• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Sage Francis – Human The Death Dance

  • Birt: 28/05/2007
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Sage Francis - Human The Death Dance
Einkunn: 4.5
Utgafuar: 2007
Label: Epitaph

Human The Death Dance býður uppá frábært rapp, frábæra takta en lítið kemur á óvart.

Sage Francis er nafn sem margir kannast eflaust við hér á Íslandi enda langstærsta nafnið i „underground“ rappinu ásamt hljómsveitinni Atmosphere. Ástæðurnar fyrir því eru þó nokkrar og fékk Sage fyrst almennilega athygli þegar hann gaf út lagið „Makeshift Patriot“ en það var gefið út mánuði eftir 11. september og fjallar um árásirnar og viðbrögð fjölmiðla í BNA. Eftir að hafa gefið þetta lag út ákvað hann að gefa út sína fyrstu plötu árið 2002, Personal Journals, en hann hafði rappað þá í tæp tíu ár og gefið út nokkra mixdiska, og óhætt er að segja að hún sé ein af bestu rapp plötum sem hefur komið út ef ekki sú besta. Næstu tvö árin gaf hann út tvær plötur, Hope og A Healthy Distrust, sú fyrri með hljómsveit sinni Non-Prophets en hin var með honum einum og þóttu þær plötur báðar mjög góðar en ekki alveg á sama stalli og Personal Journals. Þann 8. maí kom út platan Human The Death Dance með honum Sage.

Sage hefur sjálfur sagt að það sé líklega hægt að skipta plötunni í tvo til þrjá hluta, fer úr hressum/reiðum yfir í lög þar sem horft er innávið og sjálfsgagnrýni er mikil. Ég verð að viðurkenna að mér finnst gott þegar listamaður getur greint eigið verk jafnvel og Sage gerir. Þrátt fyrir það fer smá í taugarnar á mér að hann skuli tilkynna þessa skiptingu í hverju einasta viðtali í stað þess að leyfa hlustandanum að upplifa það.

Yrkisefni Sage eru að venju fjölda mörg og að venju hefur hann mikla trú á því sem hann segir burt séð frá því hvaða sjónarhorni hann sér hlutina og rappar hann meðal annars um þróun sína sem rappari, ár sín í amerískum háskólafótbolta, sjálfsábyrgð hvers og eins og hversu erfitt árið 2005 var fyrir hann og hans nánustu vini. Textarnir hans á þessari plötu eru að venju frábærir og er ljóst að þegar hann sest niður til að skrifa þá, er hann kominn með næstum með fullmótaða hugmynd að því sem hann vill koma á framfæri. Þrátt fyrir þessa frábæru texta gæti það farið í taugarnar á einhverjum varðandi þessa plötu að það kemur lítið að óvart í textunum, fyrsta sem maður hugsar er að þetta sé frábær Sage Francis texti en ekki að þetta sá bara frábær texti. Maður fær sjaldan tækifæri til að hlusta á það sem hann segir vegna þess að maður einhvern veginn veit hvað hann ætlar að segja eða í minnsta lagi hvernig hann ætlar að segja það. Það eru kannski helst textarnir í lögunum „Good Fashion“, „High Step“ og „Clickety Clack“ sem ná því að koma manni að óvart ásamt því að vera frábærir. Langmestu framfarir Sage í textagerð á þessari plötu virðist vera sá vanmetni hlutur i hiphop…viðlagsgerð en inniheldur þessi plata bestu viðlög hans frá upphafi.

Sem rappari er Sage Francis einstakur, hvort sem maður elskar eða hatar hann þá er ekki hægt að neita því að það flæði, sá kraftur og sú innlifun sem hann leggur í hvert einasta lag er ekki að finna í hverjum rappara. Hann er einn af fáum röppurum sem gætu gert lélega texta en samt talist sem virkilega góður rappari. En þegar maður er svona fær þá hefur maður lítið efni á því að gera eitthvað sem talist gæti verra. Því miður lendir Sage í því í tveimur lögum að hann virðist missa þann kraft sem einkennir hann sem rappara og gerir lögin „Underground For Dummies“ og „Black Out On White Night“ að laufblöðum í frumskógi laga Sage Francis.

Tónlistin, eða réttara sagt taktarnir, á þessari plötu eru allir til fyrirmyndar (nema takturinn í „Underground For Dummies“ sem er eiginlega hálf pirrandi) og þá sérstaklega „Call Me Francois“, „Hoofprints In The Sand“, „Got Up This Morning“ og „Clickety Clack“ taktarnir. Eins og ég sagði umfjöllun minni um El-P þá er þessi plata Sage mjög söluvæn og kæmi mér ekkert að óvart ef að þessi plata myndi seljast mjög vel um allan heim.

Human The Death Dance býður uppá frábært rapp, frábæra takta en lítið kemur að óvart en þrátt fyrir það er þetta næstbesta plata Sage Francis.

Leave a Reply