Tónleikar og klaki

Tónleikar og klaki

Óskir fyrir 2006

Hr. Örlygur, Austur-Þýskaland, RR, Plan B, Kári Sturluson, Cotton Kadevers og allir hinir: Heyr mína bæn.
Eftir mörg mögur ár þar sem Ísland var ekki hluti af Evróputúr neinnar hljómsveitar þá er gósentíð gengin í garð. Þökk sé Sykurmolunum, Björk, Sigur Rós, dirty weekend Flugleiða, fjölmörgum tónleikahöldurum, Egilshöll, þenslu í atvinnulífinu og fleiri þátta þá getum við tónleikaþyrstu skerbúar hlakkað til einhvers annars en að Status Quo „trylli“ lýðinn.

Prodigy komu fyrst, svo Fu-gees og Skunk Anansie, svo brast flóðgarðurinn þegar David Bowie, Pulp og Björk spiluðu öll í sömu vikunni. Allir vildu koma því það þótti hippogkúl að kíkja til Íslands þótt það gæfi kannski ekki mikið af sér.

Síðustu tvö ár eru búin að vera sérstaklega viðburðarík. Árið 2005 mættu (meðal annarra):

Í höllunum og krikanum:
Duran Duran
Queens of the Stone Age
Foo Fighters
Iron Maiden
Franz Ferdinand
Snoop Doggy Dogg
White Stripes
Alice Cooper
Deep Purple
Robert Plant
Michael Bolton (?)

Airwaves:
Ratatat
Clap Your Hands Say Yeah
Arcitechture in Helsinki
Fiery Furnaces
Juliette and the Licks
Annie
Junior Senior
The Zutons
Zoot Woman
Jose Gonzales
200

Nasa:
Antony and the Johnsons (og tvisvar í Fríkirkjunni)
Megadeath
Patti Smith
Sonic Youth

Innipúkinn:
Blonde Redhead
Cat Powers
Johnathan Richman
Raveonettes

Þá er ótaldir stórtónleikar Sigur Rósar í Höllinni, en mikil gróska er hjá íslenskum böndum yfir höfuð. Til dæmis voru tónleikar Apparat, Hermigervli og Gus Gus með betri tónleikum á Airwaves. Oft er hægt að fara á marga gæðatónleika í hverri viku og gefa Íslendingarnir útlendingunum lítið eftir – enda ekki vanir því. Nú er svo statt að gæðin eru það mikil að ekki þýðir að flytja inn hvaða sora sem er og búast við roksölu bara því það er útlenskt og exótískt.

Ég var svo heppinn sjá flest af þessu. Topp fimm tónleikar ársins af því sem ég sá var:

1. Ratatat (Nasa á Airwaves)
2. Gus Gus (Nasa á Airwaves)
3. Antony and the Johnsons (Fríkirkjan, fyrri tónleikar)
4. Queens of the Stone Age (Egilshöll)
5. White Stripes (Laugardalshöll)

Ég sá hvorki Sigur Rós né Franz Ferdinand. Ég býst við að þeir tónleikar hefðu blandað sér í toppslaginn.

Ég fór í „cold turkey“ eftir síðasta kvöldið á Airwaves eftir stöðugan unaðshroll í marga klukkutíma. Endorfínbirgðir heilans voru gengnar til þurrðar og þurfti alveg viku í að jafna mig og komast yfir að Airwaves væri búið.

Spennandi verður að sjá hvort að 2006 verði eins skemmtilegt og hressandi. Ég leyfi mér koma með eftirfarandi óskalista yfir tónleika sem ég vildi sjá 2006:

1. Arcade Fire
2. Wolf Parade
3. New Pornographers
4. System of a Down
5. The Streets
6. Sufjan Stevens
7. Black Rebel Motorcycle Club
8. Paul McCartney
9. Dj Dangermouse og hver sem er
10. Belle & Sebastian
11. Animal Collective
12. U2
13. Múm
14. Kings of Leon
15. Arctic Monkeys
16. Art Brut
17. LCD Soundsystem
18. Electric Eel Shock
19. Bright Eyes
20. Coldplay

Hr. Örlygur, Austur-Þýskaland, RR, Plan B, Kári Sturluson, Cotton Kadavers og allir hinir: Heyr mína bæn.

3 responses to “Tónleikar og klaki”

 1. Binni Frenzy says:

  9. Dj Dangermouse og hver sem er

  Dj Dangermouse og MF Doom, þeir gáfu út plötu saman á síðasta ári og saman kölluðu þeir sig DangerDoom. Fínasta plata, og ekki af verri kantinum þessir kauðar. Diskurinn hét “The mouse and the mask”

  takk fyrir

 2. Stígur says:

  Jújú. Við dæmdum einmitt þessa plötu í nóvember…

 3. Reynzi says:

  sammála um bright eyes, væri til í að sjá hann!!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.