• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Hverjir eru að blogga

  • Birt: 30/04/2008
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 3

Hverjir eru að blogga

MP3 bloggarar landsins teknir fyrir

Þegar vel er að gáð og eftir því grúskað, kemur í ljós að þeir eru ansi margir, MP3 bloggararnir á landinu.

Dr. Gunni
Doktorinn var manna fyrstur að blogga um og bjóða sýnishorn af tónlist til niðurhals. Hann er auðvitað ennþá kóngurinn þó hann hafi undanfarið dregið aðeins úr tónlistarumfjöllun sinni. Án efa einn af allra bestu bloggurum landsins.
www.this.is/drgunni

Zýrður Rjómi
Fast á hæla Dr. Gunna kemur Zúri Gæjinn með MP3 blogg sem nefnt er eftir útvarpsþættinum sögufræga. Hinn Zúri er kannski ekki manna iðnastur við að blogga (hefur eflaust of mikið annað að gera) en gæðin á því sem hann bloggar um bæta það margfalt upp.
www.syrdurrjomi.blogspot.com

Hefur Þú Heyrt Þetta?
Það er Rjómverjinn Egill Harðar sem hér ræður ríkjum. Ekki verður annað sagt en að Egill sé með eindæmum iðinn við bloggið og hefur tekið fyrir gífurlegt magn af tónlist úr öllum áttum. Þess má til gamans geta að Hefur Þú… á þriggja ára afmæli í þessum mánuði.
www.egillhardar.com/music 

B-Town Hit Parade
Bobby Breiðholt, Svenni, Laufey og Jónína sjá um að færa okkur allskyns tónlist frá hinum ýmsu tímabilum. Án efa aktífasta og fjölbreyttasta tónlistar- og MP3blogg landsins (og mögulega fyndnasta líka).
www.breidholt.blogspot.com

Einar Birgir
Einar bloggar oftar en ekki um það allra besta sem gengur og gerist í indie-inu og er ansi naskur að þefa uppi, og vera fyrstur til að fjalla um, tónlist sem líkleg er til vinsælda.
http://enjar.lazycomet.com

Diskomo
Hér ræður annar Rjómverji ríkjum en það er sjálfur Pétur Valsson sem færir okkur gleði og glaum í formi eðal tónlistar.
http://diskomo.wordpress.com

P-Beikon
Pétur Beikon bloggar. Ekkert nema eðal tónlist.
http://p-beikon.blogspot.com

Topp Fimm Á Föstudegi
Topp fimm lög til að elda við? Topp fimm lög um dóp eða topp fimm lög um karlmannsnöfn? Jú, jú og svo auðvitað allt hitt (nema Mick Hucknall).
http://toppfimmafostudegi.blogspot.com

My Music
Eðal tónlistarblogg það er sem púlsinn er tekinn á flestu því nýjasta auk þess sem ýmislegt gamalt og gott fær að fljóta með.
http://mymusic.blog.is

Útvarpsþátturinn Frank
Steinþór Helgi, umsjónarmaður hins ágæta útvarpsþáttar Frank, bloggar um tónlist og tilveru.
http://blogg.visir.is/frank

Kontrapunkt
Halli bloggar um italó diskó, 80s tónlist, old school hardcore og Eurovision. Þið vitið… bara þetta venjulega.
www.icomefromreykjavik.com/kontrapunkt/

Burgeis
Barnabarn Rúnars Júl tjáir sig um tónlistina.
http://burgeis.blogcentral.is/

Þetta er auðvitað ekki tæmandi listi og þætti okkur vænt um ef þið myndum senda okkur tengla á þau MP3blogg sem ekki eru tiltekin hér með því að skilja eftir slóð á þau í gegnum athugasemdaboxið.

Takk. 

3 Athugasemdir

  1. Kristján · 30/04/2008

    flott framtak, alltaf gott að vita af svona síðum. ég hafði enga hugmynd um að þær væru þetta margar á íslandi. ég vissi bara af agli harðar og pétri

Leave a Reply