Animal Collective – Merriweather Post Pavilion

Einkunn: 4,5
Útgáfuár: 2009
Label: Domino

Merriweather Post PavilionAnimal Collective hafa á níu árum gefið út níu breiðskífur, þrjár stuttskífur, sex smáskífur og eina split-skífu, unnið að heilu sólkerfi af hliðar-, samstarfs- og sólóverkefnum og starfrækt sitt eigið plötufyrirtæki. Þrátt fyrir þessi ótrúlegu afköst, þá hefur Animal Collective ávallt tekist að koma okkur á óvart með litríkum og frumlegum plötum þar sem sköpunargleði svífur yfir vötnum.

Í plötudómum er gjarnan talað um ‘rökrétt framhald’ eða ‘eðlilega þróun’ frá einni plötu til annarrar – þetta á ekki við Animal Collective. Þvert á móti hafa AC farið með okkur í óútreiknanlega salíbunu um ólíka hljóðheima. Á fyrstu verkum grúbbunnar átti sér stað samruni spunakenndrar raftónlistar og gítarpopps og á síðari plötum hljómsveitarinnar, Feels og Strawberry Jam, flexa strákarnir indí-rokk vöðvana. Í millitíðinni heyrðum við annarlegt skrípa-fólk Sung Tungs og Panda Bear bræddi saman taktlúppum og 60’s sækadelliku á sólóplötu sinni, Person Pitch. Já, og stundum hljóma þeir hreinlega eins og ekkert annað sem þú hefur heyrt: rispuð upptaka af hóp af indiánum að dansa í kringum varðeld, taka sýru og borða sykurpúða. Þessi brauðmylsnuslóð sem þeir skilja eftir sig leiðir okkur ekkert endilega að nýjustu afurðinni.

acMerriweather Post Pavilion er poppskífa Animal Collective. Hún er af sjálfsögðu ekki poppskífa í eiginlegum skilningi, heldur fremur tækifæri fyrir AC að bæta aðdáendum í hópinn. Af hverju? Fyrst ber að nefna aðlaðandi og heilsteyptan hljóminn sem nýtur sín út alla plötuna. Í öðru lagi er Deakin (gítarleikari sveitarinnar) í pásu, sem þýðir að fólk-áhrifin eru að mestu horfinn og eftir stendur dilluvænt rafpopp. Og í þriðja lagi er það undraverður hæfileiki AC til að semja skemmtilegar melódíur og hrynjandi. Þetta er eitthvað sem hefur alltaf einkennt bandið: ef lögin eru strípuð niður, þá er liggur í felum grípandi laglína.

Hvað einstök lög varðar, þá er nokkra augljósa slagara að finna. “My Girls”, fyrsti singúllinn, er bráðskemmtileg smíði þar sem skoppandi runuhljóðgervill leiðir hlustandann um lagskiptingar af röddum, lúppum, melódíum og hrópum. “Bluish” væri annar augljós kandídat: fallegur ástar- og lostasöngur, kveðinn yfir draumkennda syntha og mjúka takta. “Brothersport” sæmir sér líka vel í þessum hóp: lagið er töluvert óhefðbundnari í uppbyggingu en þau fyrrnefndu en raddir Avey Tare og Panda Bear harmónera fullkomlega við leiðslukennda áferðina. Svolítil flækja á köflum sem AC greiða listilega úr.

Það eru þó fleiri dýrgripi að finna á plötunni, “In the Flowers” opnar plötuna og hentar vel í þá rullu. “Taste” er spunakennt fyrirbæri sem hægt og rólega byggist upp að skemmtilegri sing-along kyrjun. Og svo er það “Daily Routine”, annað leiðslukennt lag þar sem orgvél þjónar bæði duttlungafullum taktinum og styður við bakið á melódískri laglínunni – hápunktur plötunnar að mínu mati.

Sár söknuðurinn fylgir vissulega fjarveru Deakins – sérviskulegt gítarspil hans hefur verið eitt af einkennismerkjum Animal Collective. En hinir þrír liðsmenn sveitarinnar eru engu að síður að gera stórkostlega hluti. Platan ber merki um mikinn metnað, fullkomlega ígrundaðan hljóm og sennilega hafa raddir Avey Tare og Panda Bear aldrei farið betur saman en nú. Það sem eftir stendur er stórkostleg semi-poppskífa, full af áhugaverðum lagasmíðum og ferskleika. Merriweather Post Pavilion er ekki beint meistaraverk bandsins, en sannfærir mig í þeirri trú minni að hér sé um að ræða athyglisverðustu sveit 21. aldarinnar. Það væri synd að láta þetta framhjá sér fara . . .

Animal Collective – Daily Routine

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

8 responses to “Animal Collective – Merriweather Post Pavilion”

 1. Góð plata – en hefur ekki alveg heillað mig nógu mikið, kannski kemur það… amk er Bluish eitt allra besta lag sveitarinnar

 2. Árni Viðar says:

  Reyndar finnst mér í fyrsta skipti í langan tíma vera hægt að tala um “rökrétt framhald” í tilfelli AC. MPP á a.m.k. meira sameiginlegt með Strawberry Jam en sú plata með Feels.

  En annars, til hamingju með nýjan rjóma!

 3. Verð að vera sammála þér Pétur. Ég átti von á meiru miðað við allt “hæpið” í kringum útgáfu plötunnar. Það eru engu að síður nokkur afar góð lög þarna.

 4. Guðmundur Vestmann says:

  Ég get alveg tekið undir það með þér, Árni Viðar, að Strawberry Jam er vissulega skildari Merriweather en Feels. Og Feels raunar nær Sung Tungs en öðrum verkum.

 5. Þetta er frábær plata! Held að hún muni stækka aðdáendahóp þeirra til muna, sem er ekkert nema gott enda æðisleg sveit. Verður held ég erfitt að toppa þessa plötu á árinu…

 6. Mér finnst þessi plata frábær! Koma hálfgerð kaflaskipti á milli in the flowers/guys eyes og þaðan til brothersport sem mér finnst eftir allaplötuna standa uppúr, en á eflaust eftir að breytast eftir fleiri hlustanir:)
  En annars til hamingju með nýjann og betri rjóma:)

 7. Sammála síðustu tveim ræðumönnum. Að mínu áliti er þetta stórvirki og einn af hápunktum í útgáfu þessa áratugar.
  Var svo ánægður að ég hljóp í smekkleysu og keypti mér 2xLP úr 180 gr. vinýl.

 8. […] Til að mynda hafa þó nokkrar af bestu plötum þessa árs einmitt verið ættaðar þaðan: Merriweather Post Pavilion, Veckatimest, Bitte Orca, Songs of Shame. Og það sama má í raun yfirfæra á síðasta ár […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.