Guðni Már Henningsson í Popplandi
Guðni Már Henningsson býr í Popplandi og þekkir svörin.
Besta lag í heimi er…
Desolation Row
Desolation Row á tónleikum 1966
Besta plata í heimi er…
Highway 61 Revisited
Af hverju eru ekki allir að hlusta á …
Bob Dylan?
Öll börn ættu að sofna við að hlusta á…
Leonard Cohen
Allir ættu að hlusta að minnsta kosti einu sinni á ævinni á…
Blindsker með Óla Palla
Bestu tónleikar sem ég hef séð voru …
Bowie tónleikar í London 1979 og Cohen á Listahátíð 1988, einnig má nefna Roger Waters í Egilshöll. Ekki má gleyma Neil Young á Hróarskeldu 2002.
Þeir tónleikar sem ég sá ekki en vildi mest hafa séð eru …
Ray Charles á Broadway í Breiðholtinu. Mikil sorg að missa af því. Einnig hefði verið gaman að sjá Bob Marley.
Platan sem mótaði unglingsárin mín er…
Face to Face með Kinks.
Þegar ég geng í kringum tjörnina á elliárunum vil ég hlusta á …
Megas
Ég er það sem ég er af því ég hlustaði á …
Bob Dylan
Ég vildi að ég hefði samið…
Heims um ból
Sá texti sem hrærir mest í hjarta mínu er…
His hand in mine með Elvis Presley
Besta bömmerlag í heimi er…
I´m so lonesome I could cry
Í eigin hugarheimi gangandi um öngstræti lífsins hlusta ég helst á…
How can you refuse Him now með Hank Williams
Þegar ryksugutónarnir óma finnst mér að undir eigi að hljóma…
Tom Waits
Ég var ástfangnastur unglingur þegar ég hlustaði á…
Rolling Stones
Í sturtunni er best að syngja…
lög eftir Frey Eyjólfsson
Ég myndi helst vilja spila í bandi með (lífs eða liðnir)…
Jimi Hendrix, Elvis, Dylan, Jack Bruce, Kidda í Hjálmum,Frey Eyjólfssyni og Magnúsi R. Einarssyni. Gestaleikari Ray Davies.
Vanmetnasta hljómsveit í heimi er…
The Kinks
Ofmetnasta hljómsveit í heimi er…
The Beatles
Þú ættir að hlusta á…
Blind Boys of Alabama
Ef ég ætti að bæta við spurningu myndi ég bæta við (og svara henni)…
Hvernig land er Poppland?
Lýðræðisríki fram í fingurgóma og músikalskt með afbrigðum.Himneskir tónar heyrast daglega.
—
Þökkum Guðna Má kærlega fyrir öll svörin. Lifi Poppland!
Ofmetnasta hljómsveit í heimi er…
The Beatles
🙁
Rétt hjá þér Æi nei. Góð svör og skemmtileg hjá Guðna nema hvað varðar The Beatles. Oh hvað þeir eru svo sannarlega EKKI ofmetnir. En hver hefur sína skoðun og allt gott um það að segja. En ég elska The Beatles endalaust um alla tíð…