Magga Stína – Magga Stína syngur Megas

Magga Stína - Magga Stína syngur Megas
Einkunn: 3.5
Utgafuar: 2006
Label: Bjartur

Magga Stína flytur Meistarans verk.

Megasarlög komu um árið þar sem valinkunnir andans menn sungu lög meistarans. Þar söng Magga Stína „Aðeins eina nótt“ og syngur hér lagið að nýju ásamt tíu öðrum, nýjum og gömlum. Það var þó ekki lagið sem fékk Íslendinga til að kveikja á því hversu gaman er að hlusta á Möggu Stínu flytja lög Megasar.

Í fyrravor á afmælistónleikum meistarans söng Magga Stína „Fílahirðirinn frá Súrín“. Eftir komu í spjallþátt þjóðarinnar syngjandi lagið urðu kaflaskil. „Fílahirðirinn frá Súrín“ varð magnaðasti ástarsöngur þjóðarinnar. Öllum líkaði lagið, ömmur og indíhundar féll í stafi í einu vetfangi. Hvort eð þetta var ekki mest spilaða lag ársins á Rás 2 í fyrra og eftir þetta þekkti þjóðin það vart í flutningi Megasar.

Nú fyrir jólin kom tvær „coverplötur“ með lögum meistarans. Annars vegar sé sem hér um ræðir, Magga Stína syngur Megas og hins vegar Pældu í því sem pælandi er í þar sem úrval listamanna tekur lög Megasar með sínu nefi. Að auki er verið að endurgefa slatta af meistaraverkum í nýjum glæsilegum geisladiskaútgáfum.

Það má því með sanni segja að auðvelt sé að halda Megasarjól í ár. Listin að syngja Megas er ekki bein leið og greið. Það sannast mjög á plötunum tveimur. Það þarf að skilja textann, túlka hann, tengjast laginu og bæta einhverju við það.

Bestu coverútgáfurnar eru viðbætur við gömlu lögin, jafnvel næstum ný lög. Til dæmis fær „Hurt“ með Johnny Cash nýja merkingu, enginn hugsar um níunda áratuginn í „Mad World“ í greipum Gary Jules. Eins hægt að nefna alþekktari klassíkera eins og „With a little help from my friend“ Cockers eða „Hallelujah“ Buckley/Cale. Þarna er styrkurinn í ábreiðunum. Tíminn leiðir svo í ljós hvort „Fílahirðirinn“ kemst í þennan meistaraflokka ábreiðanna.

Sannast sagna nær Magga Stína þessu. Vottar Megasi virðingu sína í flutningnum en bætir um leið við, er ekki hrædd við að kanna nýjar lendur. Áðurnefndur „Fílahirðir…“ er augljós hápunktur eins er eitt nýju laganna, „Óskin“ ansi spennandi í flutningu Möggu Stínu. Megasaraðdáendur geta óhræddir hlustað á Möggu Stínu og hina fimu meðreiðarsveina hennar. Þar eru enda engir aukvisar á ferð. Á plötunni leika auk Möggu Stínu þeir Kristinn Árnason, Þórður Högnason, Hörður Bragason Popp, Matthías Hemstock og Kormákur Geirharðsson og gera það vel eins og við mátti búast.

Eins og siður góðra platna í þessum dúr þá bætir hún við en tekur ekki frá. Færir lögunum flestum hverjum nýja vídd. Stundum freistast maður þó til að smella upprunalegri útgáfu í spilaranum og rifja upp. Já þetta hljómaði svona. Einmitt! Það er hálfur sigur. Heill sigur öðlast með sjálfstæðri tilvist þessa flutnings Möggu Stínu og félaga. Þegar best lætur hér hugsar maður ekki um Megas heldur Möggu Stínu.

Framsögnin Möggu Stínu er sérstök en sérlega skýr. Útsetningar eru snyrtilegar en ekki yfirþyrmandi eða ákveðnar. Ljúfar í raun. Söngurinn, textarnir og lagið fá að njóta sín.

Þessi jólin geta Megasaraðdáendur, og aðdáendur Möggu Stínu einnig, óhræddir pantað þennan fína disk í jólapakkann. Um leið má endilega lauma endurútgefnum Meistaranum í leiðinni. Þá verður enginn svikinn.

One response to “Magga Stína – Magga Stína syngur Megas”

  1. Birgir O says:

    Mætti svo sem alveg bæta við Thunder road í flutningi Bonnie prince billy og tortoise í eitt af bestu coverlögunum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.