Stephen Malkmus & the Jicks – Real Emotional Trash

Stephen Malkmus & the Jicks - Real Emotional Trash
Einkunn: 3
Utgafuar: 2008
Label: Matador / Domino

Gamlir vinir eru alltaf velkomnir

Það er alltaf gaman að fá gamla vini í heimsókn. Að hlusta á nýja plötu frá Stephen Malkmus er yfirleitt eins og að fá gamlan vin í heimsókn sem hefur lítið nýtt að segja en rifjar upp fyrir manni þá gömlu tíma þegar Pavement sendi frá sér hverja snilldarplötuna eftir annarri. Á þeim fjórum sólóplötum sem Malkmus hefur sent frá sér hefur hann að mestu leyti haldið sig í sömu sporum og sjaldan komið manni á óvart. Samt er alltaf gaman að hlusta á nýja plötu frá kallinum enda eiga fáir jafn auðvelt að hrista frábær og áreynslulaus lög úr flauelsskyrtuerminni.

Nýja Malkmus platan, Real Emotional Trash, kom út á dögunum og þar fylgir hljómsveitin The Jicks honum líkt og yfirleitt. Nú hefur trommarinn Janet Weiss úr Sleater-Kinney og Quasi bæst við sveitina sem er vissulega gleðiefni, en það hefur nú ekki mikil áhrif á tónlistina. Malkmus er jú enn við sama heygarðshornið og virðist lítið ætla að færa sig úr stað.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

    

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Best tekst Malkmus upp á plötunni í nokkrum stuttum, hnitmiðuðum og grípandi popplögum, „Cold Son“, „Gardenia“ og „We Can‘t Help You“, og eru þau eftirminnilegust. Sérstaklega hjálpar kvenkyns bakrödd í þeim tveim síðasttöldu sem trallar heilalímandi laglínur. Lengri lögin krefjast aðeins meiri athygli og verðlauna hana yfirleitt á skemmtilegan hátt, t.d. með óvæntum lagakrókum og rokkköflum.

Helsti gallinn við plötuna felst eiginlega í hinum einkennandi stíl lagasmíðanna því sum laganna hljóma óþægilega kunnuglega. „Out of Reaches“ er t.d. lag sem manni finnst maður hafa heyrt á hverri einustu Malkmus plötu. Jafnvel þótt lögin kunna að vera góð þá veldur þessi kunnugleiki manni nokkrum vonbrigðum, enda fylgir fjárfesting í nýrri plötu sú krafa að heyra eitthvað nýtt.

Það er eiginlega erfitt að bera sólóplöturnar hans Stephen Malkmus saman, þær virðast allar liggja á svipuðu róli – nokkurn veginn eins. Samt er alltaf þess virði að tékka á þeim ef maður á annað borð kann að meta kappann, því  ómótstæðilegar laglínurnar og skemmtilega fáranleg textabrotin gleðja jú ætíð.

 

„Jo Jo's Jacket“ af Stephen Malkmus (2001)

 

 

Pavement – „Cut Your Hair“ af Crooked Rain, Crooked Rain (1994)

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.