Benny Crespo´s Gang – Benny Crespo´s Gang

Benny Crespo´s Gang - Benny Crespo´s Gang
Einkunn: 4
Utgafuar: 2007
Label: Sena

Sprengja frá Benny Crespo´s Gang

Hljómsveitin Benny Crespo´s Gang er fyrir löngu orðin þekkt í tónlistarlífinu hér á Íslandi og hefur nú loks samnefndur frumburður sveitarinnar litið dagsins ljós. Hljómsveitin samanstendur af þeim Helga Rúnar, Magnúsi Øder, Birni „Bassa" og Lovísu Elísabet. Lovísa mun þó einnig vera þekkt undir nafninu „Lay Low". Plata sveitarinnar hefur verið ansi lengi í vinnslu og má með sanni segja að frábær plata er aldrei fljótt unnin. Platan inniheldur 9 frumsamin lög.

Það sem einkennir Benny Crespo´s Gang er notkun þeirra á hinni ýmsu elektróník og hvernig þau blanda hávaða og látum við ruddalega og oft á tíðum fallega elektróník. Hljóðfæranotkun sveitarinnar er aðdáunarverð og virðast allir meðlmir vita upp á hár hvað þeir eru að gera með hljóðfærin sín þegar við á.

Ókosturinn við það að vinna breiðskífu í verulega langan tíma er það að standa á þeim þröskuldi að finnast hljóðblöndun og mastering aldrei vera nægilega góð og gæti alltaf verið betri. Oft getur nefnilega ekki verið gott að hafa of mikinn tíma til úrvinnslu frumburðar. Metnaðurinn er greinilega mikill en oft er um of flókið mál að ræða á frumburði þessarar frábæru sveitar. Flækjurnar eru stundum einum of og er hljóðblöndun oft verulega skrýtin.

Platan byrja á miklum látum í laginu „123323" og syngja þar Lovísa og Helgi til skiptis. Lagið býður upp á hart rokk í bland við tregafullan söng þeirra Helga og Lovísu. Þungt, dramatískt og ruddalegt gefur það tóninn fyrir framhaldið. „Next Weekend" keyrir á verulega flottum trommum og djúpum söng Helga Rúnars. Flottar bassalínur og afbragðsgóðar trommur gera lagið verulega töff. Kaflaskiptingar eru þó í furðulegri kantinum en einkenni sveitarinnar koma vel fram og það er plús.

Þriðja lag plötunnar, ónefnt og drungalegt, má í raun líkja við hálfgert sándtrakk geimveruárásar. Lagið opnar þó fjórða lag plötunnar, „Shine" einkar vel.

„Shine" fékk talsverða útvarpsspilun fyrir ekki svo löngu og er gítarútsetning frábær. Keyrt er á öflugum gítar og dottið inn í rólegt viðlag. Hljóðblöndun lagsins finnst mér samt frekar skrýtin og er hún mikið rokkandi upp og niður yfir lagið. Þetta truflar örlítið fílinginn en lagið er hins vegar afbragð. Mikil static-hljóð herja á lagið í rólegum kafla sem leiðir lagið út í lokakaflann þar sem þau Helgi og Lovísa deila rólegum söng.

Eftir mikla óreiðu, frábærar rokksveiflur og læti eru rólegheitin næst á svið. „Come Here" nefnist fimman og dettur beint inn í lokatakta „Shine". Verulega flottar gítarútsetningar og frábær óreiða kynna Lovísu inn í þetta fallega og mjög svo fína lag. Hér er um eitthvað annað að ræða en fyrir hefur verið og uppbygging er allt önnur en í fyrri lögum. Fallegir textar og rólegheit eru allsráðandi allt fram að fjórðu mínútu þegar harður trommutaktur fyllir kyrrðina og lagið er keyrt upp. Án efa eitt af betri lögum plötunnar.

Fram að þessum punkti plötunnar má skilja hana sem drungalega en fallega. Dramatík og reiði eru aldrei fjarri og býður „Running" rokkuð læti sem státa af verulega flottum hljómborðsútfærslum.

„Numb Face" á sér einkar gott viðlag og virkilega fínar uppbyggingar. Trommur hafa hingað til lítið klikkað og vel greinilegt að hér er um virkilega hæfileikaríkan einstakling að ræða. Gítarar og bassaútsetning er flott og raddir mjög góðar.

Hægt er að segja að Benny Crespo´s Gang sé með sérstæðustu sveitum hér á landi í dag. Hljómborð, bassi, gítarar og trommur virðist allt ganga upp í eina virkilega töff, tregafulla og pottþétta plötu.

Platan endar á lögunum „Conditional Love" og „Johnny´s Got A Baby". Hið fyrrnefnda er eitt besta lag plötunnar að mínu mati og hugsast manni vel til lifandi framkomu sveitarinnar þar sem Magnús ber bassann sinn ákaft í upphafi lagsins. Lagið hefur allt að bera fyrir alvöru rokksmell og eru textar frábærir og trommur afbragð. Hér er allt að ganga upp. Sýrukenndur kafli dettur svo inn í lagið þegar um fjórar mínútur eru liðnar af laginu og kyrjar þá Lovísa gæsahúðarlega tóna og er kassagítarlínum hent inn í kaflann. Ótrúlega spennandi lag sem skilur mann eftir hugsandi og spenntan fyrir framhaldi sveitarinnar.

Magnús og Lovísa syngja svo saman í laginu „Johnny´s Got A Baby" í lokin og má með sanni segja að plötunni sé lokið með einni stórri sprengju.

Benny Crespo´s Gang hafa hér með frumburði sínum fært Íslendingum eitthvað frábært, nýtt og spennandi. Tónlist dagsins í dag einkennist ekki oft af miklum frumleika og þó sveitin greini áhrifavalda á borð við Sonic Youth og Mars Volta stendur sveitin enn eftir fersk og flott.

Annars er Gengið búið að gefa frá sér sína fyrstu breiðskífu og hún er frábær!

One response to “Benny Crespo´s Gang – Benny Crespo´s Gang”

  1. Haukur says:

    Þessi dómur er óskiljanlegur. Þarsíðasta málsgreinin þá sérstaklega.

    Læra að skrifa hérna.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.