• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

No And The Maybes – No And The Maybes

Einkunn: 4.5
Utgafuar: 2008
Label: A:larm

Frá frændum vorum Dönum kemur sveit sem færir okkur mögulega eina af plötum ársins.

No And The Maybes - No And The MaybesLeif mér að kynna fyrir ykkur þá Mikkel Bagge Lange, Troels Tarp og Anders Wiedemann en þríeyki þetta skipar hina stórgóðu sveit No And The Maybes. Þeir félagar höfðu um nokkurt ske spilað saman einhverskonar avantgarde hávaðarokk undir nafninu Ude Nu en fengu, sem betur fer, le á þeim ósköpum og gáfust upp um mitt síðasta ár. Í framhaldinu ákváðu þeir að taka algerlega nýja stefnu og taka grípandi laglínur fram yfir djúpar, listrænar og tormeltar pælingar. Fyrir um mánuði síðan kom svo afrakstur þessarar stefnubreytingar þremenninganna út undir nafninu No And The Maybes.

Það væri ógerningur að fara yfir þessa merkilegu plötu lag fyrir lag, eða jafnvel að nefna einstaka lög, því öll eru þau það góð, frumleg og heillandi að ég er hreinlega smeykur um að ég búi yfir nægum orðaforða til að lýsa þeim með góðu móti. Sjálfir hafa meðlimir No And The Maybes líst því yfir að lögin sé öll unnin eftir heimatilbúnu verkferli sem þeir kalla Spörfuglinn eða “The Sparrow” eins og þeir kalla það. Gengur það út á að hvert lag beri einhverskonar einkenni, eitthvað lít eins og t.d. klapp, fingrasmelli, röddun eða frumlega útsetningu, sem fangi athygli hlustandans og virki sem viðkunnanleg áminning. Verður ekki annað sagt en að Spörfuglinn virki sveitinni í hag og í raun sé hér um að ræða ekkert annað en snilldarlega nálgun v sköpun popptónlistar.

Það er lengra en mig langar að muna síðan ég hef heyrt jafn áreynslulaust en um le hugmyndaríkt popp. Hér ægir saman ólíkum stefnum allt frá kammerpoppi sjötta áratugarins til hljóðgervilssmitaðrar nýbylgjutónlistar þess áttunda. Með góðum vilja má greina hin óhjákvæmilegu áhrif The Beach Boys og jafnvel Bítlunum en mig grunar þó að áhrifavaldar No And The Maybes liggi mun dýpra en svo. Einnig væri hægt að minnast á sveitir eins og Echo And The Bunnymen og Human Legue en það segir þó eiginlega ekki nema hálfa söguna og varla það. Þetta er eiginlega tónlist sem maður verður að hlusta á ítrekað aftur og aftur til að fá einhverja heildarmynd. Og jafnvel þá er maður kannski engu nær því alltaf uppgötvar maður eitthvað nýtt í hvert skipti sem kollvarpar öllum þeim skoðunum sem maður hafði áður myndað sér á því sem til eyrna manns berst.

Kannski er alger óþarfi að skilgreina tónlist No And The Maybes? Það er jú vel hægt að njóta t.d. myndlistar án þess að skilja concept á bakv myndirnar og það sama gildir að sjálfsögðu um tónlist. Því mæli ég með því að þ verð ykkur úti um eintak af þessari frábæru plötu og njót hennar skilyrðislaust og án fordóma því hún býður svo innilega upp á það, svo góð er hún.

Þó platan sé tiltölulega ný komin út hefur hún feng skammarlega litla umfjöllun (eins og sjá má m.a. á niðurstöðum Google leitar). Það er því ánægjulegt að vera með þeim fyrstu sem fjallar um þessa ágætu plötu og mun, þegar að því kemur að No And The Maybes verða á allra vörum, hvar þ heyrðuð þeirra get fyrst.

No And The Maybes – Monday

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

2 Athugasemdir

  1. Eiríkur · 05/12/2008

    I listen to band that don’t even exist yet.

  2. Egill · 05/12/2008

    Good for you.

Leave a Reply