• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

Topp 10:

 • Birt: 01/05/2006
 • Höfundur:
 • Skoðanir: 15

Topp 10:

Internettól fyrir músíklúða

Tíu ómetanleg tæki í leitinni að næstu uppáhaldshljómsveit.

Eftirfarandi heimasíður og forrit hjálpuðu mínum innri músíklúða að blómstra. Ég vona að þetta verði ykkar lúða að e-u gagni.

1. last.fm

Þegar farið er inn á last.fm þá þarf að skrá sig og hlaða niður forriti sem telur í hvert skipti sem lag er spilað. „Er það allur galdurinn?” gæti e-r spurt og vísað í að iTunes er með svipaða fúnksjón innbyggða í sitt forrit. Fyrst um sinn gerist voða lítið annað en eftir c.a. viku af spilamennsku og talningu þá byrja undursamlegir hlutir að gerast. Heimasíðan mælir mann út sem notanda, ber saman mismunandi notendur og mælir með hljómsveitum sem, miðað við svipaða notendur, maður „ætti” að vera að hlusta á. Dæmi: Segjum að e-r sem hlusti reglulega á The Kinks og Rolling Stones en hafi aldrei heyrt minnst á Bítlana þá yrði mælt með þeim. Síðan gengur út á mátt og megin fjöldans. 197.586 aðdáendur The Postal Service geta ekki haft rangt fyrir sér.

Margt annað er sniðugt og skemmtilegt á last.fm. Hægt er að skoða lista yfir mest spiluðu lögin hjá hverjum listamanni fyrir sig, mest spiluðu lögin og listamenn á last.fm yfirhöfuð, mest spiluðu lögin og listamenn hjá hverjum notanda, lagabrot hjá flestum listamönnum og margt fleira.

2. pandora.com

Ef last.fm er organíska leiðin til að finna nýjar hljómsveitir, þá er pandora.com sú klíníska. Hér er hverju einasta lagi (og þau skipta hundruðum þúsunda í gagnagrunninum þeirra) gefið einkunn á mismunandi sviðum; t.d. uppbygging, taktur, söngur, hljóðfall o.s.fr.v. – í allt að 400 þætti. Hér er nóg að slá inn lag eða listamann og um leið er búin til útvarpsstöð sem er með lögum sem svipa til þess sem þú baðst um. Þannig ætti að vera auðvelt að finna nýtt og geðveikt efni einfaldlega með því að slá inn það sem er í uppáhaldi þessa dagana.

Gallinn við pandora.com er að aldrei er hægt að hlusta aftur á lag svo að ef maður er sérstaklega hrifinn af e-u þá þarf að leita annarra leiða til að hlusta á það aftur.

3. radioblogclub.com

Radioblogclub.com virkar þannig að notendur hlaða upp lista af lögum og um leið gera þá aðgengilega á netinu. Hér er ágætt úrval af lögum má hlusta á þau eins oft og hugurinn girnist en ekki er hægt að hlaða því niður. Því er einkar gott að nota radioblogclub.com með last.fm. Grunnurinn er samt ekki nærri nógu góður ennþá því oft eru ekki til lögin sem leitað er að svo um er að gera að taka þátt og bæta sínum lögum í sarpinn.

4. Podcast

Allir þekkja iTjúnes frá Apple, ekki satt? Innbyggður í það ágæta forrit er Podcast fítusinn. Podcast er eins konar útvarpsþáttur sem er hægt að gerast áskrifandi að þá hleðst hann sjálfkrafa inn á tölvuna með reglulegu millibili. Góð leið til að finna það allra nýjasta í sínum tónlistargeirum. Einnig eru til Podcast fyrir kennslu, umræðuþætti, veður og ég veit ekki hvað og hvað o.s.fr.v.

5. myspace.com

Nú orðið eiga allir og langömmusystur þeirra mæspeis-síður svo óþarfi er að fara nánar út í þær. Þótt þið nennið ekki að taka þátt í hópknúsinu sem mæspeis er þá er synd að missa af allri músíkinni. Mæspeis er smekkfullt af góðri og nýrri tónlist – annað hvort á síðum vinanna sem neimdroppa hljómsveitir til að monta sig af góðan tónlistarsmekk sínum eða ný bönd sem adda hverjum sem er til að breiða út boðskapinn.

6. hype.non-standard.net

Hype machine (eins og heimasíðan hype.non-standard.net kallast) er leitarsíða sem safnar efni af helstu mp3bloggunum á netinu og sýnir einnig nýjustu færslur. Frábær staður til að finna það allra nýjasta og alls konar rímix, kóver, bootlegs osfrv.

