Jack Johnson – Sleep Through The Static

Jack Johnson - Sleep Through The Static
Einkunn: 2.5
Utgafuar: 2008
Label: Universal Records

Platan er kósý en ekki mikið meira en það

Jack Johnson er hér mættur með sína fimmtu breiðskífu "Sleep Through The Static".

Lítið er um breytingar frá fyrri plötum Johnson á borð við "In Between Dreams" og er trúbadorastemmingin og rómantíkin enn aðaleinkennispunktur Johnson.
Fyrri plötur Johnson hafa ekki verið nein sérstök meistaraverk en ávallt skilað vellíðunartilfinningu til hlustanda og þægindum. Áhyggjuleysi og rómantík skilar sér vel.

Johnson, ættaður frá eyjum Hawaii, dregur með sér stemmingu eyjanna í lagasmíðar sínar og má lýsa því að hlusta á þessa fimmtu breiðskífu lagasmiðsins eins og ljúfri dvöl á sólarströnd með kaldan drykk í hönd og bros á vör. Ekki er þó rómantíkin langt undan og eru textarnir mjög góðir.

Sama má segja þó um þessa plötu og fyrri verk Johnson að hún er ekki neitt meistaraverk. Hún er þægileg, that´s it! Lögin gleymast snöggt og platan líður út í gegn án eftirtektarverðra andartaka til að staldra við og hlusta betur. Hér er einungis um rólega, þægilega og ljúfa plötu að ræða sem hægt er að kúra sér yfir í sófanum með ástinni eða skella á þegar hellt er upp á kaffi í vinahóp.
Lög á borð við "Sleep Through The Static", "What You Think You Need" og "If I Had Eyes" bera þó góðan keim af "Bylgju-smellum" og eiga án efa eftir að lifa á öldum ljósvakans vel út árið, ef ekki lengur.

Jack Johnson dútlar á gítarinn sinn og syngur ljúft með um ástina, lífið og tilveruna. Þægilegur er hann en gleymist oft fljótt. Frumleikann og spennuna vantar í þessa plötu og kemst hún seint í hóp bestu platna þessa geira tónlistar. Bakgrunnstónlist af besta toga og krefst þessi plata ekki mikils af hlustanda nema að leyfa henni einungis að lifa í rólegheitum.

Hvet ég þó alla þá sem njóta góðs andvara með rólyndistónlist í bakgrunni og er nokk sama um hvern er að ræða að næla sér í þennan grip. 

Platan er kósý en ekki mikið meira en það.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.