• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

Topp 10:

 • Birt: 24/03/2006
 • Höfundur:
 • Skoðanir: 23

Topp 10:

Sætustu indístelpurnar

Koddí sleik!
Með hækkandi sól birtast býflugurnar og þær leita í blómin. Hér er engin niðurstaða eftir mikla og dýra rannsókn heldur léttur og nettur listi yfir tíu sætustu indístelpurnar. Seinna mun koma listi yfir tíu sætustu indístrákana gerður af einhverjum sem er betur að sér en ég í slíkum fræðum. Auðvitað má lengi deila um það hvaða stelpur ættu að vera á þessum lista og hverjar ekki en þetta er listinn minn og ég ræð.

Feminístar smelli hér.

Krafan til sætu indí stelpnanna er einföld. Þær skulu vera sætar og þær skulu vera einhvers metnar í tónlistinni. Britney Spears er því skilin eftir við dyrnar, hún er hvorugt.

10. Alison Mosshart

Það eru fáar stelpur í rokkinu jafn svalar og Alison Mosshart. Hún er í dúóinu The Kills og spilar kynþokkafullt og skítugt pönk rokk. Ég held hreinlega að hún geti lamið mig svo svöl er hún

9. Nina Persson

Ninu Persson úr sænsku hljómsveitinni The Cardigans þekkja flestir. Sveitin hefur verið það lengi að störfum að andlit Ninu er brennt í himnurnar á okkur flestum, strákunum þá sérstaklega. Fyrst kom hún fram sem sæta saklausa ljóshærða stelpan (týpiskur svíi) en svo umbreyttist hún í svölu hörðu stelpuna. Nina er sæt.

8. Eleanor Friedberger

Eleanor put those boots back on segir Alex Kapranos kærastinn hennar Eleanor eflaust. Mig varðar ekkert um það því að Alex er svarinn óvinur minn. Við ræddum þetta þegar að Eleanor kom að spila á Airwaves, hún gæti ekkert gert fyrr en Alex væri útúr myndinni. Hún keypti ekki þau rök mín að hann væri bara hraðahindrun sem þyrfti að fræsa. Eleanor er í Fiery Furnaces.

7. Emiliana Torrini

Frá því að Emiliana steig fyrst fram með Spoon árið 1994 hefur það verið á hreinu að Emiliana syngur ekki bara vel heldur að hún sé líka sæt. Ég gleymi seint að ónefndur vinur minn fór oft að sjá hana í Hárinu því að þar voru allir naktir. Nóg um það.

6. Lisa Hannigan

Á meðan að allar stelpurnar á Nasa störðu á litla álfinn Damien Rice að þá störðu allir strákarnir á Lisu Hannigan. Lisa syngur eins og engill en er sætari en þeir. Næst vil ég að Lisa verði framar á sviðinu en Damien, hann má bíða við barinn. Við erum upptekin.

5. Mathangi „Maya“ Arulpragasam

Við sem þekkjum hana köllum hana bara M.I.A. Það er einfaldara. M.I.A. gaf út plötuna Arular við ótrúlegar viðtökur, henni var skellt á topp lista (ekki ósvipuðum þessum) út um allt yfir bestu plötur ársins og einnig var hún tilnefnd til Mercury verðlaunanna. Svo toppar hún sjálfa sig með því að enda hér á þessum lista.

4. Au Revoir Simone

New York stúlkurnar í Au Revoir Simone eru ekki bara gullfallegar heldur líka stórskemmtilegar. Undirritaður og Ari Tómasson fengu að kynnast því á Iceland Airwaves og það er alveg á hreinu að það var mikið neistaflug á milli okkar. Það fannst okkur allaveganna. Mér dettur ekki í hug að gera upp á milli þeirra á þessum lista, þær verða hér sem ein heild.

3. Abi Harding

Hoppandi og skoppandi um sviðið í stuttum kjól með slíkt vald á saxafóni að maður hræddist hana á sama tíma og maður dáðist að henni. Abi Harding er í Manchester Liverpool sveitinni The Zutons og það væri óskandi að meðlimir The Happy Mondays (síðar Black Grape) og Oasis væru með einhvern innan sinna raða sem svipaði eitthvað til hennar Abi. Uss hvað er hún flott.

2. Katrina Kerns

Sufjan Stevens átti bestu plötu ársins að mati Rjómans á síðasta ári. Katrina Kerns spilar á xylofón með Sufjan og nær því miður ekki toppnum í ár. Hún er samt alveg rosalega sæt og er fyrrum Ford módel, hún er þessi dýrari týpa. Ég hefði getað sett einhverja kléna setningu hér þar sem ég myndi koma fellibylnum Katrinu inní þetta en ég ákvað að sleppa því. Meira af Katrinu, minna af Sufjan. Hann verður sprungin á limminu áður en hann verður hálfnaður með fylkin en Katrina verður áfram sæt.

