• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Eyjafest 2007

  • Birt: 22/05/2007
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Eyjafest 2007

25. og 26. maí

Ný ástæða til að skella sér til Eyja
Árlega rennir margur landinn huganum í áttina að litlu skeri undan suðurströnd landsins. Tilefnið er hátíð þar sem stór prósenta þjóðarinnar mætir í lítinn dal í Vestmannaeyjum í sameiginlegu átaki til að skemmta sér og drekka frá sér allt vit og er þessi uppákoma réttnefnd sem Þjóðhátíð í Eyjum. Einn megin galli er á þessari frábæru hátíð fyrir menn eins og mig. Ég fer ekki þarna fyrir tónlistina – réttar væri að segja að ég færi þangað þrátt fyrir tónlistina. Hingað til hef ég ekki séð fyrir mér árlega ferð til Vestmannaeyja til þess að njóta tónlistar í góðra vina hópi. Hins vegar lítur út fyrir að breyting verði þar á.

Á Hvítasunnuhelginni í fyrra var haldin vel heppnuð tónlistarhátíð á skemmtistaðnum Prófastinum þar sem fimmtán sveitir komu fram og fékk hún hið viðeigandi nafn Eyjafest. Tókst svo vel til að ákveðið hefur verið að halda hátíðina árlega og fer sú næsta fram um næstu helgi, dagana 25. og 26. maí. Ekki dugar þó einn staður til fyrir þær u.þ.b. fjörtíu sveitir sem munu koma fram í þetta sinn heldur verður tónleikunum dreift á 3-4 staði um bæinn. Meðal hljómsveita sem munu koma fram eru Brain Police, Leaves, Wulfgang, Hoffman, Jan Mayen, Nilfisk, Noise, Atómstöðin og Foreign Monkeys ásamt mörgum af efnilegustu hljómsveitum landsins í bland við gamla góða.

Forsala aðgöngumiða er í verslunum Office One og kostar miðinn aðeins 2.500 krónur. Nánari upplýsingar og atriðalista má finna á myspace síðu hátíðarinnar.

Leave a Reply