LoveHateHero – White lies

LoveHateHero - White lies
Einkunn: 2
Utgafuar: 2007
Label: Ferret Music

Auðmeltanlegt og frekar bragðlaust emó.

Það vantar íslenskt orð yfir það sem er kallað „guilty pleasures“ á ensku. Þetta er það sem við leyfum okkur þrátt fyrir að finnast það óttalega kjánalegt og skammast okkar fyrir; eins og að lesa Cosmopolitan ef maður er strákur eða horfa á myndir með Olsen-systrunum. Emó er algert „guilty pleasure“ fyrir mig, því þó mér finnist gríðarlega kjánalegt að lita hárið á sér svart/hvítt og þykjast vera harður en syngja bara um eigin tilfinningar hef ég óstjórnlega gaman af þessu öllu saman.

Sem er gott fyrir LoveHateHero, því ef nafnið gaf það ekki algerlega upp er þetta eins mikil emó-hljómsveit og vera skal. White lies er önnur plata þessara ungu Kaliforníupilta sem sverja sig rækilega í ætt við bönd eins og Funeral for a Friend og Fall Out Boy. Hér er bæði að finna sama gítarhljóminn og þessar sveitir hafa og söngvarinn hefur þennan raddblæ sem virðist sameiginlegur með öllum svona hljómsveitum. Það er helst með trommuleiknum sem LoveHateHero sker sig eitthvað úr; hann sýnir á köflum harðkjarnaáhrif en það er hvorki oft né er það eitthvað sem maður tekur mikið eftir.

Í heildina er White lies svona la-la. Það eru nokkur mjög skemmtileg lög á henni; upphafslagið „Goodbye my love“ er til dæmis mjög flott og ég hef eytt síðustu viku í að raula viðlagið við „Of sound and fury“. Hins vegar eru líka nokkur óskemmtileg lög á henni; „Red dress“, sem af einhverjum ástæðum var valið sem smáskífa, er eitt þeirra og mikið af afgangnum er ekkert sem er þess virði að tala um. Maður fær einhvern veginn á tilfinninguna að LoveHateHero ætli að treysta á tvær til þrjár góðar smáskífur og súrefnisleysi á tónleikum til að öðlast frægð og frama. Það hefur virkað áður, og gæti vel gert það fyrir þá, en afleiðing af því er að það er ekkert sérstaklega gaman að hlusta á White lies til lengdar.

Ég var eiginlega að vona að LoveHateHero gætu orðið Fall Out Boy þessa sumars og fullnægt þörf minni fyrir tónlist sem ég skammast mín fyrir að syngja í bílnum. Svo er ekki, því eins og áður sagði virðast þeir meira vera að reyna að meika það en að gefa út góða tónlist. Ef einhver þarna úti er orðinn leiður á gömlu Funeral for a Friend og The Used plötunum fær hann kannski einhverja tímabundna fróun úr White lies, en hún verður gleymd og grafin í lok sumars.

Myndbandið við ,,Red dress”

3 responses to “LoveHateHero – White lies”

  1. snillingurinn says:

    EMO ? Þú greinilega veist ekki hvað ”EMO” er ef þú kallar þennen viðbjóð EMO, just sayin…

  2. Pétur Valsson says:

    veit einhver hvað emo er? ég hef aldrei vitað það

  3. Gunni says:

    Er það ekki bara eins og klám, maður þekkir það þegar maður sér það?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.