Elíza – Empire Fall

Elíza - Empire Fall
Einkunn: 2
Utgafuar: 2007
Label: Lavaland

Vonbrigði frá fyrrum meðlimi Bellatrix

-dgh

Elíza Newman gaf nú á dögunum út sína fyrstu breiðskífu sem sólólistamaður.
Elíza fór fyrir stúlknabandinu Bellatrix fyrir nokkrum árum og öðlaðist hljómsveitin talsverða athygli erlendis.

Empire Fall nefndist frumburður sólóferils hennar og er það plötufyrirtækið Lavaland sem gefur hann út. Platan hefst á laginu „Empire Fall". Lagið höfðar mikið til danselskandi fólks en ófrumleikinn heltekur það algjörlega og finnst manni líkt og maður hafi heyrt það hundrað sinnum áður. Næsta lag, „Diamond" býður í raun ekki upp á mikinn frumleika heldur en rödd Elízu er sterk og falleg. Fílingurinn í þriðja lagi plötunnar, „Deep Blue" er góður en ennþá er ófrumleikinn til staðar sem gerir það að verkum að lögin þjóta í raun inn um eitt eyrað og út um annað.

Þegar ég staldra við eftir þrjú lög, hef ég einungis heillast örlítið af fallegum röddum og ágætis textabrotum hér og þar. Það er ekki nóg.

Fjórða lag plötunnar, sem sungið er bæði á íslensku og ensku, nefnist „Hjartagull" ber með sér fallegar melódíur en ekki er Elíza búin að heilla nóg til að ég hrífist almennilega. Synd og skömm. Næsta lag hlýtur að hrífa mig betur og gera mig sáttan. Því miður ekki.

 „Change My Name" er voðalega líkt fyrsta lagi plötunnar og er í raun hægt að raula textana úr fyrsta laginu hér með köflum í laginu. Söngurinn klikkar þó engan veginn.  Loksins, eftir mikil vonbrigði fyrri hluta plötunnar, kemur lagið „Return To Me". Innilegheit eru hér áhrifarík og textinn góður. Lagið, róleg, dramatískt og fallegt, hefur hér vakið áhuga minn um framhaldið.

„Queen of Solitude" býður einnig upp á ferskara viðhorf en fyrri parturinn. Rólegur taktur og keyrandi rödd Elízu ásamt skemmtilegri strengjaútsetningu gera lagið spennandi.

Skrýtið þykir mér að í raun sami taktur og uppbygging beri þrjú lög einnar breiðskífu en svo er greinilega rétt þegar um þessa plötu er að ræða. „Empire Fall", „Change My Name" og „Island" bera af sér alltof svipaðan takt og drukkna þau þrjú algjörlega ofan í hvort öðru. Endilega athugið þetta.

Platan fer nú að klárast eftir skrýtið, ófrumlegt og verulega óspennandi rennsli.
Síðustu tvö lög plötunnar bjóða ekki upp á mikið meira en fyrir er. „Stone Heart" ber þó með sér hugljúfar raddir og einlægni og um leið sendir hlustanda í væran andvara eftir skringilega og furðulega ferð.

Frumburður Elízu byggir ekki á frumleika og heldur ekki mikilli spennu. Textarnir í flestum lögunum er ágætir en lítið meira en það. Söngkonan hefur hrifið okkur áður með fyrri verkum sínum og tel ég hana ekki uppfylla væntingar aðdáenda sinna frá fyrri verkum á þessari plötu. Þeir sem elskuðu Bellatrix, elskið þið Bellatrix því hér er lítið nýtt og spennandi að finna nema frábæra söngkonu syngja vel á annars ófrumlegri og þreytandi plötu. Það er algjör synd í alla staði, því miður.

 Elíza spilar á Iceland Airwaves 2007:

Miðvikudaginn 19.október kl 21:00 á Nasa við Austurvöll

www.icelandairwaves.com

www.midi.is

One response to “Elíza – Empire Fall”

  1. egill says:

    Spurningin sem vaknaði hjá mér þegar ég hlustaði á plötuna er fyrst og fremst…

    Elísa, hvað kom eiginlega fyrir?!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.