Bullet For My Valentine – Scream Aim Fire

Bullet For My Valentine - Scream Aim Fire
Einkunn: 2
Utgafuar: 2008
Label: Sony BMG

Ófrumlegur og afar óspennandi velskur metall

Rokkararnir velsku í Bullet for My Valentine fylgja hér eftir sinni fyrstu plötu, The Poison, frá árinu 2005. Sveitin hefur verið að gera það gott á vestrænum markaði og getið sér gott orð fyrir hart og drífandi rokk í bland við melódískar raddútsetningar.Scream Aim Fire slær hlustanda strax utanundir og vekur athygli. Áhrif frá sveitum á borð við Metallica og Pantera eru strax verulega greinileg, enda hefur sveitin sent frá sér ábreiður á borð við „Creeping Death" eftir Metallica og „Welcome Home (Sanitarium)" eftir sömu sveit.

Hér eru öskur og læti, hetjusóló-ar og ruddaleg gítar-riff í bland við hraðfleyga trommutakta. Platan rennur af stað með miklum látum í lögunum „Scream, Aim, Fire" og „Eye Of The Storm" en lögin eru bara allt of lík í uppbyggingu til að vera eitthvað skemmtileg til lengdar. Ófrumleikinn svertir um of þessa fínu talenta sem þessir drengir greinilega eru.
Þriðja lag plötunnar, „Hearts Burst Into Fire" hefur ekki margt við fyrra efni plötunnar að bæta. Keyrslan er þó ekki eins mikil og í fyrstu tveimur lögunum og söngurinn ágætur.
Þegar að næsta lagi kemur fer ég í raun að velta vinsældum sveitarinnar og hvað setur þá fram fyrir aðra í þessum geira thrash-metalgore. Það er ekki um neitt nýtt og ferskt að ræða hér. Ekki neitt. En ég held þó hlustun áfram.

„Waking The Demon" er í raun ein stór rokkklisja. Lagið hefst á Metallica-skotnu gítar-riffi sem minnir verulega á efni plötu metalmeistarnna Kill ´Em All og enn og aftur er ófrumleikinn að standa í vegi fyrir því að gefa sveitinni meiri gaum en undirritaður hefur gert hingað til. Ekki er margt að finna í næstu lögum sem fylgja en sveitin er þó verulega hæfileikarík. Gítareinleikir eru frábærir og trommur á hæsta klassa í þessum geira. Söngurinn, sem skiptist á milli þeirra Matt Tuck og Michael Paiget er einnig verulega flottur. Það er samt ekki nóg. Lagasmíðar eru ekkert spennandi. Þó væri líklega hægt að ræða það hvort hér sé komin ný sveit á kreik. Ný kynslóð fyrir unglingana sem eru að skoða rokktónlist á borð við unglinginn sem skoðaði Kill ´Em All í den? Platan er bara ekkert spennandi fyrir þá sem þekkja vel til áhrifavalda. Við höfum þá sem skópu þessa sveit og það er flott. Scream, Aim, Fire er skemmtileg áhlustunar ef um hæfni hljóðfæraleikara er að ræða. Tónlistarlega séð er hún ekki neitt neitt.
Sveitin hefur þó hér fært sig ögn frá því að vera meginstraumsband í rokkinu og greinilega leitað í rætur sínar í stað þess að fylgja straumum og stefnum.

Þannig að þeir sem hafa gaman af því að spekulera í rokktrommuleik, metalgítarsólóum og öðru sem við kemur þessum toga tónlistar eru hvattir til að nálgast plötuna. Hinir sem eiga verk eftir Metallica, Pantera, Slayer eða aðra metalrisa, verið ekkert að spandera bjórpeningum í plötuna.

2 responses to “Bullet For My Valentine – Scream Aim Fire”

  1. Arnar says:

    Vó maður… Þetta er fínasta plata….hvað með það þótt að þetta líkist smá við aðrar hljómsveitir …þetta er ekki ófrumlegt!!…Reynd þú að semjalag sem tryllir þúsunda manns! og þá geturu skitið þessa plötu út…en þú hefur ekki gert það þannig þín skoðun er á við barnasleikjó.

  2. Daníel G. Hjálmtýsson says:

    Þakka komment pent

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.