• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

ANTIBALAS

  • Birt: 19/09/2007
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

ANTIBALAS

1. september á Jazzhátíð Reykjavíkur

Hvað er hægt að gera á svona tónleikum? Að dansa er það eina sem vit er í.
Því miður komst ég ekki að sjá stórsveit Samma með Jimi Tenor. En ég náði þó á NASA í tæka tíð fyrir afrobeat hljómsveitina Antibalas. Antibalas er þrettán manna hljómsveit frá New York sem spilar Afríku fönk í anda nígeríska tónlistarmannsins Fela Kuti. En Fela Kuti var frumkvöðull á sviði afrobeat tónlistar þar sem blandað er saman afrískri tónlist með tilheyrandi trommuleik og amerískri jazz/fönk tónlist.

Antibalas

Hvað er hægt að gera á svona tónleikum? Að dansa er það eina sem vit er í. Þessi tónlist krefst lítillar einbeitingar og tónlistin þarf ekki einu sinni að vera góð. Málið er að hún þarf að vera dansvæn. Það má líkja þessu við trance tónlist nútímans, fastur taktur sem helst í gegnum allt lagið. Auðvitað koma inn á milli improviseruð jazzsóló sem gera þetta bara ennþá betra.

Tónleikarnir voru vel sóttir og fólk virtist hafa ánægju af þessu. Margir tónleikagestanna hefðu þó mátt sýna villimanninn í sér. Hitinn var til staðar en sumir gátu ekki losað sig við nærveru kuldabola sem skipaði þeim að standa kjurrt. Ég sleppti mér allavega algjörlega og mér er nokkuð sama ef fólk heldur að ég sé fífl.

Antibalas

Antibalas spilaði mestmegnis frumsamið efni sem var misgott. En eftirminnilegast var þegar þeir spiluðu lagið Zombie eftir Fela Kuti, en lagið á sér merkilega sögu. Zombie er hörð gagnrýni á nígeríska herinn, lagið sló í gegn á meðal fólksins í Nígeríu en um leið reitti það stjórnvöld til reiði. Þetta leiddi til þess að þúsundir hermanna réðust á samfélag sem Fela Kuti hélt uppi og eyðilögðu m.a. upptökuverið hans. Þeir tóku móður hans og hentu henni út um glugga sem leiddi svo til dauða hennar. Viðbrögð Fela Kuti við þessari hrottalegu árás var að senda líkkistu móður sinnar til stjórnarstöðva hersins í Nígeríu.

Eftir uppklappslag frá Antibalas lauk einni skemmtilegustu jazzhátíð sem haldin hefur verið á Íslandi.

Antibalas

Myndir: Guðmundur Albertsson
(vefsíða: http://www.123.is/jazz)

Leave a Reply