Öll svörin

Öll svörin

Kristín Gróa Þorvaldsdóttir

Kristín Gróa veit sitthvað um lista, hún veitir okkur öll svörin.
Topp 5 á föstudegi er skemmtilegt blogg sem inniheldur allskonar lista tengda tónlist valinn af umsjónarmönnum síðunnar. Kristín Gróa er ein af þeim, veit hún öll svörin?

Besta lag í heimi er…
„You Can’t Hurry Love“ með The Supremes.

Besta plata í heimi er…
Tonight’s The Night með Neil Young. Hún er svo hrá og gróf að hún er fyrir vikið eiginlega fullkomin.

Af hverju eru ekki allir að hlusta á …
Jens Lekman, Okkervil River og Jason Molina (Songs:Ohia, Magnolia Electric Co.).

Öll börn ættu að sofna við að hlusta á…
Þögnina.

Allir ættu að hlusta að minnsta kosti einu sinni á ævinni á…
In The Aeroplane Over The Sea með Neutral Milk Hotel.

Bestu tónleikar sem ég hef séð voru …
Erfitt val en ég held að Sufjan Stevens í Fríkirkjunni hafi vinninginn. Staðsetningin, vængirnir, fljúgandi jólasveinar og Sufjan sjálfur gerðu þetta að ógleymanlegu kvöldi.

Þeir tónleikar sem ég sá ekki en vildi mest hafa séð eru …
Ég held að það hefði verið ansi áhugavert að vera á staðnum þegar The Rolling Stones Rock And Roll Circus var tekið upp.

Platan sem mótaði unglingsárin mín er…
Bítlaplöturnar frá og með Rubber Soul, Parklife með Blur og Mellon Collie And The Infinite Sadness með The Smashing Pumpkins.

Þegar ég geng í kringum tjörnina á elliárunum vil ég hlusta á …
Cole’s Corner með Richard Hawley.

Ég er það sem ég er af því ég hlustaði á …
Bítlana og Pixies.

Ég vildi að ég hefði samið…
„Fade Into You“ með Mazzy Star.

Sá texti sem hrærir mest í hjarta mínu er…
„New Slang“ með The Shins. Ég er búin að hlusta á þetta lag svona sjö þúsund sinnum og ég fæ enn sting í hjartað þegar hann syngur „I’m looking in on the good life I might be doomed never to find“.

Besta bömmerlag í heimi er…
„Guess I’m Doing Fine“ með Beck.

Í eigin hugarheimi gangandi um öngstræti lífsins hlusta ég helst á…
Neil Young.

Þegar ryksugutónarnir óma finnst mér að undir eigi að hljóma…
Rumours með Fleetwood Mac. Ég veit að Fleetwood Mac þykja ekki töff en ég fer ekki ofan af því að þessi plata er frábær og ég kemst alveg í þrifagírinn þegar „Second Hand News“ byrjar plötuna af krafti.

Ég var ástfangnastur unglingur þegar ég hlustaði á…
„Gigantic“ með Pixies.

Ég myndi helst vilja spila í bandi með (lífs eða liðnir)…
Ég held ég væri góð sem sjötti meðlimur Traveling Wilburys og myndi að sjálfsögðu spila á kúabjöllu.

Vanmetnasta hljómsveit í heimi er…
Spoon. Þeir hafa gefið út einar fimm plötur og þar af hina frábæru Gimme Fiction sem er að mínu mati ein af bestu plötum síðustu ára. Þrátt fyrir þetta heldur fólk alltaf að ég sé að tala um íslensku Spoon þegar ég minnist á þá!

Ofmetnasta hljómsveit í heimi er…
Muse.

Þú ættir að hlusta á…
„The Heart Bionic“ með Bobby Bare Jr og bandinu hans The Young Criminals’ Starvation League (http://www.myspace.com/bobbybarejr). Ég lofa að það mun lífga upp á daginn!

Ef ég ætti að bæta við spurningu myndi ég bæta við (og svara henni)…
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð? – Án efa „Rebel Rebel“ með David Bowie, ég verð bara glöð þegar ég hugsa um það!

5 responses to “Öll svörin”

 1. Árni Viðar says:

  Alveg innilega sammála um Jens Lekman, Okkervil River, Songs:Ohia, Blur, Neutral Milk Hotel, Mazzy Star og Muse (hvað er eiginlega málið með þá hljómsveit?)

 2. Hildur Maral says:

  Maður hefur nú heyrt m upphæpaðri hljómsveitir en Muse. U2, einhver? Sú hljómsveit skýtur strax upp kollinum í mínum huga ef einhver segir orðið “ofmetinn”

 3. Árni Viðar says:

  Ju, jú U2, Coldplay og Metallica eiga líka vel heima á slíkum lista.

  Af ofmetnum “litlum” böndum er aftur á móti hægt að nefna Coco Rosie, Devandra Banheart og Joanna Newsom….jæja, nú fæ ég ábyggilega að heyra það!

 4. Kóngurinn says:

  Mitt atkvæði fer til Oasis, ekki spurning.

 5. Haukur says:

  Merkilegt nokk, þá er ‘Gigantic’ um risastórt typpi.

  Hmm…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.