• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Topp 10:

  • Birt: 10/03/2006
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Topp 10:

Tónlistarhátíðir 2006

Við erum ekki að tala um Atlavík, Eyjar eða Uxa.
Tónlistarhátíðir eru kjölfesta í lífi tónlistarnörda. Þá er ég ekki að tala um þjóðhátíð, Atlavík eða Uxa. Hérna eru nokkrar sem standa vafalaust fyrir sínu sumarið 2006.

10. Pinkpop [3. – 5. júní]
Voðalega sæt og fín hátíð í Hollandi. Meðal staðfestra stórlistamanna eru Anouk, Franz Ferdinand, Placebo og Tool þannig að þetta gæti verið fín upphitun fyrir Hróarskeldu. Þarna má búast við öllum helstu böndunum sem túra evrópskar hátíðir í sumar. Hollendingar eru voða líbó og hressir. Af hverju ekki?

9. Fuji Rock Festival [28. – 30. júlí]
Ef þú vilt fara langt þá er þetta algjörlega málið. Þú sérð örugglega vel yfir hópinn verandi hár og spengilegur Íslendingur. Kostar ekki nema 39.800 jen. Liggur ekki alveg fyrir hverjir verða á hátíðinni í sumar en í fyrra stóðu Foo Fighters upp úr.

8. Sweden Rock [8. – 10. júní]
Ekki alveg mitt en kannski þitt stöff. Whitesnake, Deep Purple, Dragonforce og Bonfire mæta til svíþjóðar og gamaldagsþungarokka eins og þeir eigi lífið að leysa. Alvöru stöff fyrir alvöru rokkhunda sem vilja rokk, rokk og rokk. Þarna veistu hvað þú færð. Ekkert þarna fyrir krúttin – ja nema kannski breikka sjóndeildarhringinnn.

7. Exit [6. – 9. júlí]
Sérlega vel pródúseruð hátíð í Serbíu. Allir í stuði við Dóná. Höfuðvígi þessarar 150.000 manna hátíðar, þar af um 15.000 útlendingar er Petrovaradin virkið. Er ekki dáldið töff að hafa virki? Þarna mæta stór nöfn. Í fyrra voru til dæmis White Stripes, Garbage og fatboy slim á svæðinu. Spenanndi að sjá hverjir mæta í ár. Hvað er betra en Serbía í júlí?

6. Iceland Airwaves [18. – 22. október]
Þó það sé gaman að tjalda í útlöndum er engin ástæða til að vanrækja íslenska æsku og þrótt þeirra dugmiklu drengja sem að Airwaves hátíðinni standa. Í fyrra kvörtuðu margir undan röðunum og án efa verða þau mál öll leyst á þessu ári. Hátíðin var þó algjöri brilli frá mínum bæjardyrum séð og án efa sjáum við frábær íslensk bönd, engu líka stemningu í bænum og ný og heit bönd að utan. Engar stórstjörnur takk – bara stjörnur næsta árs.

5. Coachella [29. – 30. apríl]
Í eyðimörkinni í Kalíforníu er alltaf stuð. Sigur Rós er eitt af “næst stærstu” böndunum á plaggatinu og aðeins Depeche Mode og Tool eru með stærra letri. Það segir okkur hversu töff þetta er. Fullt af böndum úr evrópsku indíkreðsunni eins og Zutons og the Go! Team auk stórbanda að vestan eins og Scissor Sisters, My morning Jacket. Eitthvað fyrir alla. Ég meina James Blunt er meira að segja þarna. Frábær hátíð. Þarna geturðu heilsað evrópsku hetjunum á labbinu því þeir eru ekki ennþá orðnir stórir í Ameríku. Coachella er töff og Coachella er 29. og 30. apríl.

4. T in the Park [8. – 9. júlí]
Í miðju Skotlandi fer fram sérlega öflug tveggja daga hátíð sem er svo spegluð í Írlandi á Oxegen sömu helgi. Í ár fer hún fram 8. og 9. júlí. Hér er vondur matur, ófrítt fólk og ekkert sérlega gott veður eitthvað sem má gera ráð fyrir. Ótrúlegt en satt nær lænöppið alltaf að vinna það upp og vel það. Miðarnir seldist upp á klukkutíma í ár þannig að það er ekki mikill séns að fá miða. Hafa náð því að vera einhver best skipaða stóra hátíðin undanfarin ár og í ár eru meðal annars Red Hot Chili Peppers. Já og T-ið í T in the Park er bjórtegund. Maður kemst mjög fljótt að því þegar komið er á staðinn.

3. Benícassím [20. – 23. júlí]
Krúttkynslóðin hefur átt heimavöll á Spáni á Benícassím hvert ár. Múm voru þarna meira að segja um árið og Belle & Sebastian eru uppáhaldið. Spennandi tónlist í góðu veðri. Farnir að flagga Franz Ferdinand og Depeche Mode en hátíðin fer fram 20-23. júlí í sumar.

2. Bonnaroo [16. – 18. júní]
Ekki fyrsta hátíðin sem manni dettur í hug en klárlega ein af þeim sem er mest spennandi. Í Manchester Tennessee þann 16. til 18. júní í sumar verða meðal annars Radiohead, Beck, Brick Eyes, Ben Folds, My Morning Jacket, Cat Power, Gomez, Stephen Malkmus, Claph Your Hands.., Devendra Banhart, Dungen, Andrew Bird og Magic Numbers. Á ég að halda áfram? Allt er mjög fagmannlega unnið hjá þeim, heimasíðan mjög góð og upplýsingar allar til fyrirmyndar. Á livebannoroo.com er til dæmis hægt að fylgjast með stuðinu í fyrra, til dæmis My Morning Jacket tónleikunum. Frábært!

1. Hróarskelda [29. júní – 2. júlí]
Þarna erum við á heimavelli. Danirnir kunna þetta allt, framkvæmdin til fyrirmyndar og maturinn betri en á öllum öðrum hátíðum. Ef að líkum lætur verður Sigur rós á staðnum og ætti það að vera nóg. Ef ekki þá ættu rapphundar að sjá Kanye West og The Streets og rokkararnir Tool. Stóru nöfnin hafa enn ekki sést mörg hver en samkvæmt Gaffa mæta Flaming Lips, Dylan og Morrissey (tveir síðarnefndu eru nú staðfestir). Maður verður að vonast eftir Radiohead en getur yljað sér við Franz Ferdinand, Placebo eða aðra. Veðrið hefur oft verið gott annaðhvert ár – nú verður sú regla brotin. Gott veður verður í Danmörku 29. júní til 2. júlí. Ég mæti!

Annað spennandi: V festival, Reading, Sasquatch, Glastonbury, Langerado (byrjar á morgun), Bestival, Reykjavik Rocks, Isle of Wight, Rock am Ring og svo frv.

Tenglar:
Festivalwise.com
Gigwise.com
Festivalfinder.com

Leave a Reply