• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Beach House þekur Queen

Það má alltaf deila um gildi tökulaga/ábreiða/þekja/kráka (cover-song) en þó að megnið af þeim eigi það til að vera einhæfar endurtekningar á upprunalegum útgáfum þá er alltaf jafn gaman að heyra vel heppnaða og frumlegar útgáfu af þekktum – jafnt sem óþekktum – slögurum.

Hljómsveitin Beach House tók sig nýlega til og hljóðritaði útgáfu af Queen laginu “Play The Game” sem upprunalega kom út fyrir einum 30 árum. Lagið var ætlað á safnplötuna Dark Was The Night en varð þó útundan þegar til taks kom en fær að fljóta með sem aukalag fyrir þá sem kaupa skífuna á iTunes. Íslendingar eiga ekki kost á því og þess vegna er upplagt að leyfa lesendum Rjómans að heyra útgáfuna hér:

Beach House – Play The Game

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þó að þetta lag vanti á Dark Was The Night er þó óhætt að mæla með gripnum, enda inniheldur hann nýjar upptökur með Arcade Fire, Sufjan Stevens, Blonde Redhead, Yo La Tengo, Beirut o.fl. Svo er málefnið gott – en platan er seld til styrktar Red Hot samtökunum sem vinna að því hörðum höndum að vekja fólk til vitundar um AIDS sjúkdóminn.

Þeim sem vilja rifja upp upprunalegu útgáfu Queen af “Play The Game” er bent á myndbandið á YouTube.

Leave a Reply