• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Airwaves dómur: Fuck Buttons – Street Horrrsing

Airwaves dómur: Fuck Buttons - Street Horrrsing
Einkunn: 4
Utgafuar: 2008
Label: ATP

Frumburður Fuck Buttons er uppfullur af spennu sem leysist hægt og sígandi úr læðingi og heltekur hlustandann

Breska tvíeykið Fuck Buttons er á leiðinni til landsins og spilar á Airwaves hátíðnni nú seinna í vikunni. Fyrr á þessu ári sendi sveitin frá sér frumburðinn Street Horrrsing sem vakið hefur verðskuldaða athygli á sveitinni. Tónlist Fuck Buttons hefur verið lýst með orðum eins og noise, experimental og drone sem virka líklega fráhrindandi á flesta en hún er þrátt fyrir það bæði aðgengileg og furðu grípandi.

Fuck Buttons – Bright Tomorrow:
 

Þeir félagar Andrew Hung og Benjamin John Power eru búnir að starfa saman í sveitinni í rúm fjögur ár og hafa þróað með sér einstaka lagni í hljóðuppbyggingu. Lög Fuck Buttons eru flest löng en þó aldrei langdregin, þau eru nefnilega full af spennu sem leysist hægt og sígandi úr læðingi og heltekur hlustandann.

Í upphafslaginu „Sweet Love For Mother Earth“ leiðir sveitin hlustendur áreynslulaust úr rólegri sveimkenndri stemmningu í öskrandi hávaða úr annarri vídd. Þetta gefur tóninn fyrir plötuna þar sem Fuck Buttons leika sér að því að draga hlustandann fram og til baka í hljómveröld sinni án þess að hann fái nokkuð við ráðið. Inn á milli dáleiðandi drónsins læðast upp grípandi laglínur, dansvænir trommutaktar og helvísk öskur sem leiða stundum til ómótstæðilegarar hávaðsprengingar.

Street Horrrsing er einn áhugaverðasti frumburður ársins og ekki er annað að heyra en Fuck Buttons sé band sem vert er að fylgjast náið Frummeð í framtíðinni. Það má svo við bæta að hljómsveitin þykir fantagóð á sviði og verður spennandi að sjá hvernig þeir fylla Hafnarhúsið af (ó)hljóðum nú á fimmtudag.

Fuck Buttons – Sweet Love For Planet Earth (á tónleikum):

 

Fuck Buttons spila í Listasafni Reykjavíkur fimmtudag kl. 21.45 

Leave a Reply