• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

Band of Horses – Cease to Begin

 • Birt: 09/01/2008
 • Höfundur:
 • Skoðanir: 3

Band of Horses - Cease to Begin
Einkunn: 4
Utgafuar: 2008
Label: Sub Pop

Einfaldlega ein af plötum síðasta árs

Band of Horses skaust uppá sjónarsviðið fyrir um það bil einu og hálfu ári síðan með frumburði sínum Everything all the time. Indie-hausar hvarvetna fögnuðu plötunni, sem og margir aðrir tónlistarunnendur. Nú hefur þessi hljómsveit frá Seattle sent aðra plötu sína frá sér, þessa margumtöluðu aðra plötu sem sögð er vera svo erfitt að gera ef fyrstu plötunni er vel tekið. Vissulega eru til dæmi um hljómsveitir og plötur sem falla undir þá kenningu, nýjasta dæmið væri líklega Kaiser Chiefs. Öðrum hljómsveitum tekst þó að standa undir álaginu og eftir að hafa hlustað á Cease to Begin flokka ég Band of Horses hiklaust í þann flokk.

Þeir taka enda ekki mikla u-beygju frá fyrri plötunni, og halda sig við sitt kántrí-skottna indie. Samt sem áður fæ ég það ekki á tilfinninguna að þeir séu að endurtaka sig, þetta er  semsagt allt voða ferskt ennþá hjá þeim. Enda eru vissar breytingar sem eiga sér stað á Cease to Begin frá Everything all the Time. Fyrsta breytingin er sú að annar stofnandi hljómsveitarinnar, Mat Brooke, hætti í hjómsveitinni og snéri sér að öðrum verkefnum. Tónlistarlega séð virðist það hafa orðið til þess að þeir hafi þroskast nokkuð á þessu eina og hálfa ári sem liðið er frá fyrstu plötunni.

Is There a Ghost

 

Í heildinna er platan þrælsterk, hún hefst á fyrstu smáskífunni ,,Is there a ghost” sem er virkilega gott, nóg af rokkuðum gíturum ekki ólíkt ,,the funeral” af Everything all the Time sem aldeilis slóg í gegn hér á Íslandi sem annars staðar. Þeir hætta ekki þar heldur halda áfram að skapa hin þægilegustu lög með klingjandi rafmagnsgíturum og bjartri rödd söngvarans Ben Bridwells. Heildarsvipur plötunar er það sterkur að hápunktarnir eru aldrei mikið hærri en afgangurinn, það er vissulega hægt að líta á það sem veikleika en ég vil meina að í þessu tilviki sé það styrkur, í það minnsta. Þó eru að sjálfssögðu lög sem skera sig úr og eyrun sækja meira í að heyra en önnur. Lög eins og fyrrnefnt, ,,Is There a Ghost”, ,,Ode to Irc”, ,,No ones Gonna Love You”, ,,Island on the Coast” og ,,Cigarettes wedding bands” eru öll lög sem eru í rokkaðri kanti plötunnar. Þau eiga það líka öll sameiginlegt að sækja í smiðju annara indierokks hljómsveita eins og Built to Spill og The Shins. Skýringin á því gæti reyndar legið í Producernum Phil Ek sem hefur unnið með báðum þessum hljómsveitum áður.

Platan á vel við á þessum árstíma, þegar þú keyrir um í stylltu nóvember veðri þegar jörðin er hvít og úti er kalt, þá hlustaru á Cease to Begin. Einfaldlega ein af plötum síðasta árs að mínu mati

No One's Gonna Love You

3 Athugasemdir

 1. addi · 09/01/2008

  ekki móðgast, en ég verð að koma þessu frá mér.

  djöfull eru margar setningar ógeðslega óþjálar hjá þér!

 2. sverrir · 09/01/2008

  fannst þetta bara fínn dómur og vel skrifaður

 3. Haukur SM · 13/01/2008

  Það er stórmerkilegt að á Rjómanum virðast flestar deilurnar snúast um hvernig dómarnir eru skrifaðir en hvað þeir segja í raun.

  Þetta gefur mikilvæga vísbendingu um eitthvað sem er í gangi í menningu okkar… ég bara átta mig ekki á því hvað það er.

  xHM

Leave a Reply