• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

Linkin Park – Minutes to midnight

 • Birt: 20/08/2007
 • Höfundur:
 • Skoðanir: 24

Linkin Park - Minutes to midnight
Einkunn: 3
Utgafuar: 2007
Label: Warner Bros / Wea

Fín viðbót við það sem þeir strákar hafa verið að gera

Linkin Park hefur verið ein af mínum uppáhalds hljómsveitum frá því að ég byrjaði reglulega að hlusta á tónlist. Þessi sveit hefur alltaf verið svakalegt taboo og maður hefur hlustað á hana í laumi allt sitt líf. Sögusagnir um að hún hafi verið búin til af plötufyrirtækjum og þvíumlíkt hafa ávallt verið á sveimi og þess vegna hefur aldrei verið töff að hlusta á þessa annars góðu sveit þrátt fyrir 2 stórgóðar plötur, Meteora og Hybrid Theory.

Linkin Park hefur aldrei verið viðurkennd af samfélaginu eða fólkinu sem ég hef verið í kring um. Fjölskyldunni finnst þetta vera metal-þunglyndis-dauðarokksveit og þegar að maður er áhrifagjarn óharðnaður unglingur þá er þannig tónlist ekki efst á óskalista mömmu og pabba fyrir litla snúðinn sinn. Þegar að ég kom í framhaldsskóla og eignaðist sportbíl breyttist lítið, numetal er ekki vel liðið í busabekkjum Verslunarskóla íslands þótt hún sé mainstream og ótrúlega vinsæl út í hinum stóra heimi. Nema þá kannski ef að það yrði gert europop remix af „In the end“.

Sveitin hefur spilað Nu-metal hipphopp allan sinn feril, þangað til núna. Þeir hafa þróað þessa tónlistarstefnu ásamt KoRn og kannski að örlitlu leyti, Quarashi. Það sem hefur heillað við þessa sveit í gegn um tíðina er krafturinn í rödd Chesters Beninngton og keyrslan í lögunum. Maður fær á tilfinninguna að öllum hljómsveitarmeðlimum Linkin Park hafi verið hent í loga helvítis og þaðan þurfa þeir að öskra og spila eins og mest þeir mega til þess að einhver heyri í þeim.

Á nýjustu plötu Linkin Park kveður við nýjan tón. Það er ekki sama keyrsla á bandinu og var, söngurinn er afslappaðri, gítarsóló og melódísk gítarrif á köflum. Rick Rubin vann með sveitinni að plötunni og sjást áhrif hans klárlega. Flestir tónlistarunnendur myndu segja að þetta væri mun vandaðri og betri alhliða rokktónlist heldur en þeir hafa áður gefið út, að hluta til er ég sammála þeim. Það er allt önnur stemmning yfir þessari plötu, maður fær á tilfinninguna að sveitin hafi eitthvað meira að segja en áður og þegar að ég skoða textanna betur þá kemur það á daginn. Ádeilur á George Bush og flóknari og dýpri textar en áður, í staðinn fyrir „ég er einn inni í herberginu mínu, allir í skólanum hata mig og mamma og pabbi eru fávitar“ stemmninguna á fyrri plötum þeirra.

Þrátt fyrir það eru nokkur mjög góð lög á þessari plötu, „Given up“ er hresst og fáránlega líkt gamla efninu á fyrri plötum þeirra, „Bleed it out“ er sterkt og grípandi. „What I’ve done“ er líka helnett lag. Ég er virkilega hrifinn af „Hands held high“ og „Little things you give away“. Textarnir fjalla um afskiptaleysi Bush og bandaríkjastjórnar í New Orleans og stríðið í Írak. Ég veit það alveg að Linkin Park er ekki beint fyrsta bandið til þess að gera þetta að umfjöllunarefni, og án þess að láta mínar pólitísku skoðannir hafa áhrif á dóminn, gera það mjög vel og þá sérstaklega í laginu „Little things you give away“.

Hins vegar eru líka léleg lög sem draga plötuna töluvert niður. „Valentines day“ og „Shadow of the day“ eru ekki til þess að létta á deginum mínum, „Leave out all the rest“ er léleg tilraun til þess að herma eftir bandarísku emo háskólapoppböndunum sem og „In peaces“ sem er alveg eins.

Aðdáendur og gagnrýnendur hafa skipts í tvo hópa um hvort þeim finnist þessi nýja stefna LP vera að gera sig. Ég hallast að því, já. Fyrir mig er þessi plata fín viðbót við það sem þeir strákar hafa verið að gera og þetta á vel við þá. Þeir eru að feta sig áfram tónlistalega og ekkert nema gott um það að segja. Ef að þeir hefðu gert þriðju plötuna í gamla stílnum þar sem allt er í botni og Chester öskrar úr sér lungun þá hefðu þeir verið gagnrýndir fyrir að vera í sama farinu, þeir breyttu til og heppnaðist vel, ekki frábærlega en vel.

