• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

Supergrass – Road to Rouen

 • Birt: 02/03/2006
 • Höfundur:
 • Skoðanir: 4

Supergrass - Road to Rouen
Einkunn: 3
Utgafuar: 2005
Label: Parlophone

Ungæðislegi krafturinn sem var einkennismerki Supergrass er að sverfast af þeim enda kannski ekki furða þar sem þeir hafa verið yfir 10 ár í þessum bransa.

I Should Coco er plata sem er í miklum metum hjá mér. Seinni plötur Supergrass náðu ekki að skora jafnhátt en þó voru lög inn á milli á þeim sem voru virkilega góð. Þegar þeir gáfu út Supergrass is 10: Best of 94-04, sem ég mæli hiklaust með, minntu þeir mig aftur á sig. Hversu „góðir” þeir geta verið og nýju lögin tvö lofuðu góðu. Sérstaklega „Kiss of Life“.

Það leið þónokkur tími frá útgáfu plötunnar og þangað til ég heyrði hana fyrst. Smáskífurnar heyrði ég og fílaði vel en aldrei lét ég verða af því að tjekka betur á þessu vitandi samt hversu góð þessi hljómsveit getur verið. Það var ekki fyrr en ég heyrði aðra smáskífu plötunnar „Fin“ að ég ákvað að kýla á þetta og tjekka hvað þeir hefðu fram að færa í þetta skiptið.

Mín fyrstu viðbrögð við þessari plötu eru að hérna eru komnir þroskaðri einstaklingar sem geta samið bæði mjög góð róleg lög sem og fjörugri. Það er gott sambland af þessum tveimur stílum og platan hefur ágætis heildarsvip, einungis eitt lag sem hefði algjörlega mátt missa sín „Coffee in the Pot“. Það gerir ekkert fyrir þessa plötu – eitthvað bossanova instrumental sull sem brýtur upp svip plötunnar.

Það eru nokkur lög sem bera af. „St. Petersburg“, sem var fyrsta smáskífan er með takti sem veldur því að mig langar til að dansa eins og Björk í danskafla „It´s Oh So Quiet“ myndbandsins. Annars er lagið mjög gott. Flott píanólag með austantjalds áhrifum (viðeigandi útaf nafninu) og flottum strengjum. „Tales of Endurance (Part 4, 5 & 6)“ er upphafslag plötunnar og byrjar hægt og rólega með blúsaðri kassagítarlínu, fönkí bassalínu og grípandi píanóspili. Lagið er mjög þroskað miðað við þeirra fyrri verk, sem einkenndust oft af ungæðislegu pönk rokki og þeim ferst það vel úr hendi. Að lokum ætla ég að minnast á perlu plötunnar og, að ég held, aðra smáskífu hennar, „Fin“. Lagið er mjög mínimalískt (áhrif rafrænu trommanna sem eru í laginu) með ótrúlega flottri laglínu og dreymandi söng.

Ungæðislegi krafturinn sem var einkennismerki Supergrass er að sverfast af þeim enda kannski ekki furða þar sem þeir hafa verið yfir 10 ár í þessum bransa. Þeir mega þó eiga það að þeir geta enn búið til virkilega flott og grípandi lög.

4 Athugasemdir

 1. Arnar · 03/03/2006

  Fín plata, afskaplega sammála öllu þarna.

  Tales of Endurance er frábært lag.

 2. Kiddi · 03/03/2006

  ég hef ekki haft ánægjuna að heyra þennan grip en coverið er það allra flottasta sem ég hef séð í mörg ár í hljómplötubransanum.

 3. Atli Sig · 03/03/2006

  Ég er ekki alveg sammála því að seinni plötur Supergrass skori ekki jafn hátt og I Should Coco. Mér finnst In It For The Money vera algjör snilld og engu síðri en I Should Coco, jafnvel betri! Næstu tvær eru ekki eins góðar en samt helvíti öflugar og skemmtilegar. Þessi nýjasta er örugglega þeirra sísta en samt mjög fín. Low C finnst mér vera besta lagið á henni.

  Og já, coverið er töff.

 4. AmmaRolli · 03/03/2006

  Mjög góð plata og sérstaklega Tales Of Endurance enda fann ég það strax að það væri snilldar lag.

Leave a Reply