• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

MÚLINN jazzklúbbur vorið 2007

 • Birt: 02/03/2007
 • Höfundur:
 • Skoðanir: 1

MÚLINN jazzklúbbur vorið 2007

Frábær fimmtudagskvöld í vændum á DOMO

Jóel Pálsson, Ahmad Jamal og Michael Brecker tribjút, Latínsveit Tómasar, blússveit Kristjönu, fusion, djass, rokk ofl. ofl. á DOMO Bar öll fimmtudagskvöld fram í júní.
Múlinn birti nýlega tónleikaröð sína fyrir vorið 2007 sem nær fram í júnímánuð. Vorönnin byrjaði ekki illa, því viðkunnalegi danski trommuleikarinn Alex Riel spilaði ásamt sveit sinni á tveimur tónleikum seinustu helgi fyrir troðfullu húsi. Miðstöð Múlans verður þetta starfsárið á DOMO Bar að Þingholtsstræti 5. Allir tónleikar eru á fimmtudagskvöldum, nema annað sé tekið fram, og byrja stundvíslega kl. 21.

Undirrituð hvetur lesendur til að kíkja á tónleika Múlans því lítið kostar inn, staðurinn er afskaplega huggulegur og það er fátt betra á fimmtudagskvöldum en bjórdreytill og frábær tónlist beint í æð. Hér að neðan birtist tónleikadagskráin svo að hægt sé að taka kvöldin frá þá og þegar.

Tónleikaröð Múlans vor 2007

1. mars      Gítartríó Jóns Páls
Ásgeir J. Ásgeirsson, gítar / Eðvarð Lárrusson, gítar / Jón Páll Bjarnason, gítar

Jón Páll leggur línurnar og brúar kynslóðabilið ásamt félögum sínum í tríóinu. Frumsamin tónlist eftir meðlimi.

8. mars      Jónsson / Gröndal Kvintett
Haukur Gröndal, altósax / Ólafur Jónsson, tenórsax / Agnar Már Magnússon, píanó / Þorgrímur Jónsson, bassi / Einar Valur Scheving, trommur

Kvintettinn leikur tónlist úr skóla harða boppsins, tónlist sem lætur engan ósnortinn.

15. mars      Jazzbræðingssveitin Gammar
Stefán S. Stefánsson, altósax / Björn Thoroddsen, gítar / Þórir Baldursson, hammond orgel / Bjarni Sveinbjörnsson, bassi / Scott McLemore, trommur

Gammarnir halda áfram endurkomu sinni og leika efni af diskum sínum ásamt nýrri tónlist af væntanlegum diski.

22. mars      Kvartett Hauks Gröndal
Haukur Gröndal, tenórsax / Ásgeir J. Ásgeirsson, gítar / Þorgrímur Jónsson, bassi / Erik Qvick, trommur

Kvartettinn leikur nokkrar af helstu perlum swingtímabilsins með sérstaka áherslu á lög sem saxófónleikarinn Lester Young gerði ódauðleg.

29. mars      Ómar Guðjóns Tríó
Ómar Guðjónsson, gítar / Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, rafbassi / Snorri Páll Jónsson, trommur

Leikið verður nýtt efni gítarleikarans.

5. apríl      Blúshátíð Reykjavíkur

Ungir blúsleikarar koma fram í klúbbi Blúshátíðarinnar sem staðsettur verður öll kvöld hátíðarinnar á DOMO.

12. apríl      Kvintett Jóels Pálssonar
Jóel Pálsson, tenórsax / Hilmar Jensson, gítar / Davíð Þór Jónsson, píanó % orgel / Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, bassi / Matthías M. D. Hemstock, trommur

Kvintettinn leikur tónlist Jóels, m. a. af geisladisknum Varp sem valinn var jazzplata ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum fyrir árið 2006.

19. apríl      Ahmad Jamal Tribute
Agnar Már Magnússon, píanó / Þorgrímur Jónsson, bassi / Erik Qvick, trommur

Félagarnir leika nokkur af vinsælustu lögum Ahmad Jamal tríósins, m. a. Poinciana.

26. apríl      Tregasveit Kristjönu
Kristjana Stefánsdóttir, söngur / Ómar Guðjónsson, gítar / Agnar Már Magnússon, píanó / Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, bassi / Scott McLemore, trommur

“En sú mæða”…..Leikin verða uppáhalds trega- og blúslög söngkonunnar.

3. maí      Latínkvartett Tómasar R.
Óskar Guðjónsson, tenórsax / Ómar Guðjónsson, gítar / Tómas R. Einarsson, bassi / Matthías M. D. Hemstock, trommur og slagverk

Leikin verða lög af latínplötum Tómasar sem allar hafa hlotið frábærar viðtökur. Romm Tomm Tomm hlaut m. a. einkunnina “frábær latíndjass” hjá kunnasta veftímariti latíntónlistar, Descarga.com.

10. maí      OC/DC Kvartett
Snorri Sigurðarson, vasatrompet / Steinar Sigurðarson, altósax / Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, bassi / Matthías M. D. Hemstock, trommur

Tónlist eftir saxófónleikarann og helsta arkitekt frjálsa djassins, Ornette Coleman.

17. maí      Kvintett Andrésar Þórs
Eiríkur Orri Ólafsson, trompet / Sigurður Flosason, altósax / Andrés Þór Gunnlaugsson, gítar / Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, bassi / Scott McLemore, trommur

Sveitin leikur tónlist eftir trompetleikarann, tónskáldið og Íslandsvininn Dave Douglas.

24. maí      Dr. Zhivago
Ólafur Jónsson, tenórsax / Ásgeir J. Ásgeirsson, gítar / Agnar Már Magnússon, píanó / Þorgrímur Jónsson, bassi / Scott McLemore, trommur

Tónlist eftir gítarleikarann Kurt Rosenwinkel.

31. maí      Michael Brecker Tribute
Snorri Sigurðarson, trompet / Jóel Pálsson, tenórsax / Eyþór Gunnarsson, píanó / Jóhann Ásmundsson, bassi / Einar Valur Scheving, trommur

Saxófónleikarinn Michael Brecker lést í upphafi árs aðeins 57 ára gamall. Félagarnir leika honum til heiðurs nokkur af hans þekktustu lögum. Aldrei að vita nema að fleiri sláist í hópinn.

7. júní      Bláir skuggar: Kvartett Sigurðar Flosasonar
Sigurður Flosason, altósax / Jón Páll Bjarnason, gítar / Þórir Baldursson, orgel / Pétur Östlund, trommur

Ný tónlist Sigurðar sérstaklega samin fyrir kvartettinn. Andi Horace Silver, Bobby Timmons og Stanley Turrentine svífur yfir vötnum.

14. júní      BonSom
Eyjólfur Þorleifsson, tenórsax / Andrés Þór Gunnlaugsson, gítar / Þorgrímur Jónsson, bassi / Scott McLemore, trommur

Hressandi frumflutningur á popp/rokkskotinni djasstónlist eftir hljómsveitarmeðlimi.

1 Athugasemd

 1. Pétur Valsson · 12/03/2007

  12. apríl lítur mjög vel út! reyni að mæta þá

Leave a Reply