7. kexp.org

Hér má finna helling af upptökum af tónleikum með helling af hljómsveitum. Eðalstöff.

8. metacritic.com

Gagnrýnissíður eru eins mismunandi og þær eru margar en hér er tekið vegið meðaltal af dómum þeirra helstu og einnig dómum úr völdum prentmiðlum. Ef plata fær toppeinkunn á metacritic.com þá er nokk víst að hún sé framúrskarandi.

9. allmusic.com og wikipedia.org

Hér er nær endalaus uppspretta upplýsinga um hljómsveitir. Auðvelt er að missa sig í nörraskap og mælt er með því.

10. emusic.com og tonlist.is

Emusic er besti vefurinn fyrir kaup á erlendum lögum og tonlist.is fyrir kaup á íslenskum lögum.

Nú halda ykkur engin bönd. Farið og finnið bönd. Góð bönd.

15 Athugasemdir

 1. Halldór · 01/05/2006

  Ég held að internetlúða status minn hafi hækkað andskoti mikið við að fá þennan lista í hendurnar

 2. Maggigunn · 01/05/2006

  Ég hef komið við á nær öllum þessum síðum á mínu internetsörfi. Spurning hvort það sé eitthvað sem maður ætti að hafa áhyggjur af.

 3. Ari Gunnar · 01/05/2006

  mæli líka með hinu gríðarstóra safni tónleikaupptaka á síðu útvarpstöðvarinnar http://www.kcrw.com

 4. Andri · 01/05/2006

  Hæ. Varðandi Podcast, hef alltaf pælt í þessu. Ég er núna á þessari stundu að reyna að redda mér svona Podcast í gegnum iTunes Music Store, er það rétt? Ég er allavega ekki kominn inn í þetta Music Store, stoppaði bara.
  Ég klikka á Podcast og þá er þetta bara playlist.
  Það sem ég er að reyna spurja; Hvað á ég að gera til þess að komast inná þetta, fer ég inná Music Store eða fer ég inná netið og leita af þessu?

 5. ég · 01/05/2006

  ég elska hype.non-standard.net út af lífinu!! Snilldar síða!!

 6. ég · 01/05/2006

  ég aftur, ég var að dl last.fm fyrir nokkuð síðan, og það virkaði ekki, hvað er Proxy settings? :S

 7. Gummi Jóh · 01/05/2006

  ég:
  Ef þú ert með sítengingu heima hjá þér áttu ekki að setja neitt í proxy stillingarnar. Þær eiga bara að vera tómar.

  Ef þú ert í skóla eða vinnu að gera þetta að þá gætirðu þurft að setja proxy.

  Sérð það t.d í Internet Explorer undir Tools- Options – Connection og undir proxy þar.

  Andri:
  Itunes ætti að ná í podcastið fyrir þig. Það fer undir Podcasts í spássíunni vinstra megin og updeitast og þá áttu að geta hlusta. Já þetta lítur út eins og playlisti. Bara playlisti sem að einhver annar bjó til handa þér.

  Fyrir Office aðdáendur mæli ég með podcastinu hans Ricky Gervais, það er snilld.

 8. ég · 01/05/2006

  takk fyrir þetta Gummi Jóh, en þetta virkar ekki ennþá, ég er með sítengingu heima hjá mér

 9. Gummi Jóh · 01/05/2006

  ég:
  Lestu þetta… örugglega farið yfir vandamálið þitt þarna, það er ef þú ert að nota iscrobbler fyrir itunes á windows vél.
  http://xurble.org/about/iScrobblerforWindowsFAQ.php

 10. Sævar Már · 01/05/2006

  Frábært framlag. Áfram Ari!

 11. Ari Gunnar · 02/05/2006

  fyrir kvikmyndalúða er podcastið Cinecast alger snilld.

  http://www.podcastalley.com er mjög góð síða um podcast. ekki er nauðsynlegt að fara í gegnum iTunes til þess að ná sér í Podcast, hægt er að gera það í gegnum önnur forrit

 12. Oddur Snær Magnússon · 02/05/2006

  við skilum ekki gleyma klassíkernum discogs.com

 13. Halli · 18/05/2006

  Oh Pandora! How I love thee.

 14. Eggert Steinsen · 26/05/2006

  http://www.fabchannel.com er lika toluverd snilld.. fullt af tonleikum med alskonar vitleysingum.. tekid upp a einhverjum tonleikastodum i hollandi

Leave a Reply