• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

Airwaves 2006:

 • Birt: 01/04/2006
 • Höfundur:
 • Skoðanir: 3

Airwaves 2006:

Fyrstu nöfnin komin

Fyrstu tíðindin eru komin af Airwaves 2006. Byrjar svo sannarlega vel.

Fyrstu Airwaves nöfnin eru komin inn á síðuna. Ekki er hægt að segja annað en að þetta byrji vel. Hæst ber að Wolf Parade (Rjómadómur 4/5) hafa boðað komu sína en þeir voru einmitt í öðru sæti á óskalista Rjómans um hljómsveitir til Íslands árið 2006 sem við birtum um daginn.

Önnur stór nöfn sem mæta til leiks eru bresku gæjarnir í Kaiser Chiefs (Rjómadómur 2,5/5) og Svíalingarnir í Love is All (Rjómadómur 2,5/5). Til viðbótar má nefna hina sænsku Jenny Wilson og Brazilian Girls frá Frakklandi og Bandaríkjunum sem ég veit ekki neitt um.

Íslensku nöfnin sem eru komin upp eru flest kunnugleg frá síðustu hátíð. Apparat Organ Quartet átti stórleik í Hafnarhúsinu í fyrra og koma aftur. Benni Hemm Hemm (Rjómadómur 3/5) og Jakobínarína spiluðu í allt of litlum Grand Rokk en voru að mínum dómi ein eftirminnilegustu atriðin í fyrra. Munu væntanlega fá eflaust stærri sess í ár. Til viðbótar eru komin á listann Dr. Spock (Rjómadómur 3,5/5), Ghostigital (Rjómadómur 1,5/5), Hermigervill (Rjómadómur 2,5/5), Hjálmar (Rjómadómur 3,5/5), Kalli úr Without Gravity, Leaves, Mr. Silla, Mugison(Rjómadómur 3,5/5), Mammút, Reykjavik! og Sign.

Þetta er allt á réttri leið. Við minnum bara aftur á óskalista Rjómans um hljómsveitir til Íslands árið 2006.

Góða skemmtun á Airwaves 2006 18. – 22. október 2006.!

3 Athugasemdir

 1. Arnar Þór · 02/04/2006

  Ég verð að reyna að smygla mér inn á Airwaves í ár. Helvítis aldurstakmark!

 2. Daníel · 03/04/2006

  Jamm þetta byrjar vel, engin spurning þar á ferð. Hef farið núnan seinustu þrjú ár, en verð að segja, að það að hafi verið fremst á Ratatat í fyrra var hápunkturinn fyrir mér af Airwaves.

  Það verður mjög gaman að sjá Kaiser Chiefs, namminamm

 3. Iðunn · 03/07/2006

  hvað er aldurstakmarkið ?

Leave a Reply