Jakobínarína

Jakobínarína

Strákarnir í Jakobínarínu í stuttu spjalli

Þeir eru nýfermdir. Þeir dansa. Þeir eru Jakobínarína.
Rjóminn: Hvernig hófst samstarfið hjá ykkur í Jakobínurínu?

Sigurður: Við vorum saman í skóla

Rjóminn: Í hvaða skóla voruð þið?

Gunnar: Áslandsskóla, við erum allir úr Áslandi og þar hófst mikill vinskapur meðal meðlima og þá stofnuðum við hljómsveit, bara að leika okkur.

Rjóminn: Hver átti hugmyndina bak við nafnið og er einhver sérstök ástæða fyrir því?

Hallberg: Já, ég samdi sögu þar sem aðalpersónan hét Jakobínarína Freyr. Bara kúl nafn sko.

Rjóminn: Og þá ákváðuð þið bara að hafa það?

Gunnar: Já þetta var bara svona flýtiferðagert og svo héldum við þessu bara.

Rjóminn: Eru einhverjir áhrifavaldar eða einhverjir sérstakir sem þið hlustið á núna?

Gunnar: Já Immortal, Wu-Tang Clan og hérna Beethoven… Neinei, ókei – Futureheads.

Hallberg: Arcade Fire.

Gunnar: Já og Cure, Bítlarnir, fullt af dóti. Þegar maður er tónlistaráhugamaður hlustar maður á svo mikið þar sem þetta blandast bara allt.

Rjóminn: Sviðsframkoman hefur vakið mikla athygli, hvaðan kemur þessi sviðskraftur?

Hallberg: Við gerum það sem aðrir þora ekki.

Gunnar: Við bara höfum gaman af þessu, er það ekki? Nennum ekki að standa bara kyrrir.

Rjóminn: Gunnar, þar sem þú ert aðalsöngvarinn í Jakobínarínu, semur þú þína eigin texta eða gera það allir saman?

Gunnar: Ég sem bara.

Rjóminn: Er einhver boðskapur í þessu, einhver skilaboð eða er þetta byggt á reynslu?

Gunnar: Bara einhverjir hlutir sem eru að plaga mann eða einhverjir hlutir sem maður hugsar um held ég.

Rjóminn: Frá því að fyrsta lagið ykkar fór í spilun, „I’ve Got a Date with My Television”, hefur tónlistin þróast meira frá þeim tíma – þótt þetta sé nú frekar stuttur tími.

Hallberg: Jájá, hún er alltaf að þróast sko.

Gunnar: Áður en það kom í útvarp var alveg langt, langt síðan að við sömdum það. Það var bara fyrir Músíktilraunir einthvern tímann í mars eða febrúar, tónlistin er alltaf að þróast hjá okkur.

Hallberg: Það var samt miklu hægara á Músíktilraunum.

Gunnar: Við erum orðnir miklu hraðari.

Hallberg: Svo fórum við bara að dansa og allt varð miklu hraðara.

Rjóminn: Við hverju megum við búast á nýju plötunni, er það í rólegri kantinum eða danskantinum?

Hallberg: Ég held að það sé næstum því allt í sama tempóinu.

Gunnar: Já allt mjög upbeat shit, þetta er bara plata til þess að dansa við.

Rjóminn: Ef þið mættuð breyta einum hlut í íslensku tónlistarlífi, hvað myndi það vera?

Gunnar: Hmmm, veit það ekki, nei bara ekkert. Þetta er allt rosalega skemmtilegt.

Rjóminn: Ég tók eftir því að þið hafið verið að leika í auglýsingum, má búast við því meira í framtíðinni?

Gunnar: Já við höfum verið í einni auglýsingu.

Rjóminn: Já ókei, en eitthvað meira af því?

Gunnar: Já, gæti alveg verið bara ef það er ekkert asnalegt. Við ætlum ekkert að vera að selja okkur út á hverjum degi. Mér finnst samt allt í lagi að leika í auglýsingum ef það er ekki eitthvað alveg glatað.

Rjóminn: Eru til Jakobínarínu grúppíur?

Gunnar: Fer eftir giggum sko.

Hallberg: Ein hérna [bendir á vinkonu sína og hlær].

Rjóminn: Þið unnu Músíktilraunir, fenguð plötusamning hjá 12 tónum, hituðu upp fyrir White Stripes og spiluðuð svo á Icleandic Airwaves, er það Live 8 næst?

Gunnar: Það er South by Southwest í Texas.

Rjóminn: Þannig þið eruð alveg að plana að fara út að spila?

Gunnar: Já í næsta mánuði, mars, þá spilum við í Texas

Hallberg: Spilum alveg á fimm til sex tónleikum.

Sigurður: Já verðum bara úti í nokkra daga og spilum alla dagana örugglega.

Rjóminn: Og hafið þið einhvern tímann áður spilað úti?

Allir: Nei.

Gunnar: Það er náttúrlega frekar erfitt þegar þrír meðlimir eru ennþá í tíunda bekk. En við eigum örugglega eftir að spila fullt úti, það er í bígerð, möguleg smáskífa hjá Rough Trade. Þess vegna verða örugglega haldnir einhverjir tónleikar í kring um það.

Rjóminn: Það er einmitt orðið á götunni, að þið séuð að fara að skrifa undir samning hjá þeim. Eitthvað sem þið viljið segja um það?

Gunnar: Við eigum bara eftir að heyra í þeim meira. Við erum búnir að taka upp lögin, svo heyrum við í þeim hljóðið bráðum.

Rjóminn: Eitthvað að lokum sem þið viljið bæta við?

Hallberg: Heimir biður að heilsa viðtalinu

Ljúkum viðtalinu með þessum orðum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.