24 Athugasemdir

 1. Hr K · 22/08/2007

  Svona domar draga ur truverdugleika thessarar sidu og aettu ekki ad vera birtir af theim sem vilja halda uti vef med vandadri umfjollun um tonlist.

 2. Árni Viðar · 22/08/2007

  Mismunandi tónlist höfðar til mismunandi fólks. Sjálfur vil ég sem minnst af þessari hljómsveit vita en ég mun hins vegar aldrei getað né viljað tala fyrir aðra penna þessarar síðu.

  Það væri líka afar leiðinlegt til lengdar ef allir kynnu að meta það sama. Þá þyrftum við a.m.k. ekki á tónlistagagnrýni að halda.

 3. Gunni · 22/08/2007

  Nákvæmlega hvert er vandamálið við dóminn, hr K? Kára fannst platan fín og sagði það sem honum fannst á skipulagðann hátt. Það að hann hafi gert það þrátt fyrir að flestum öðrum hefði aldrei dottið í hug að segja gott orð um Linkin Park er nákvæmlega það sem heldur uppi trúverðugleika Rjómans.

  Fínn dómur Kári. 😀

 4. bió · 22/08/2007

  Það dregur úr trúverðugleika hr K að skrifa ekki undir nafni. Þeir sem vilja láta taka mark á sinni umfjöllun um tónlist ættu að skrifa undir nafni.

 5. Kári · 22/08/2007

  Takk fyrir það Gunni, ég flokka ekki tónlist né fólk í hópa eins og beljur eins og Hr K gerir líklegast, ég hlusta á það sem mér finst skemmtilegt og hefur áhrif á mig á mismunandi vegu, svona illa orðuð, innihaldslaus og nafnlaus gagnrýni nær ekki til mín

 6. Hr K · 22/08/2007

  Arni Vidar, thu veist nu vel ad thad er af nogu af taka thegar kemur ad thvi ad gagnryna tonlist og her er enginn ad tala um ad allir aettu ad fila thad sama. Eg er einfaldega ad benda a ad, serstaklega i ljosi thess ad thid afkastid bara 4-5 domum a viku, rjominn aetti ad velja thaer plotur sem fa plass a sidunni af meiri kostgeafni.

  Thad aetti ad vera skyrari stefna hja ritstjorninni vardandi hvada plotur eru valdar. Thad segir t.d. a einum stad a sidunni ad rjominn treysti ser til ad maela med ollum plotum sem fa 4 og yfir i einkunn. Treystir thu ther Arni Vidar til ad maela med ollum plotum se fa 4 eda haerra a thessari sidu?

  Gunni, eg er ekki ad gagnryna dominn sem slikan tho mer finnist hann ekki merkilegur, heldur akvordunina um ad birta hann. Linkin Park er hljomsveit sem var a godri leid med ad falla i gleymsku og thar a hun best heima. Vefrit sem fjallar um thad sem er ad gerast i tonlist i dag a ekki ad eyda pudri i svoleidis (serstaklega i ljosi afkastagetu).

  bio, heitir thu i alvorunni bio? ef svo er ekki er thetta ferlega vanhugsad hja ther; ad gagnryna nafnleysi undir nafninu bio.

  Og svo se eg ekki hvad nafnleysi kemur thessu vid. Thetta var abending um hvad mer finnst abotavant a thessari sidu. Nafn eda nafnlaus, abending engu ad sidur.

  Kari, ad halda thvi fram ad quarasi eigi einhvern thatt i throun nu-metals er vitnisburdur um vanthekkingu.

 7. Kári · 22/08/2007

  Núna vill ég ekki lenda í einhverjum sandkassaleik herra K, en það er enginn a neyða þig til þess að lesa þessa síðu eða þennan dóm, það koma dómar um listamenn sem ég fíla bara ekki neitt en ég byrja ekki að væla um það í athugasemdum um dóminn sjálfann

  Ef ég vitna í hlekkinn hér á síðunni sem heitir “um rjóman” þá stendur eftirfarandi.

