Avenged Sevenfold – Avenged Sevenfold

Avenged Sevenfold - Avenged Sevenfold
Einkunn: 4
Utgafuar: 2008
Label: Warner Bros

Hér er sveitin mætt með sína fjórðu breiðskífu og er vel hægt að segja að hún sé tákn um gæði. Eðalgæði.

Hljómsveitin Avenged Sevenfold hefur verið starfrækt allt frá árinu 1998 en spruttu ekki fram á sjónarsviðið almennilega fyrr eftir útgáfu þriðju breiðskífu sinnar, „City Of Evil” frá árinu 2005. Fékk platan talsverða athygli vestanhafs og sveitin hreppti meðal annars nýliðaverðlaun MTV í kjölfarið. Hér er sveitin mætt með sína fjórðu breiðskífu og er vel hægt að segja að hún sé tákn um gæði. Eðalgæði.
Sáu hljómsveitarmeðlimir um upptökur sjálfir og eru þeir skráðir sem pródúsentar plötunnar.

Platan hefst á sannkallaðri rokkmessu í laginu „Critical Acclaim” og keyrir upp í vel þungan og melódískan metal á hæsta klassa. Söngvari sveitarinnar, Matt Shadows, gerir vel grein fyrir sér sem einum besta rokksöngvara dagsins í dag og blandar saman áhrifum frá söngvurum á borð við Mike Patton og Phil Anselmo.
Platan rennur ljúft í gegnum fyrstu smáskífuna „Almost Easy” og ruddinn sem einkennir sveitina lifir vel í næstu lögum. Ekki er hægt að leyna brosi og ánægju með að hér sé mætt alvöru klassarokksveit með látum.
Hljómsveitarmeðlimir höfðu greint frá því fyrir útgáfu plötunnar að hér væri um hreint og beint Avenged Sevenfold að ræða og ekkert annað. Sveitin hafði á sínum fyrri plötum (fyrir City Of Evil) verið tengd við metalcore-stefnuna á borð við sveitir eins og Bullet for My Valentine og fleiri en hefur hér í raun borið fram eitthvað frábært, ferskt og flott.
Einnig sýnir sveitin að ekki er hún við einn garðinn föst. Kántrý og blúsandi áhrif einkenna lagið „Gunslinger” og mikið er lagt í raddútsetningar í flestöllum lögum plötunnar.

Fjölbreytni einkennir plötuna að mínu mati og sveitin kemst vel frá því að hlustendur rugli lögum saman eða gleymi þeim strax. Viðlög eru það vel útsett að engin hætta er á að eitt lag blandist öðru og þar afleiðandi gleymist.
Melódíur eru aðdáunarverðar, gítareinleikir Synester Gates æstir og frábærir, trommuleikur flókinn og töff og söngur á hæsta klassa.
Hér er komin ný sveit á kreik sem rekur puttann upp í loftið og hvetur, á óbeina hátt, til notkunar eyrnatappa. Hvet ég alla þá sem viðurkenna sig sem rokktónlistaraðdáendur um að kynna sér þessa plötu. Metalrokkplata á hæsta klassa!

ALMOST EASY – MYNDBAND

CRITICAL ACCLAIM – LIVE

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.