1. Jenny Lewis

Í raun var þetta engin keppni í mínum huga. Jenny Lewis er sú allra sætasta í tónlistinni í dag. Hún er sætari en Shakira, Charlotte Church og hvað þessar stelpur heita nú allar. Hún er líka óendanlega svöl og í hinni frábæru Rilo Kiley. Svo leggur hún einnig sitt á vogaskálarnar hjá Postal Service sem er bara plús í kladdann. Jenny Lewis er því án nokkurs vafa sætasta indístelpan í heiminum í dag.

Sérstaka tilnefningu fær svo Antony Hegarty, söngvari Tony og Typpalinganna. Hann yrði eflaust ánægðastur með að vera hér. Ekki vill maður styggja hann því ég vil fá aðra tónleika.

Myndir af yngismeyjunum í einhverju formi má sjá hér

23 Athugasemdir

 1. Arnar · 24/03/2006

  Sætur listi!

 2. Kiddi · 24/03/2006

  ég hló upphátt þegar ég las um Emilíu.

  So true.. so true…

 3. Brynjar · 24/03/2006

  hahaha snilldarlisti. Sniðugt að hafa svona nett klikkaða lista á föstudögum.

 4. Ragna · 24/03/2006

  Ég rétt vona að trommarinn í Jakobínurínu verði á hinum listanum. Hann er of hot!

 5. Atli Sig · 24/03/2006

  Hvar er Joanna Newsom?

 6. Gummi Jóh · 24/03/2006

  Atli Sig:
  Joanna var í 11-15 sæti.

  Ari:
  Það eru þúsundir stelpna á Norðurlöndum sem líta nákvæmlega eins út og Annie. Ekki mikið fútt þar.

 7. Ari · 24/03/2006

  tja, eins og segir í skilgreiningunni í byrjun greinarinnar; “Þær skulu vera sætar og þær skulu vera einhvers metnar í tónlistinni” – veit nú ekki um þúsundir gella í skandinavíu sem eru jafnöflugar og hún – og sætar í þokkabót.

  Mér finnst hún sætari en Nina Persson td

 8. Gummi Jóh · 24/03/2006

  Nina bæði í Cardigans og í A Camp er betri en eina plata Annie með þetta Heartbeat lag , restin er miðlungs hjá stúlkunni.

 9. Hildur Maral · 24/03/2006

  Ég er enginn strákur, en Kazu ætti samt að vera þarna já! Hún er einfaldlega of töff. Ég er til í Topp 10 indístráka 😀

 10. Árni Viðar · 25/03/2006

  og þessi grein kemur tónlist við á hvaða hátt? helv. póserar…

 11. Egill Viðarsson · 25/03/2006

  hvar í fjandanum er Chan Marshall????

  sussussuss….

 12. Beggi · 25/03/2006

  Á föstudögum er tilvalið að brjóta formið aðeins upp og vera með léttmeti.

  Það má aldrei vera langt í húmorinn krakkar.

 13. Atli · 27/03/2006

  Dökkhærða stelpan í The Pipettes slær þeim samt öllum við. Mjög sæt og hress.

 14. Binni · 27/03/2006

  Hér vantar Hope Sandoval…eða er ég bara svona gamall? 😛

 15. elmar · 27/03/2006

  skemmtilegur listi, en hérna er The Zutions ekki frá Liverpool??

 16. Gummi Jóh · 27/03/2006

  Auðvitað eru Zutons frá Liverpool. Fávitaskapur í mér! Ég meira að segja talaði fullt um enska boltann við gítarleikarann þegar ég tók viðtal við hann á Airwaves… ég, fáviti.

 17. elmar · 27/03/2006

  nahhh, það er nú ekki mín reynsla af þér að þú sért fáviti, bara pínu utan við þig stundum.

 18. Steini · 29/03/2006

  Hey, hvað með hana Kristínu í múm?

 19. Bjöggi · 29/05/2006

  Hvar er Leslie Feist?

 20. Pétur · 21/06/2006

  Telst Karen O ekki til indístelpna? Því hún er eitt það kynþokkafyllsta sem ég hef borið augum.

 21. Mási · 21/06/2006

  Konan hans Mark E. Smith úr The Fall, Eleni Polou finnst mér vera ein heitasta og svalasta gellan í bransanum. Nina Persson er ekki svo langt frá en missir nokkur stig fyrir að keðjureykja.

 22. Elísabet "Bóbó" · 27/06/2006

  Já..sammála fólki hér að ofan.

  Það vantar:

  Karen O. – Hún er of töff
  Joanna Newsom – Hún er svoo mikið krútt
  Chan Marshall – Ofboðslega sæt með sviðskrekkinn sinn
  Katrínu – Mammútstúlkan er með flott lúkk

  Svo voru ekki allar stelpur að horfa á Damien Rice. Ég er alveg viss um að ófáar lesbíur líti frekar á Lisu Hannigan (count me in).

  Annars nokkuð sátt með Jenny Lewis..

 23. EKM · 04/12/2007

  Þótt seint sé… þá vantar Taryn Manning þarna, söngkonan í Boomkat og Nina Persson á skilið að vera ofar á þessum lista.

Leave a Reply