Útgáfutónleikar Johnny & The Rest

Domo 8.nóvember sl.

Útgáfutónleikar Johnny & The RestHið alíslenska og unga blúsband Johnny & The Rest fagnaði útgáfu frumburðar síns á Domo sl. laugardagskvöld

Útgáfutónleikar hljómsveitarinnar Johnny & The Rest fóru fram með pompi og prakt á Domo síðastliðið laugardagskvöld. Frumburði sveitarinnar var þar fagnað í þrælfínni stemningu, fínlegheitum og gleði.

Hljómsveitin steig á svið eftir upphitunaratriði sitt rúmlega hálf ellefu þetta kvöldið en einhver vandræði mynduðust með míkrófóna á sviðinu en því var þó reddað það fyrsta af einum gesta kvöldsins.

Spilandi dúndurþéttan og öruggan blús, flutti hljómsveitin plötu sína í heild sinni og skiptust þar á blúsandi rokki og gamaldags vískylyktandi blús. Satt best að segja er varla hægt að segja að um nein klikk hafi verið að ræða. Drengirnir voru öruggir, hressir en hefðu þó mátt tengjast áhorfendum örlítið betur þegar líða tók á settið.

Gestir kvöldsins voru velflestir mjög sáttir og var nær húsfyllir á Domo. Hingað til hafði ég ekki sótt tónleika á Domo og eftir þessa reynslu hika ég ekki við að kíkja þarna við í bráð.

Hvað Johnny & The Rest varðar sýndu þeir að ekki þarf að vera aldraður til að gera blús að flottum blús. Ungir að árum og efnilegir gerðu drengirnir þessa, oft á tíðum einföldu, tónlistarstefnu að ljúffengri blöndu áhrifavalda sinna í bland við nýjungar í þessum geira hér á landi. Helst má nefna að gítarleikur og söngur var til fyrirmyndar og ekki síðri var rhytma-sveitin sem sló ekki feilspor út kvöldið.

Umfjöllun um nýjustu breiðskífu Johnny & The Rest er að vænta hér á Rjómanum og hvet ég alla eindregið til að kynna sér þessa hljómsveit. Hvort sem um er að ræða harða Cream aðdáendur eða aðdáendur gamla Suðuríkjablúsins í anda Howlin´Wolf og fleirri.

Fyrir mig að segja var þetta ánægjuleg kvöldstund á dýrindisstað með gullmolastefnunni óaðfinnanlega sterkri. Góður og rokkandi blús. Nammi, namm.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.