að kaupa sér Plötu ársins hreinlega bara útaf þessum tveimur lögum.

Plata ársins með hljómsveitinni Ég er ekki plata ársins en þetta er skemmtilegasta plata ársins.

9 responses to “Ég – Plata ársins”

 1. Arnar says:

  Það sem ég hef heyrt af þessari plötu er ekkert nema gott.
  Verð að kíkja betur á hana.

 2. Dagur says:

  Jamm mjög fín plata nema alltof mörg lög! Hvað eru þau? 20 eða? Virkilega fín plata en hún verður einhvernveginn ekki nógu heilsteypt með svona mörgum lögum…

 3. Stígur says:

  Fíla þetta fáránlega vel.

 4. bió says:

  Það er ekker til sem heitir of löng gítarsóló.

 5. Maggigunn says:

  Þessir gaurar voru líka langbestir á airwaves.

 6. Snilld.net says:

  “Plata ársins með hljómsveitinni Ég er ekki plata ársins”….. Þetta er setning ársins! Mér finnst að Robbi ætti að endurskíra sveitina “Ég er ekki plata ársins”

 7. Anna María says:

  ég er ekki að fíla þá.

 8. Axel says:

  geðveik plata…. þeir væru örugglega með því vinsælara ef þeir væru ekki djók.. skrítið hvað allir hafa fordóma gagvart svona böndum með djókíhöfum….

 9. Mér fannst Skemmtileg lög ótrúlega góð plata og hlustaði á hana þangað til geislinn skein í gegnum diskinn í tækinu. Hins vegar náði þessi aldrei almennilegri hylli hjá mér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.