• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Agnar Már Magnússon

  • Birt: 14/09/2007
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Agnar Már Magnússon

31. ágúst á Jazzhátíð Reykjavíkur

Dularfullt og gleðilegt
Iðnó, gamla leikhúsið við Tjörnina í Reykjavík, var troðfullt af tónleikagestum fimmtudagskvöldið 30. ágúst. Gestirnir voru komnir til að hlusta á Agnar Má Magnússon, einn af okkar fremstu jazzpíanistum. Tónleikarnir voru tvískiptir, fyrst spilaði Agnar ásamt hljómsveit efni af nýju plötunni sinni Láð og seinni hlutinn var dúett með Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu.

Agnar tilkynnti tónleikagestunum að platan Láð yrði flutt í heild sinni. Tónlistin var þjóðleg, bæði efni eftir Agnar og svo hans eigin túlkun eða útsetningar á íslenskum þjóðlögum. Honum til hjálpar voru þeir Matthías Hemstock á trommum, Valdi Kolli á kontrabassa og lítil blásarasveit. Tríóið, Agnar, Matthías og Valdi voru í aðallhlutverki og sá blásarasveitin aðallega um lítið undirspil hér og þar í flutningnum. Þetta var dularfull tónlist sem hafði jafnvel seiðandi áhrif á mann. Hljóðfæraleikurinn var til fyrirmyndar hjá öllum. Jazzinn var ekki frjáls. Þetta var vissulega jazz en hann var útsettur á við klassísk tónlist.

Tónlist
Eftir hlé tók glaðværðin við og Agnar spilaði með Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu. Kristjana bað salinn að syngja afmælissönginn fyrir Agnar því að þennan dag hafði hann náð 33. aldursári. Það verður að segjast að Kristjana er afar hæfileikarík og raddsvið hennar mikið, en dagskráin var frekar einsleit. Öll lögin líktust hverju öðru, en auðvitað var ekki við öðru að búast þar sem blús var þema kvöldsins. Það hefði í rauninni verið nóg að hlusta á eins og þrjú lög með þeim. En engu að síður þá var þetta frábær skemmtun.

Agnar

Myndir: Guðmundur Albertsson
(vefsíða: http://www.123.is/jazz)

Leave a Reply