• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Bishop Allen – GRR…

  • Birt: 10/03/2009
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Einkunn: 3,5
Útgáfuár: 2009
Label: Dead Oceans

Þann 10. mars kom út þriðja breiðskífa Brooklyn sveitarinnar Bishop Allen. Kannski ekki mjög töff að hugsa til þess en bandið heitir eftir götu sem þeir bjuggu við þegar þeir voru í námi í Harvard. Jú er ekki bara töff að vera tónlistarnördar í Harvard?

Bishop Allen - Grrr...Bishop Allen leikur létt og lifandi gleðirokk. Mér finnst myndin á umslaginu eiga ágætlega við músikina. Björt, létt og góður galsi í þessu. Sumir kalla þetta indírokk en ég veit aldrei hvað það þýðir. Útgáfan þeirra kallar þetta góðmeti fyrir gáfumenni og það er líka rosalega fínt. Textarnir eru liprir og spilamennskan fjörug. Þeir spila á úkalele sem er alltaf hressandi.

Söngvarinn Justin Rice er með fína rödd og svo spilar hann á hljómborð sem mér finnst alltaf góður kostur góðra manna. Hinn aðalgæinn heitir Christian Rudder og spilar á gítar, bassa og fleira. Hinir og þessir vinir þeirar mæta svo til leiks og syngja (Darbie Nowatka), spila á trommur (Michael Tapper) og leika á blásturshljóðfæri. Nöfnin þar á bak við segja mér reyndar ekki mikið en standa sig bara vel. Engu yfir þar að kvarta.

Eftir því sem við á kalla þeir svo á vini og félaga til að spila með þeim á plötum og tónleikum. Áður hafa þeir félagið gefið út tvær breiðskífur. Árið 2003 kom Charm School út og vakti ágæta athygli og árið 2007 kom The Broken String út. Mér finnst reyndar skemmtilegast stöntið þeirra vera að gefa út eina EP plötu mánaðarlega allt árið 2006. Það er góður Bibbi Curver í því. Nýja platan er 13 lög og er bara helvíti hressandi og skemmtileg.

Bishop AllenÁ heimasíðunni gera þeir grín að því að þó að platan komi út í mars þá hafi allir heyrt hana í gegnum einhver stórhættuleg torrent forrit. Til að bregðast við þessu öllu þá er slatti af lögum á síðunni þeirra og þeir bjóða svo upp á að þeir sem kaupa plötuna fái að hlaða henni niður viku fyrir formlegan útgáfudag. Um að gera að bregðast við þessum skrýtnu tímum með einhverjum svona aðgerðum.

Af lögunum 13 á plötunni er ég hrifnastur af “Don’t Hide Away”, “The Ancient Commonsense Of Things” og “The Lion & The Teacup”. Platan er heilsteypt og áheyrileg en mun ekki breyta tónlistarsögunni. Tékkið endilega á nýju plötunni með Bishop Allen. Alveg ágætis stöff þar á ferð.

The Ancient Commonsense Of Things

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Dimmer

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Heimasíður
www.deadoceans.com
www.bishopallen.com

Leave a Reply