The Cramps allir

Psychobilly ei meir

Lux Interior, forsprakki The Cramps, lést þann 4. febrúar síðastliðinn

The Cramps allir Bandaríska hljómsveitin The Cramps var áhrifamesta sækóbillý sveit veraldar og átti sitt blómaskeið á 9. áratugnum. Söngvarinn Lux Interior og eiginkona hans og gítarleikari, Poison Ivy, keyrðu sveitina af fullum krafti frá árinu 1973 fram til dagsins í gær, 4. febrúar 2009, þegar Lux Interoir lést af hjartagalla á sjúkrahúsi í Californiu.

Tónlist The Cramps var slísí rokkabillý sem blandað var áhrifum frá pönki, blús, sörfi, garage-rokki og fleiru en tónlistin fékk fljótt á sig nafnið Psychobilly og varð fjölmörgum hljómsveitum innblástur. Ímynd og texta sóttu The Cramps til lélegra hryllingsmynda og annar B-mynda 6. og 7. áratugarins, sem sást á klæðnaði sveitarmeðlima, myndböndum, lagatitlum og textum.

Hvernig er öðruvísi hægt að heiðra minningu Lux Interior og The Cramps en að kíkja á nokkur myndbönd:

The Cramps – Garbage Man (af Songs The Lord Taught Us, 1980)

The Cramps – Thee Most Exalted Potentate of Love (af Smell of Female, 1983)

The Cramps – You Got Good Taste (af Smell of Female, 1983)

The Cramps – Bikini Girls with Machine Guns (af Stay Sick!, 1990)

The Cramps – Creature From the Black Leather Lagoon (af Stay Sick!, 1990)

The Cramps – Ultra Twist (af Flamejob, 1994)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.