• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

Topp 10

 • Birt: 04/07/2007
 • Höfundur:
 • Skoðanir: 3

Topp 10

…sem eg hefði viljað sjá á Hróarskeldu

Að búa til lista yfir það sem maður ætlar (myndi, hefði, viljað) sjá á Hróarskeldu er góð skemmtun.
Síðustu ár hef ég um þetta leyti verið í þeim gírnum að ákveða hvaða stórsveitir ég hef ætlað að sjá á Hróarskeldu. Það er mjög skemmtilegt. Núna ætla ég að gera hið sama. Það er ekki eins skemmtilegt í ár því ekki verð ég á Hróarskeldu þetta árið. Koma tímar koma ráð.

Byrjum ferðina á fimmtudegi.

#10 Arcade Fire – Fimmtudagur kl 18.00
Á fimmtudeginum byrjar maður á að sjá snilldina Arcade Fire kl 18.00. Ótrúlegt að þau skuli spila á fimmtudegi klukkan 18. Ótrúlega að fyrsta sem mann langar að sjá skuli vera Arcade Fire. Talandi um að byrja með bombu. Þau eru í Arena tjaldinu. Ég er sannfærður um brjálaðan troðning og stuð.

#9 Killers – Fimmtudagur kl 20.00
Eftir Arcade Fire er tilvalið að kíkja á Las Vegas popparanna í Killers. Svo skemmtilega vill til að ég sá þá sumarið 2004, löngu áður en hæpið þeirra byrjaði í hópi 100 nörda á pínulitlu sviði á T in the Park hátíðinni í Skotlandi. Gaman væri að sjá hversu mikið þeim hefur farið fram í músik og stjörnustælum.

#8 Björk – Fimmtudagur kl 22.00
Fimmtudagurinn er ótrúlega sterkur þetta árið. Björk á stóra sviðinu klukkan 22 verður örugglega alveg feikna gott gigg. Björk og hljómsveitin orðin miklu æfðari en í Höllinni um daginn og feikna stuð og stemmning.

#7 Konono N°1 – Föstudagur kl 19
Byrja á að sjá Konono N°1 fyrst ég asnaðist ekki að sjá bandið hérna heima. Eflaust mjög öflugt og töff show.

#6 Beastie Boys – Föstudagur kl 19.30
Næst hoppar maður yfir á stóra sviðið og gerir ekki sömu mistökin og 1998 þegar ég heyrði bara óminn af Beastie Boys úti á tjaldstæði frekar en að mæta á staðinn. Nú er maður kominn til vits og ára og mætir á staðinn og hlustar.

#5 Cold War Kids – Föstudagur kl 01.00
Hvernig var það aftur með CWK. Bandið kom ekki á Airwaves er það. Hætti við? Alla vega gott tækifæri til að sjá CWK á Hróarskeldu seint um kvöld í litla Pavilion tjaldinu.

#4 The Thermals – Laugardagur kl 12.30
Maður byrjar daginn af krafti í Odeon tjaldinu á töffurunum í The Thermals sem gáfu út, The Body, The Blood, The Machine, frábæra plötu í fyrra.

#3 The National – Laugardagur kl 14.30
Á eftir Thermals skellir maður í sig einum borgara og heldur svo áfram í Odeon tjaldinu þar sem The National flytja okkur nýju plötuna Boxer og vonandi einn og einn slagara af Alligator.

#2 The Flaming Lips – Laugardagur kl. 18.30
Einn af hápunktum Airwaves sögunnar minnar var þegar Flaming Lips mætti í Höllina og spilaði fyrir landslýð. Algjört snilldar tónleikaband sem mun örugglega gera góða hluti á Hróarskeldu á stóra sviðinu í ár.

#1 The Who – Laugardagur kl 21.30
Þeir eru vissulega orðnir gamlir og þreyttir og þeirra kynslóð verður að stærstum hluta víðsfjarri. Þeir hafa þó samið tímalaus meistarastykki og að heyra „Baba O’Riley“ í hljóðkerfi stóra sviðsins er bara of freistandi til að sleppa því.

Baba O’Riley á T in the Park í fyrra

…og þá lauk þessari ferð í tíu liðum og allur sunnudagurinn eftir. Góða skemmtun á Hróarskeldu þið þarna úti. Ég öfunda ykkur. Ég vona svo sannarlega að þið viið hvað þið eigið gott.

es. Veðurspáin er frekar döpur og hátíðarhaldarar farnir að vara fólk við að mæta á eigin bílum á svæðið vegna eðju. Í minningunni er alltaf gott veður (þegar ég mæti) á Hróarskeldu.

3 Athugasemdir

 1. Hildur Maral · 05/07/2007

  Sit herna a Hroarskeldu akkurat nuna og her er ogedslegt vedur og ekki monnum bjodandi. Arcade Fire, Killers og Bjork voru samt snilld en rigningin er ekki alveg ad gera sig. Afram Hroarskelda?

 2. Siggi · 11/07/2007

  Jæja núna þegar þessi hátíð er búinn er maður hálfsáttur bara. Get ekki vælt yfir veðrinu eftir þetta allt saman, þó ég siti heim veikur núna.

  Flaming Lips áttu þessa hátið gjörsamlega. Björk var líka frábær og Css líka. Sé lang mest eftir því að hafa misst hálfgerlega af Beastie og Arcade. Sá ekki nema seinustu lögin hjá þessum böndum og það var samt klekkað.

  Jæja maður lendir varla í verra veðri á næsta ári þannig að maður þarf nú ekki mikið að stressa sig ever again.

 3. Axel Aage · 20/07/2007

  P.S. http://www.acceleratorfestivalen.se/
  Thetta er festival sem allir sem fara a Hroarskeldu aettu ad tjekka a fyrst. Hatidirnar lagu alveg saman thetta arid, og gera thad vonandi aftur ad ari lidnu.

Leave a Reply