• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

Don Lennon – Routine

 • Birt: 09/02/2006
 • Höfundur:
 • Skoðanir: 3

Don Lennon - Routine
Einkunn: 3
Utgafuar: 2005
Label: Secretly Canadian

Nafnið er ekki grípandi, coverið er einfalt, allt að því leiðinlegt og nafnið öskrar: Kannski er ég skyldur John! En af hverju hefur þessi plata ekki farið úr spilun í iPodnum mínum?

Fyrir nánast algera tilviljun heyrði ég lag með Don Lennon. Einfalt, sætt og með fyndnum texta. Þegar það var búið hlustaði ég á það aftur, og svo aftur og einu sinni enn. Lagið var létt og textinn var sniðugur, stand-up gaur að fara yfir show-ið sitt. Það var eitthvað heillandi við það.

Ég dauðleitaði að upplýsingum um manninn. Heimasíða hans bauð ekki upp á mikið. Rétt aðeins um hverja og eina plötu. Google-leit bar smá árangur, en ekki nægum til þess að sefja þorsta mínum um manninn.

Eftir að hafa downloadað nýjustu plötu Don, Routine, og hlustað á hana nokkrum sinnum hugsaði ég með mér: Af hverju hef ég aldrei heyrt um manninn áður? Hann spilar indie-friendly tónlist sem hljómar eins og Magnetic Fields eða Belle & Sebastian, syngur af einlægni sem minnir á Jonathan Richman og er fyndinn, án þess þó að fylla mann ógeði eftir fyrstu hlustun.

Lögin fjalla um einfalda hluti: horfa á Saturday Night Live, minningarþátt eftir dauða John Ritter, ferð til útlanda. Það er einmitt þessi einfeldni sem gerir hana svona heillandi. Don segir okkur frá lífi sínu í fyrstu persónu, án þess þó að segja of mikið og verða fráhrindandi. Það er engin óþarfa sjálfsþegni hér á ferð. Að hlusta á þessa plötu er svoldið eins og að horfa á þátt af Seinfeld, fjallar ekki um neitt, en er ógurlega skemmtilegur.

Á þriðju plötu sinni, Downtown, féll Don í þá gryfju að reyna vera of fyndinn, eitt lag sem gerir grín af Dave Matthews Band er alveg nóg, en tvö er aðeins of mikið. En hér er hann strangari við sjálfan sig, og bætir það plötuna heilmikið.

Ef þið nennið að grúska í leit af þessari plötu, er það þess vel þess virði. Þetta er ekki tónlist sem breytir heiminum, þetta er ekki tónlist sem verður vinsæl en þetta er tónlist sem er yndislega skemmtileg.

3 Athugasemdir

 1. Davíð Kr · 14/02/2006

  Stundum les maður dóm um plötu sem maður þekkir ekki en langar til að hlusta á eftir lesturinn. Það gerðist núna, fínn dómur – hlakka til að hlusta

 2. Albert · 16/02/2006

  Ertu að grínast Ari. Fyrsta lagið um Dave Matthews var sprenghlægilegt, en það toppaði allt jarðneskt þegar tvem lögum seinna kom annað lag um meistara Dave Matthews. Ég ætlaði ekki að hætta að flissa í strætó.

  kjánalegt.

  En annars góður og sanngjarn dómur um ljúfa, skemmtilega og þægilega plötu.

 3. albert · 16/02/2006

  p.s. talandi ekki um lagið um Lenny Kravitz…hahaha

Leave a Reply