  “Nafnið, Rjóminn, vísar til þess feitasta, þess sem flýtur ofan á, þess allra besta. Það þýðir þó ekki að Rjóminn taki einungis til umfjöllunar allra bestu tónlistina. Þvert á móti þá er Rjóminn óvæginn í gagnrýni sinni og hikar ekki við að skrifa niðurrifsspistla þar sem þeir eiga við. Engin tónlist er of ,,mainstream” fyrir Rjómann og engar tónlistarstefnur honum óviðkomandi þó áhugasvið fastapenna móti að sjálfsögðu umgjörðina að miklu leyti”

  Auk þess sagði ég Nu-metal hipphopp, ekki bara Nu-metal og þar hafa Quarashi(ekki quarasi) blandað samann rappi og metalrokki með stórskemmtilegum árangri.

  Kv Kári

 8. Árni Viðar · 22/08/2007

  Við reynum að skrifa um þær plötur sem við fáum frá útgáfu- og dreifingaraðilum hér á landi (t.d. Sena, 12 Tónar og Smekkleysa) um leið og við erum meðvituð um að afköstin mættu vera meiri. Upp á síðkastið höfum við hins vegar unnið að því að bæta við fleiri pennum svo hægt verði að fjalla um fleiri plötur. Í þessu samhengi verður sömuleiðis hægt að fá meira feedback frá lesendum, sem skiptir okkur miklu máli. Þess vegna eru allar athugasemdir velkomnar Hr. K, sem og aðrir!

  Það er hins vegar erfitt að ætla sér að velja úr einstaka plötur sem eiga “skilið” að fá umfjöllun því þá getur verið hættulega stutt í einhvers konar snobb.

 9. bió · 22/08/2007

  Það er frábær tímaeyðsla að rökræða við nafnlausa unglina á Netinu.

  Punkturinn hvort að Árni treystir sér til að mæla með þessari plötu sem fær 3,0 af því að Rjóminn treystir sér að mæla með plötum yfir 4,0 er mjög töff.

  Annars hélt að ötulir lesendur Rjómans eins og herra K vissu að einn penni Rjómans skrifar alltaf komment undir skammstöfuninni sinni BIÓ

  http://www.rjominn.is/reviews/author/14/

 10. Hildur Maral · 22/08/2007

  Hr.K, þótt þér finnist Linkin Park best eiga heima í gleymsku er Kári greinilega ekki sammála þér. Ég sé ekki hvað er athugavert við það að hafa mismunandi skoðanir og að birta dóma um fjölbreyttar hljómsveitir/listamenn. Annars alltaf gaman þegar lesendur Rjómans segja sitt álit, nafnlaust eður ei.

 11. Halldór · 22/08/2007

  Ég vil nú meina að það sé ekki lítið afrek að afkasta 5 gagnrýnum á viku yfir jafn langan tíma og hér hefur farið fram. Sérstaklega þegar pennar síðunnar gera þetta eingöngu vegna áhuga síns á tónlist og að skrifa um hana.

 12. 30 for six · 22/08/2007

  Ég sé ekkert að dómnum og mér er svosem skítsama hvað kemur hér inn annað en það sem ég hlusta á og hef áhuga á.
  Annars hef ég hlustað á plötuna og ég sé hana ekki fara upp fyrir 2,5 hjá mér…annars komu nokkrir góðir punktar fram hjá Kára.

  Takk fyrir mig
  og já…5 dómar á viku er góður fjöldi á mætti ekki vera hærri

 13. Pétur Valsson · 23/08/2007

  hresst að fá einhver viðbrögð hérna. lesendur mættu alveg vera duglegri að tjá sig um dóma, hvort sem þeir eru sammála eða ekki.

 14. Hr K · 23/08/2007

  Bio, thad er lika fin timaeydsla fyrir nafnlausa unglinga ad “rokraeda” vid folk sem kann ekki ad lesa. Eg spurdi Arna aldrei hvort hann treysti ser til ad maela med thessari plotu, heldur hvort hann treysti ser til ad maela med ollum theim plotum sem hafa fengid 4 og yfir. Profadu nu ad lesa athugasemdina aftur yfir og athugadu hvort thu getir stautad thig fram ur thessu.

  Thu varst nu thegar buinn ad syna fram a ad thu aettir i erfidleikum med ad hugsa, en ad lesa, er thad nu ekki alveg lagmark?

  Halldor, eg er ekki ad gera litid ur ykkar vinnu sem einstaklingar, en sem tonlistarsida maetti koma meira efni fra rjomanum i hverri vku.

  30 for six, afhverju maetti sa fjoldi ekki vera haerri? myndi verold thin hrynja ef thad faeru allt i einu ad birtast tveir domar a dag i stad eins?

 15. bió · 23/08/2007

  Ég legg til að Kári Örn verði með fasta vikulega umfjöllun um Linkin Park. Hér sé fjör.

 16. Haukur · 23/08/2007

  Æji, plís, Herra Ká.

