Rock Plaza Central – Are we not horses

Rock Plaza Central - Are we not horses
Einkunn: 3.5
Utgafuar: 2007
Label: Outside Music

Ef þú hefur einhvertímann spáð í hvernig er að vera ágætis vélhestur er þetta rétta platan fyrir þig.

Einhver kollega minna hér á Rjómanum hefur haldið því fram að það sé eitthvað í vatninu í Kanada. Á síðustu misserum hafa komið margar stórkostlegar hljómsveitir frá Kanada, eins og Arcade Fire, Islands og Broken Social Scene. Eftir að ég heyrði í nýju plötu sveitarinnar Rock Plaza Central er ég samt orðinn handviss um að einhver ólögleg efni séu í vatninu í Kanada. Ekki aðeins er platan mjög góð, heldur heitir hún Are we not horses?, fjallar um vélhesta í epískri baráttu góðs og ills og hefst á orðunum ,,I am an excellent steel horse”. Ef þetta ber ekki vott um gríðarlega neyslu eiturlyfja veit ég ekki hvað gerir það.

Eins og áður sagði er Are we not horses? þemaplata sem fjallar um vélhesta. Nánar tiltekið segir hún frá því þegar vélhestarnir komast að því að þeir eru ekki alvöru hestar og tilvistarkreppunni sem þeir lenda í eftir það. Að segja meira er örugglega jafn vonlaust og reyna að lýsa hlutverki nykurmótla í daglega lífinu, svo við látum þetta nægja í augnablikinu, en það er gaman að vita að Are we not horses? er einskonar ,,spin off” af síðustu plötu Rock Plaza Central sem sagði frá hinni epísku baráttu sem vélhestarnir taka þátt í.

Fyrst öll lögin eru sungin frá sjónarhóli vélhestanna er vissulega nokkuð um undarlega texta. Strax í öðru lagi er þeirri dásamlegu tilfinningu að finna fótleggi vafða um bringu gerð ágæt skil, þegar maður er stálhestur hefur maður ekkert hjarta svo allar ástarvísanir verða nokkuð skrítnar og rafmagn verður að sameiningarkrafti sem býr innra með okkur öllum. Við þetta bætast svo efasemdir um framhaldslíf, hvort vélhestar séu eitthvað meira en eldingarvarar og hugleiðingar um hvað geri hest að hesti.

Það er ákveðinn mælikvarði á tónsmíðahæfileika Rock Plaza Central að þessar virkilega undarlegu pælingar yfirgnæfa aldrei tónlistina, sem hljómar svolítið eins og einhver hafi svipt Conor Oberst svefni í tvær vikur og neytt hann til að hlusta á indí á meðan. Öll skringilegheitin hellast ekki yfir mann við fyrstu hlustun, heldur síast smátt og smátt inn. Það hjálpar líka að hljómsveitin virðist ekki taka sig neitt sérstaklega alvarlega; bæði er fullt af orðaleikjum á plötunni og rétt fyrir jól gáfu þeir út ábreiðu af

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

með JT, sem er… öðruvísi.

Are we not horses? hefði geta orðið tilgerðaleg og hundleiðinleg. Einhvern veginn tókst Rock Plaza Central að afstýra því svo í staðinn er hún bæði hugljúf og stórskrítin, oft samtímis. Aðallega er hún samt mjög góð og ber höfuð og herðar yfir margar aðrar nýlegar plötur í sama geira. Og kommon, hver hefur ekki spáð í hvernig er að vera ágætis stálhestur?

Anthem for the already defeated

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.