• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Kings Of Leon – Only By The Night

Einkunn: 4
Utgafuar: 2008
Label: Sony BMC, RCA, Columbia

Gourmet-plata troðfull af depurð, fegurð, trega og losta en hvað um textana?

Kings Of Leon - Only By The NightFyrir rúmu ári og hálfu síðan gat ég varla sagt að Kings of Leon væri ein af mínum uppáhaldssveitum. Hljómsveitin hafði ekki heillað mikið með plötum sínum þangað til þó að eitt og eitt lag hafi hrist upp í undirrituðum hér og þar yfir árin.  Í dag get ég sannarlega sagt með stolti að ég er mikill aðdáandi. Followill-strákarnir hafa gjörsamlega sett hér fram frábæra plötu sem ætti að vera vel matreidd fyrir unga sem aldna.

Söngvari sveitarinnar, Caleb Followill, fer hér mikinn og rödd hans, þó ekki vinsælust allra í tónlist í dag, býr til sérstöðu sem hvergi er vart er hægt að finna hliðstöðu í vinsæla rokkinu í dag. Hljómsveitin veitir hlustendum nýjan og ferskan keim af sér í fyrsta lagi plötunnar Closer og er lagið í sjálfu sér fullkomið opnunarlag breiðskífu. Svo mjúk og góð er uppbygging lagsins að ég tel án efa árin þangað til að lagið þreytist í spilun á heimili mínu sem og annarsstaðar þar sem undirritaður ræður spilun tónlistar.

Undanfarar Only By The Night hafa sýnt fram á að efniviðurinn í sveitinni er rosalegur. Þessi fjórða breiðskífa sveitarinnar sínir þó að hér sé um stórsveit að ræða. Ekkert meira né minna. Tel ég að Kings of Leon hafi hér fullkomnað hljóm sinn, fundið þroskann og virkilega farið að semja tónlist sem hentar þeim.

Only By The Night rís án efa hæst í laginu Sex On Fire við fyrstu hlustun, enda hefur lagið náð gríðarlegum vinsældum undanfarið á öldum ljósvakans. Lagið tel ég þó vera eitt hressasta lag plötunnar með ruddalega catchy viðlagi og miklu stuði. Hins vegar tel ég það engan veginn besta lag plötunnar þó gott sé. Við aðra og þriðju hlustun fara lög á borð við Be Somebody sem keyrt er upp og niður í töktum og vellíðunarneisti heldur manni föstum, Use Somebody tregafullt og öflugt og Closer rafskotið, svalt og með dásamlegri fleytingu af góðu grúvi, að grafa þennan aðalsmell plötunnar hingað til, í kaf. Má þess geta að við frekari hlustanir byrja enn fleiri lög að grafa þau fyrrnefndu í kaf sömuleiðis og svo framvegis og svo framvegis. Platan er einfaldlega frábær en verðskuldar ekki fyrstu einkunn þrátt fyrir allt.

Textasmíðin er líklega það sem hægt er að setja út á á þessari stórkostlegu plötu. Oft á tíðum virka þeir klisjukenndir og sögurnar sem sagðar eru hafa í raun verið oftuggnar af öðrum listamönnum í gegnum tíðina og skemmir það ögn fyrir. Á hinn bóginn (og fyrir þá sem pæla lítið í textagerð) ætti þetta ekki að hafa afgerandi áhrif. Sjálfum finnst mér þó textagerð vera eitt það mikilvægasta í gerð tónlistar af þessum toga.

Kings of Leon hafa svo sannarlega slegið mig utanundir og sannað fyrir mér að ákvörðun mín um að sjá þá EKKI á nýafstaðinni Hróarskelduhátíð, hafi verið bölvuð þvæla og vitleysa.
Ég er aðdáandi. Ég vil meira og ég bendi öllum sem þykir skemmtilegt að hreyfa sig við frábæra tónlist, sitja inni í rigningunni og súpa te og/eða taka rúntinn og virða fyrir sér staði og stund að næla sér í þessa frábæru plötu með Kings Of Leon

Leave a Reply