The Bad Plus

The Bad Plus

Tónleikaumfjöllun 01/03/06

Hress tónlist, góð spilamennska og fíflaskapur.
Það var ekki að ástæðulausu að ég fór á tónleika með The Bad Plus um daginn. Orðspor fyrir hressa tónlist, góða spilamennsku og fíflaskap er eitthvað sem nöfn þeirra eru tengd við. Síðast en ekki síst koma þeir við á Íslandi þann 12. mars (á morgun) á leiðinni til Bandaríkjanna. Nú geta lesendur fengið forsmekkinn af því hverju þeir mega eiga von á, geti þeir ennþá nælt sér í miða.

The Bad Plus er að þeirra sögn svokallað “power jazz trio” eða kraftpíanótríó. Þeir spila vissulega engan Bill Evans píanódjass en þeir eru alls hæfir og svissa jafnt milli tónlistarstíla og –stefna. Ekki er langt í húmorinn, því þeir troða inní lögin sín tilvitnunum í kunnug lög og fremja ýmsar tæknibrellur.

Drengirnir í tríóinu mættu afslappaðir upp á svið fyrir framan troðfullan sal af fólki og hófu leik. Ekki leið á löngu þar til þeir tóku Bond-lag og voru satt að segja að spila rokk. Bassaleikarinn Reid Anderson kynnti af og til lögin og útskýrði langsótta og kjánalega forsögu þeirra. Trommuleikarinn David King dró jafnóðum upp úr pokahorninu sínu fleiri og fleiri framandi hluti til að berja á, án þess að við tækjum sérstaklega eftir því. Skemmtileg fíflalæti. Píanóleikarinn Ethan Iverson leiddist út í afskaplega “out” spil eins og hann væri á öðrum stað á öðrum tíma. Það er alltaf eitthvað að gerast hjá köllunum í The Bad Plus sem nær athyglinni. Hugurinn minn átti allavega í mestu erfiðleikum með að reika í burtu. Óreglulegir oddtime taktar viljandi í bland við gamlar klisjur, spastískur stíll í bland við lummudillið, allt spiluðu þeir fullkomlega samstilltir. Drengirnir hafa spilað saman svo lengi að þeir geta varla talist einstaklingar lengur. Þeir eru þríeyki þrenningarinnar. Eitt lokaatriði tónleikana var nánast eins og töfraatriði.. svo ískyggilega og hrikalega samstilltir voru þeir.

The Bad Plus spiluðu eigin lög í bland við kóverlög sem þeir tóku algjörlega upp á sína arma. Ég gat ekki stillt mér um bros (eða móðursýkislegan hlátur) þegar þeir tóku “Chariots of Fire”, með milliköflum à la Ornette Coleman. En þeir sýndu líka alvarlegu og mjúku hliðina með fallegum frumsömdum lögum í líkingu við E.S.T. Eins og áður hefur komið fram eru þeir alls vísir og alls færir. Þetta er með betri tónleikum sem ég hef yfirleitt farið á. Hlakka bara til að sjá þá næst.

Frábært band, frábærir tónleikar. Næliði ykkur í miða á midi.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.