• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

RASS – Andstaða

 • Birt: 19/02/2006
 • Höfundur:
 • Skoðanir: 5

RASS - Andstaða
Einkunn: 2.5
Utgafuar: 2005
Label: Smekkleysa

…þetta öskrar bóksalinn eins og það verði enginn morgundagur nema við hellum bensíni yfir kvótakerfið á stundinni og berum eld að. Alvöru pönk.

Sem gömlum HAM aðdáanda hefur mér alltaf fundist að mér beri skylda til að kaupa plötur með þessum frábæru rokkurum. Þannig leynast meðal annars plötur með Olympíu, Apparat, og jafnvel Reif í Staurinn uppi í hillu, ásamt fleirum. Og alltaf er nú frekar gaman að þessu.

RASS inniheldur þrjá HAMara, Óttarr Proppé, bóksalann geðþekka, Adda trommara og S. Björn Blöndal. Auk þeirra eru Guðni Finnson og Þorgeir Guðmundsson í bandinu. Þá eiga Jóhann Jóhannsson og Flosi Þorgeirsson þátt í plötunni, báðir fyrrum HAMarar.

Þið sjáið því hversvegna ég verð að minnast á þetta. Hugsanlega finnst RASS liðum samanburður við HAM leiðinlegur, en fyrir mér er HAM tenging ávísun á gæði.

Bandið spilar pjúra hrátt pönk og til marks um það er platan tekin upp á aðeins tveimur dögum. Hrátt er orð dagsins og þeim tekst vel upp í því. Merkilegt reyndar að þarna eru úrvals hljófæraleikarar á ferð, en maður hélt einhvern veginn að maður mætti varla kunna á hljóðfæri til að ná þessu hráa pönk sándi.

Textarnir eru sumir hverjir í pólitískari kantinum, enda heitir platan Andstaða. Gott dæmi um slíkt er sennilega mest spilaða lag plötunnar “Burt með kvótann”, sem er algjör snilld. Ég er búinn að vera með þessa línu á heilanum svo dögum skiptir:

“Burt með kvótann,
burt með kvótann,
burt með kvótann,
burt með helvítis kvótann.”

Þetta öskrar bóksalinn eins og það verði enginn morgundagur nema við hellum bensíni yfir kvótakerfið á stundinni og berum eld að. Alvöru pönk.

Einnig má nefna “Kárahnjúka”, sem dæmi um gott lag af plötunni sem inniheldur jafnframt létt skilaboð til landans.

Fyrir þá sem langar að öskra pönk eru ekki aðeins textarnir í bæklingnum heldur gítargripin líka. Mjög töff.

Eins mikið og ég fíla þessa kappa, sérlega gaman að sjá þá spila lifandi, þá bara nær pönkið sem stefna bara ákveðið langt í mínum huga. Svona ekta pönk eins og RASS leikur. Þarna er ákveðinn ómengaður frumkraftur á ferðinni, en það verður að segjast að það var lítið um tónlistarleg afrek sem komu út úr pönkinu.

Andstaða er fín pönkplata og ekki síst sniðug, en ég veit ekki hvort hún verður sérstaklega mikið tekin úr plássinu sínu í hillunni, við hliðina á Olympíu.

5 Athugasemdir

 1. ammarolli · 19/02/2006

  nú er ég aftur ósammála þrátt fyrir að þetta sé góður dómur myndi ég setja 3 – 4 á þessa plötu

 2. Jonni · 19/02/2006

  Að taka fyrir plötu eins og þessa krefst ákveðnar kunnáttu og hér ber gagnrýnanda að taka fyrir hlutina í sínu skýrasta ljósi. Það tekkst Sveini ágætlega en eins og hann bendir svo réttilega á þá er allt rétt gert en hann kann ekki alveg að meta það en mér finnst það ekki eiga að koma niður á einkunn heldur á Rass að fá betri lokaniðurstöðu fyrir að skila hlutunum jafnvel frá sér og raun ber vitni. Hér er ekkert nýtt á ferðinni eins og kemur fram enda ekki tilgangurinn með gerð plötunnar en Rass gera allt 100% og ekkert kjaftæði. Í mínum huga á þessi diskur á fá einkunn á borð við 4 – 4.5. Það eina sem er virkilega að er að diskurinn er aðeins of langur.

 3. Sveinn · 19/02/2006

  Það kemur kannski ekki nægilega vel fram en sem pönkplötu gef ég Andstöðu hiklaust 4,5.

  Í samhengi við allt annað fær hún 2,5 sem er milli “Fínasta plata” og “Sæmileg en gölluð plata”. Alls ekki vond plata, heldur ansi góð.

  Hinsvegar er mikið til í því hjá Jonna að kannski set ég pönkið skör neðar en margt annað, eitthvað sem aðdáendur pönks sem stefnu vilja ekki skrifa undir. Eflaust myndu margir þeirra vilja gefa henni fullt hús.

  Við getum þó verið sammála um að þetta liggur í eyra hlustandans.

  Og Andstaða sparkar vissulega í Rass.

 4. hrafninn · 25/02/2006

  fer saman að gefa plötunni 2,5 og segja samt að hún sé snilld?

 5. Alex · 25/02/2006

  Lesa betur! Hann segir að lagið “Burt með kvótann” sé snilld, ekki platan.

Leave a Reply