Bragi Valdimar Skúlason og Memfismafían – Gilligill

Einkunn: 4
Utgafuar: 2008
Label: Sena

Bragi Valdimar Skúlason færir okkur lög og texta í flutningi einvalaliðs söngvara og úrvals hljóðfæraleikara Memfismafíunnar.

Bragi Valdimar Skúlason og Memfismafían  - Gilligill Það eru til þrenns konar barnaplötur. Barnaplötur sem öllum þykja leiðinlegar, meira að segja krökkunum. Hættulegasta tegundin er barnaplötur sem börnin elska en foreldrarnir hata. Slíkar plötur geta valdið óróa á heimilum. Ítrekuð spilun slíkra platna getur gert alla foreldra kolbilaða. Þriðja tegundin er svo eina tegundin af viti. Barnaplötur sem krakkarnir elska og foreldrarnir fíííla. Gilligill er sem betur fer þannig plata. Þar færir Bragi Valdimar Skúlason okkur lög og texta í flutningi einvalaliðs söngvara og úrvals hljóðfæraleikara Memfismafíunnar.

Platan er ein ellefu lög. Lögin eru mis stór að gerð og umfangi. Allt frá því að vera stuttir léttir brandarar eins og “Kallinn sem keyrir mig í skólann” sem er ekki nema 53 sekúndur yfir í stór og glæsileg lög eins og “Laugardagsmorgun korter yfir sex”. Mitt á milli eru glettnisslagarar eins og “Pabbi minn er ríkari en pabbi þinn” og “Hvað segja dýrin?”. Mér þykja flest lögin alveg stórgóð. Það er eitthvað við “Ævintýrið um Sipp” sem Egill Ólafsson syngur sem mér líkar ekki. Einhverra hluta vegna kemur yfir mig eilítil þörf að spóla yfir þegar það lag kemur. Að öðrum hluta líður platan vel í gegn. Textarnir eru auðvitað alveg stórkostlega skemmtilegir og frasarnir fljóta um og eru minnisstæðir.

Fín spilamennska – Fínn söngur
Söngvararnir eru fjölmargir og allir stórgóðir. Sigríður Thorlacius, úr Hjaltalín, stendur sig gríðarvel og gáskafullur söngur Möggu Stínu á sérlega vel við. Aðrir söngvarar færa plötunni fínan sjarma. Sigtryggur Baldursson, Snorri Helgason (Sprengjuhöllin), Guðmundur Pálsson (Baggalútur) og Sigurður Guðmundsson (Hjálmar) og Egill Ólafsson standa sig allir vel og eins kíkir Bó Halldórsson við í einu lagi í mýflugumynd og gerir það vel.

Það verður gaman að sjá hvort að lögin muni lifa eða hvort að “Pabbi minn er ríkari en pabbi þinn” er bara stundarbrandari sem á vel við í ólgusjó 2008 en ekki í stilllunni 2020. Platan heggur í sama knérunn og frábærar barnaplötur fyrri ára þar sem Hrekkjusvínin tróna hæst. Sú plata á enn sérlega vel við og vonandi verður skírskotun Gilligill jafn sterk í framtíðinni og Hrekkjusvínin hafa nú.

Gilligill tónleikar
Aðstandendur plötunnar hafa staðið fyrir vikulegum tónleikum í Salnum í Kópavogi þar sem farið er í gegnum Gilligill prógrammið. Ég fór þarna með ungviðinu síðustu helgi og get hiklaust mælt með því að fólk kíki með ungana á síðustu tónleikana sem eru næsta sunnudag kl 15. Miðaverðið er bara 1.500 kall og stemmningin er rosaleg góð. Hljóðfæraleikur og söngur er svo alveg til fyrirmyndar. Egill Ólafsson fór fyrir sveitinni sem hálfgerður tónleikastjóri og gerði það vel. Ég gat ekki séð annað en bæði börn og fullorðnir skemmtu sér svakalega vel.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.