Ravens & Chimes – Reichenbach Falls

Ravens & Chimes - Reichenbach Falls
Einkunn: 3.5
Utgafuar: 2008
Label: Shellshock UK

Klassísk menntaðir krakkar með notalegt nýjabrum frá NY.

New York sveitin Ravens & Chimes gefur út plötuna Reichenbach Falls í Evrópu þann 22. apríl en platan komst fyrst í vestan hafs í fyrra. Mjög spennandi sveit og spennandi plata. 

Fyrsta lagið þarf að grípa
Miðað við ótrúlegt framboð af músik út um allt þá er alltaf gleðilegt að finna eitthvað sem manni líkar. Maður þarf að hafa sig allan við að hlusta á það sem hinir og þessir eru að benda manni á. Maður gerir það svo sjaldnast nema fyrsta lagið sem maður heyri sé algjör snilld. Fyrsta lagið sem ég heyrði með Ravens & Chimes, „This is Where We are"

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

) var nógu áhugavert, grípandi og spennandi til þess að maður lagði sig eftir því að heyra plötuna. Hreinlega lag sem ég ofspilaði og tryggði að ég hef hlustað mjög mikið á plötuna síðan. Það var góður leikur að gefa Ravens & Chimes og þessari plötu í heild séns því ólíkt mörgu öðru sem byrjaði með spennandi upphafslagi fjarar þetta ekki út (hóst hóst Plants and animals) í einhverja meðalmennsku þegar líður á plötuna.

Sveitin hefur farið þessa típisku nýju, breiðist-út-á-músikblogginu leið og fengið lof á bloggum eins og Said the Gramaphone (dæmi) sem eru orðin sérlega áhrifamikil. Þau náðu plötusamningi í fyrra og náðu góðu flugi eftir að þau vöktu athygli College Music Journal sem kallaði þau einstakt band. Ekki slæmt það.

Grípandi og gott stöff
Sveitin náði alveg að fanga mig, grípandi og gott stöff. Maður einbeitir sér að því að leggja við hlustir. Það er mikil dramatík í textunum sem þú verður að fylgjast með. Þeir skauta yfir margt sem ungt og fjörmikið fólk veltir fyrir sér. Við fáum að heyra um lostann, svekkelsið og efasemdir um lífið og tilveruna. Allt mjög þjáð og skemmtilegt og textar og lög vinna vel saman. Naívisminn nær til manns. Tónninn í textunum, það sem þú áttir að lesa á milli línanna kemst svo til skila með stemmningunni í lögunum. Stundum tekur músikin völdin með einhverju brjálæði í leikhúslegu tónaflóði eins og í upphafslaginu „This is where we are

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

)“. Álíka spennandi eru þó instrumental pælingarnar eins og lagið „Candles“.

Titillinn á plötunni er sérlega djúpur því Reichanbach Falls er tindurinn í svissneskum ölpunum þar sem Sherlock Holmes átti að hafa fallið og endað líf sitt árið 1891. Seinn endurlífgaði Conan-Doyle svo Holmes. Þetta var víst allt bara draumur þarna í fjöllunum. Það er nú önnur saga.

Eins og margar frumraunir hefur platan verið lengi í vinnslu og hófust upptökur árið 2002 í hinum og þessum íbúðum í New York og Montreal í Kanada. Þeim lauk svo ekki fyrr en árið 2006. Þau sverja því Montreal senuna ekki alveg af sér enda aðalsprautan ættuð þaðan.

„Archways“ í útvarpsgiggi hjá WOXY radio

Sveitin flytur gáskafullt melodískt rokk ættað einhvers staðar á milli Decemberists, Bright Eyes og Wolf Parade og gerir vel. Áhrifa má alveg leita lengra aftur til kappa eins og Leonard Cohen og Bob Dylan auk þess sem auðvelt er að láta sér detta í hug fleiri sveitir úr Montreal senunni en Wolf Parade. Tónlistin er þroskuð og spræk og kemur í raun á óvart eftir nokkrar hlustanir hvað uppbygging laganna er sterk.

Sveitina skipar klassískt menntaður hópur krakka úr suðupotti New York háskóla. Aðalsprautan Asher Lack syngur og spilar á gítar og ýmislegt fleira og honum til stuðnings eru fjórir til sex til viðbótar eftir því hvernig stemmningin er. Hljóðfæraskipan er fjölbreytt og leika þau meðal annars á mandólín, klukkuspil, orgel og heimasmíðað þeramín. Það er alveg ljóst að þessir krakkar vita hvað þau eru að gera. Það er mjög auðvelt að hugsa til Win Butler og Arcade Fire í þessu samhengi og það er nú bara allt í lagi. Það er ekki leiðum að líkjast.

„For M“ í útvarpsgiggi hjá WOXY radio

Endilega komið með þessa krakka á Airwaves
Um árið óskaði ég þess heitt hér á Rjómanum að Wolf Parade myndi mæta og trylla lýðinn á Iceland Airwaves. Þeir væru svoleiðis band. Þeir gerðu það svo sannarlega. Ég get því ekki annað en óskað hins sama varðandi Ravens & Chimes nú. Þeir eru svoleiðis band og myndu örugglega vera frábær þáttur í frábærri hátíð í október 2008.

Lifir þetta?
Núna finnst mér platan stórskemmtileg og lögin lifandi og eftirminnileg. Stóra spurningin er hvort að þetta lifi með manni og fari aftur í spilarann eftir ár, tvö eða tíu. Það er aldrei að vita. Tékkið alla vega á Ravens & Chimes. Gott upphaf er að næla sér í lögin fjögur sem hér eru meðfylgjandi.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

2 responses to “Ravens & Chimes – Reichenbach Falls”

  1. ARK says:

    Sniðug lög

  2. Tumi Árnason says:

    Frábær plata!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.