  Slepptu því bara að smella á dóma um bönd sem þú hefur ekki áhuga að lesa um eða móðga augun í þér einhvernvegin.

  Þetta væri hvorki frjór jarðvegur né sérstaklega skemmtilegur ef bara væri skrifað um plöturnar sem Árni Viðar fílar. Þær eru svo skrýtnar! Engin hljómborð eða neitt!

  Að mínu viti leitast þeir sem hafa einlægan áhuga á tónlist og tónlistarskrifum eftir því að lesa um alla tónlist – sérstaklega þá smekklausu.

  Til að vita hvað heimurinn er að hugsa.

 17. Kári · 23/08/2007

  Ekki málið, gæti mögulega hennt inn pistlum um 50 cent með, hr k yrði líklega hæstánægður… Annars skil ég ekki hvernig er hægt að kvarta svona mikið yfir sjálfstæðum og ókeypis tónlistarmiðil sem áhugafólk um tónlist heldur úti alveg launalaust.

 18. 30 for six · 23/08/2007

  Nei Kári…veröld mín myndi ekki hrynja.
  Það sem ég meina er að mér finnst langflestir dómarnir hérna svakalega áhugaverðir og kaupi ég oftasta diskana ef ég á þá ekki fyrir.
  Þess vegna finnst mér persónulega rosalega þægilegt að þeir séu ekki of margir til þess að hver og einn nái að njóta sín.

  Það hvarflaði reyndar ekki að mér að sjá linkin park dóm hérna inná en ég ætla ekkert að vera að drulla yfir þig. Aðrir dómar sem þú hefur gert eru mjög góðir.

  Svo takk fyrir síðuna

 19. Árni Viðar · 23/08/2007

  Ha, ha…engin hljómborð! Hvað ertu að meina Haukur? Svo lengi sem harpsichordinu og pan-flautum er haldið í lágmarki þá er ég góður! Talandi um pan-flautur þá heyrði ég einu sinni plötur Abba og Elton John spilaðar engöngu á pan-flautur. Ef þær eru ekki efni í rjómaplötur þá veit ég ekki hvað!

  Annars er hálf fyndið og kaldhæðnislegt að þessi plata skuli vekja svona mikið umtal því ég þekki mjög fáa sem myndi viðurkenna að þeir fíluðu Linkin Park. Sjálfur heyrði ég eitt lag með þeim um daginn og treysti mér ekki til að tala um það án þess að notast við nokkur fremur subbuleg orð…

 20. Hr K · 24/08/2007

  Haukur, thu att thad sameiginlegt med bio ad lesskilningi thinum er abotavant. Eg var ekki ad maela fyrir thvi ad eingongu yrdi skrifad um plotur sem Arni Vidar filar.

  Eg get meira ad segja verid sammala ther um ad margar ploturnar sem hann fjallar um eru storskrytnar, og ekki er naestum thvi allt af tvi mer ad skapi. Arni Vidar er samt finn penni og leggur greinilega metnad i ad kynna lesendur fyrir nyju efni, sem er klarlega eitt af theim hlutverkum sem svona vefsidur eiga ad gegna.

  Mer finnst hinsvegar fullyrding thin um ad allir einlaegir tonlistarahugamenn leiti serstaklega i skrif um tonlist sem their alita smekkleysu haepin. Hvernig getur thad verid einlaegni?

 21. Árni Viðar · 24/08/2007

  Ef ég fengi að ráða yrði dómur um Man or Astroman? plötu á hverjum degi næsta mánuðinn. Síðan væri hagt að taka fyrir Yo La Tengo katalóginn og hella sér loks út í allt Elephant 6 dótið!

 22. Maggi · 26/03/2008

  Burtséð frá þessum dómi finnst mér þetta vera stórgóð plata. Má segja þetta upphátt? Ég fíla Linkin Park? …Og ég er ekki þrettán ára, klæðist ekki öllu svörtu og hata fæsta í kringum mig. Samt…

 23. Karítas · 22/09/2008

  ja, minutes to midnight er fín breyting, þó ég eigi það til að sakna rappsins frá Mike, þar sem það er bara í tveimur lögum. lögin eru góð, vel samin.
  verð samt að segja að ég fíli það gamla betur, t.d. numb, in the end, papercut etc.

  þekki samt engan annan á íslandi sem er actually ‘fan’. það hlusta allir á FM 95.7 nú til dags.

 24. Móeiður · 13/12/2009

  Engar áhyggjur Karítas, þú ert ekki ein. Hér er staddur hardcore Linkin park aðdáandi. Ja, ég myndi nú kannski ekki segja hardcore, en þeir eru með betri hljómsveitum sem ég hef heyrt í.

Leave a Reply