• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

The Cramps allir

  • Birt: 05/02/2009
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Psychobilly ei meir

Lux Interior, forsprakki The Cramps, lést þann 4. febrúar síðastliðinn

The Cramps allir Bandaríska hljómsveitin The Cramps var áhrifamesta sækóbillý sveit veraldar og átti sitt blómaskeið á 9. áratugnum. Söngvarinn Lux Interior og eiginkona hans og gítarleikari, Poison Ivy, keyrðu sveitina af fullum krafti frá árinu 1973 fram til dagsins í gær, 4. febrúar 2009, þegar Lux Interoir lést af hjartagalla á sjúkrahúsi í Californiu.

Tónlist The Cramps var slísí rokkabillý sem blandað var áhrifum frá pönki, blús, sörfi, garage-rokki og fleiru en tónlistin fékk fljótt á sig nafnið Psychobilly og varð fjölmörgum hljómsveitum innblástur. Ímynd og texta sóttu The Cramps til lélegra hryllingsmynda og annar B-mynda 6. og 7. áratugarins, sem sást á klæðnaði sveitarmeðlima, myndböndum, lagatitlum og textum.

Hvernig er öðruvísi hægt að heiðra minningu Lux Interior og The Cramps en að kíkja á nokkur myndbönd:

The Cramps – Garbage Man (af Songs The Lord Taught Us, 1980)

The Cramps – Thee Most Exalted Potentate of Love (af Smell of Female, 1983)

The Cramps – You Got Good Taste (af Smell of Female, 1983)

The Cramps – Bikini Girls with Machine Guns (af Stay Sick!, 1990)

The Cramps – Creature From the Black Leather Lagoon (af Stay Sick!, 1990)

The Cramps – Ultra Twist (af Flamejob, 1994)

Leave a Reply