Beach House – Devotion

Beach House - Devotion
Einkunn: 4
Utgafuar: 2008
Label: Bella Union

Sefandi og þægileg plata fyrir ástfangna sem og einhleypa

Í hvert skipti sem ég hlusta á Devotion líður mér eins ég sé staddur á fallegri strönd á heitu sumarkvöldi, ástfanginn. Það er góð tilfinning. Ætli það sé ekki samblanda af nafni hljómsveitarinnar Beach House og svo hljómnum á plötunni sem kallar fram þessa tilfinningu. Það þarf svo sem ekki að kryfja það, nóg er að njóta.

Devotion er önnur breiðskífa Beach House sem skipuð er þeim Victoriu Legrand og Alex Scally. Sú fyrri samnefnd sveitinni kom út fyrir um tveim árum og vakti ljúf tónlistin verðskuldaða athygli músíknörda á bandinu. Um leið og Devotion lak svo út um leiðslur internetsins varð athyglin þó mun meiri og í upphafi árs mátti vart gjóa augum á tónlistartengdar vefsíður án þess að einhver lofaði og mærði sveitina.

You Came To Me:

 

Devotion á lofið skilið og er ein þeirra platna sem standa upp úr það sem af er liðið ári. Líkt og á frumburðinum einkennist hljómurinn af allrahanda orgel um, fornum trommuheilum og sparlega nýttum gítarslætti. Saman ásamt söngrödd Victoriu myndar þetta einstaklega þægilegan og róandi nostalgískan hljóm. Þrátt fyrir að hafa sömu grunneinkenni og fyrsta platan er Devotion samt skref fram á við – helst eru það lagasmíðarnar sem bæði eru betri og eftirminnilegri og svo er mun fagmannlegri vinna lögð í upptökur og hljóm plötunnar.

Af lögum plötunnar standa hin frábæru „Gila“ (

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

), „Heart of Chambers“, „Astronaut“ og „D.A.R.L.I.N.G.“ upp úr en þó er hvergi snöggan blett að finna á lagasmíðunum á Devotion. Það verður óneitanlega að teljast kostur hve jöfn og þægilega góð lögin eru og ef eitthvað er þá verður þau betri eftir því sem á plötuna líður.

Tímalaus hljómurinn á Devotion gerir það að verkum að hún mun að öllum líkindum eldast afskaplega vel og get ég vel ímyndað mér að hér sé plata sem eigi eftir að spilast reglulega næstu árin. Sefandi og þægilegt andrúmsloft plötunnar virðist svo virka jafnvel nú þegar sólin er farin að verma upp daginn og á þeim drungalegu vetrarkvöldum sem nú hafa liðið hjá.

Heart of Chambers:

 

One response to “Beach House – Devotion”

  1. Hildur Maral says:

    Já þetta hljómar bara svona fínt við fyrstu hlustun, svoldið eins og þreytt Camera Obscura .

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.