• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

Rivers Cuomo – Alone: The Home Recordings of Rivers Cuomo

Rivers Cuomo - Alone: The Home Recordings of Rivers Cuomo
Einkunn: 0.5
Utgafuar: 2008
Label: Geffen

Síðasti naglinn við líkkistuna!

Þegar ég heyrði fyrst í Weezer fyrir einum fjórtán árum eða svo fannst mér sem ég hefði himinn höndum tekið. Jafn grípandi og heillandi rokk hafði ég aldrei heyrt og gerðist ég að sjálfsögðu sannur og tryggur aðdáandi þegar í stað. Eftir útgáfu annarar plötu Weezer, Pinkerton, og brotthvarf Matt Sharp bassaleikara fór að halla undan fæti og hægt og rólega var sem bandið sykki dýpra og dýpra í heim útvarpsvænnar sölumennsku með hverri plötunni. Áfram hélt ég þó tryggð við hetjurnar mínar og trúði því statt og stöðugt þeir væri bara að fara í gegnum eitthvað tímabil og að brátt myndu þér finna aftur þá gömlu takta sem heilluðu mig í upphafi. Það gerðist þó ekki og áfram hélt sveitin að hjakka í sama gamla farinu, kreistandi síðasta lífsþróttinn úr því sem nú má líkja við liðið lík.

Á plötunni er að finna upptökur sem eru svo slæmar bæði í flutningi og gæðum að það er hreint óskiljanlegt, nema auðvitað að tilgangurinn hafi verið að græða aðeins meiri pening á aumingja aðdáendunum, hversvegna nokkrum manni datt í hug að gefa hana út. Einhversstaðar las ég að haft hefði verið eftir Cuomo sjálfum að tilgangur útgáfunnar hefði verið að veita fólki innsýn í hugarheim sinn og ef það reynist satt er ljóst að sá heimur er orðinn bæði myrkur og líflaus.

Ég hef nákvæmlega ekkert gott að segja um þessa plötu og ef ekki væri fyrir þörf mína að líta á það sem samfélagslega skyldu mína, að forða fólki frá því að eyða tíma og fjármunum í að verða sér úti um og hlusta á þessa plötu, hefði ég líklegast alveg geta sleppt því. Platan gerir ekkert til að auka hróður Weezer né bjarga ferli Rivers Cuomo sem tónlistarmanns. Þvert á móti á líkja henni við síðasta naglann líkkistuna.

Og ef líkja má ferli Rivers Cuomo og Weezer við liðið lík þá má halda myndlíkunni áfram og líkja útgáfu þessarar plötu við það að Cuomo standi yfir eigin gröf og mígi á hana. 

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

3 Athugasemdir

 1. Hildur Maral · 27/02/2008

  Haha, vá…

  Samt alveg sammála sko, frekar óáhugaverð plata.

 2. Haukur · 28/02/2008

  Hlaut að koma að því! Neikvæður dómur frá Agli Harðar!

 3. Atli Sig · 03/03/2008

  Mér finnst þetta ekki svo slæm plata. Þetta er ekkert hágæða efni en það eru alveg góðir sprettir inn á milli og ágætis húmor í þessu. Ég myndi gefa henni svona 2 og hálfa stjörnu.

Leave a Reply